Spámaður fyrstu umferðar, Dr.GM

Doktorinn

Þá fer senn að líða að því að þjóðaríþrótt okkar Íslendinga (fyrir utan handbolta hjá Íslenska landsliðinu á stórmótum) hefjist. Menn teljast ekki menn með mönnum nema að þeir fjalli um Enska boltann. Við Dallamenn höfum ákveðið að hafa reglulega spá fyrir komandi umferð, þar verðum við hverju sinni með sérfræðing sem fjallar um leiki umferðarinnar. Sérfræðingurinn mun spá um úrslit leikjanna, segja af hverju hann spáir svo, hverjir munu hugsanlega skora og fjalla stutt um hvað sé að gerast hjá liðunum hverju sinni. Það skal þó tekið fram að skoðanir viðkomandi spámanns endurspegla á engan hátt skoðanir dalla.blog.is og eru á eigin ábyrgð. Ef mönnum finnst þessar spár einhverjar langlokur þá geta menn farið yfir þetta á hundavaði eða rýnt einungis í áhugaverðari leiki og leiki síns liðs. Við munum reyna að halda einhverri tölu á því hvernig til tekst svo hjá viðkomandi spámanni og hver sé sá getspakasti. Mönnum er velkomið að segja sína skoðun á spánum í athugasemdunum.

,

Fyrsti spámaður okkar dalla.blog.is er enginn annar en sjálfur Doktorinn. Okkur fannst vel við hæfi að hann myndi opna þetta fyrir okkur og við sjáum sko sannarlega ekki eftir því að hafa falið honum þetta verkefni, þvílík fagmennska þar á bæ að sjaldan hefur annað eins sést. En lesendur góðir hér er spá Dr.GM gjöruði svo vel.

,

Sheffield United – Liverpool

Dr.GM©: Sameinaða liðið frá skítaborgini geta ekkert og þurfa Bítlarnir því ekki að hafa áhyggjur. Nú veit ég ekki hvort hinn undurfagri hollendingur Dirk Kuyt verði með en hann á eftir að detta á andlitið í þessum leik ef svo er. Stevie Gjí setur tvö og Crouch tæklar eitt inn. 0-3 

Arsenal – Aston Villa

Dr.GM©: Villa menn koma sterkir inn eftir að Deadly Doug var skipt út. Þeir eru hinsvegar ekki búnir að versla neitt merkilegt í sumar og eiga eftir að lenda í vandræðum. Arsenal gera hins vegar í brækurnar á nýja Arabaleikvanginum sínum og leikurinn endar 0-0 

Everton – Watford

Dr.GM©: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Everton hafa sennilega gert kaup ársins. Fyrst (á láni) Tim Howard sem ég kýs að kalla blinda Ameríkanann í markið og síðan gerðu þeir kjarakaup á Andy Johnson á aðeins 8.6M punda. Everton menn eiga eftir að brillera á á Goodison. Andy Johnson setur tvö úr víti eins og vanalega. 2-0 

Newcastle – Wigan

Dr.GM©: Shearer er hættur. Duff inn sem voru góð kaup en hann á eftir að gera upp á bak. Owen verður meiddur og Newcastle verða í bullandi rugli í vetur. Reyndar verða Wigan menn það líka þar sem þeir seldu einn sinn besta mann Jason Roberts og keyptu ístrubelgin Emilie Heskey í staðinn.Ekki horfa á þennan leik. 0-0 

Portsmouth – Blackburn

Dr.GM©:Harry Redknapp er gjörsamlega búinn að missa það. Kaupir rugludallinn Sol Campbell, lélegasta markmanninn David James og manninn sem getur ekki einu sinni potað honum inn þrátt fyrir að nota skó númer ca. 52, Kanu. Mark Hughes mætti kenna Fergie eitthvað í sambandi við að kaupa framherja en hann hefur keypt þrjá slíka og þar af meðal ekki ómerkari eyru en Francis Jeffers. Jason Roberts er hinsvegar nautsterkur og á eftir að slátra Sol Campbell í þessum leik. 0-2 Roberts með eitt og David James sparkar í eigið mark. 

Reading – Middlesboro

Dr.GM©: Reading geta væntanlega lítið þrátt fyrir að vera með Ívar Ingimars í liðinu. Búnir að styrkja liðið lítið fyrir tímabilið og þekki ég ekki þá kauða. Middlesborough verða með allt niðrum sig í vetur eftir að hafa misst Jimmy Floyd Hasselbaink og Colin Cooper. Andleysi Boro manna verður algjört og nýliðarnir merja þetta 1-0. 

West Ham – Charlton

Dr.GM©: It’s Hammer time! Komnir með Carlton Cole og Jonathan Spector sem verður að vísu ekki með samkvæmt nýjustu fregnum. Charlton menn keyptu eina leikmann Boro sem gat eitthvað síðast þegar ég sá þá á ferðinni. Cole og Hasselbaink setja hann í sitthvort markið. 1-1 

Bolton – Tottenham

Dr.GM©: Sem fyrr hefur tvífari Sýslumannsins BIG SAM styrkt liðið með ævagömlum leikmönnum. Spurninginn er hvort að honum takist þetta enn einu sinni. Þeir náðu að halda Nolan sem verður allt í öllu hjá þeim og setur eitt mark í þessum leik. Hinsvegar eru Tottenham sterkir og lenda í 5. sæti í vetur og verður það Dimitar Berbatov sem á eftir að setja hann grimmt í vetur og byrjar það með tvennu. 1-2 fyrir Spurs. 

Man Utd – Fulham

Dr.GM©: úff úff úff...mínir menn verða vægast sagt í basli í vetur en ekki þó í þessum leik. Luis Saha á eftir að verða erfiður gegn sínum gömlu félögum í Fulham. Ronaldo verður með og skeinuhættur þrátt fyrir að hafa gleymt að skeina sér á HM. 3-0 fyrir heimamönnum verða lokatölur, Saha, Scholes og Ronaldo setj’ann.

Chelsea – Man City

Dr.GM©: Cjitty men ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir keyptu nú í sumar útbrunninn skoskan landsliðsmann að nafni Paul Dickov á meðan Chelsea fara leiðinlegu leiðina og eyða fúlgum í drulluhala eins og Shevchenko og Ballack. Heyrst hefur að Gallas verði með í vörninni í leiknum í treyju númer 99 smelli honum í eigið net og allt verður vitlaust. Andreas Isaksson á eftir að fara á kostum og verja helling frá bláu ógeðunum en Frank the Tank Lampard nær að smyrja inn tveim fyrir utan teig. Andy Cole kemur sífellt á óvart og setur eitt eftir herfileg mistök Cudicini, 2-1. Svona til að enda þetta vil ég ásamt fótboltaáhugamönnum um land allt óska Chelsea alls hins versta á tímabilinu.

,

Með fótboltakveðju Dr.GM©

Þjóðarsálin: Pizza Hut

Fer svona fyrir Pizza Hut?

Á miðvikudaginn síðastliðin ákváðum ég og Arion Piparsveinninn Charlie Maack að rifja upp gamla tíma frá því í MS þar sem að við vorum vanir að hringja inn og panta borð nr. 21 á Pizza Hut Sprengisandi og bragða okkur á hádegisverðarhlaðborði. Það gerðum við ásamt þvílíkum eðalmönnum á borð við Sinfurious, Ísskápinn, 12 Tomma og Les Digitales, einstaka sinnum fylgdu með þeir félagar JónA og Jesser Pallafat. Í þetta sinn vorum það einungis við Maackarinn sem að kíktum en ákváðum hins vegar að bjóða hvalveiðimanninum Haffa með, okkur þótti nokkuð líklegt að hann myndi vilja koma þar sem að hann var búinn að nefna það við okkur að draumadísin sín ætti það víst til að bregða sér þangað annað slagið og gúffa. Hann var game í það en eitthvað babb hefur komið í hvalveiðibátinn því að enginn Haffi var sjáanlegur við Sprengisandinn sem kom okkur Kalla einstaklega illa þar sem að við pöntuðum okkur könnu af gosi í góðri trú um að Hvalveiðimaðurinn myndi mæta. Við Maackakvikindið höfum farið fram á skaðabótakrföfu á hendur Haffa upp á 150 kr. á haus.

,

En það er nú ekki það sem að ég ætlaði að kvarta yfir. Við vorum semsagt mættir þarna tveir ég og Maacki, það var farin að myndast ágætis röð af fólki sem beið eftir að verða vísað til sætis, síðan var einhver einn við afgreiðsluborðið að borga. Þjónninn þar virtist vera orðinn smá stressaður enda röðin byrjuð að lengjast eftir borði. Eftir smá stund kemur hann fyrir framan röðina og segir: “Það er eitthvað vesen með tölvukerfið hjá okkur, þannig að ef þið gætuð kíkt annað hvort á Pizza Hut á Suðurlandsbraut eða í Smáralind, það gengur betur fyrir sig þannig”. Fólkið í röðinni horfði svona hvort á annað og nokkrir fóru bara, ég og Kalli fórum út fyrir og ætluðum að bíða þar eftir Haffa. En eftir smá bið ákváðum við bara að skella okkur aftur inn, þá var röðin búin og lítið sem ekkert virtist ama að tölvunum.

, 

Hlaðborðið sjálft var síðan eitthvað það slappasta sem sögur fara af. Það var svona helmingurinn af Pizzusneiðunum sem var í boði sem að vantaði bæði allt álegg á og var heldur enginn ostur á þeim, bara sósan. Svo voru einungis tveir meðalgáfaðir menn að vinna í salnum, plús auðvitað Nenni níski í eldhúsinu sem sá um að baka pizzurnar.

,

Þetta rifjaði upp hjá mér sögu sem ég heyrði af svipuðum raunum. Man nú reyndar ekki alveg hver það var en það var einhver sem var að fara út að borða með fjölskyldunni og ferðinni var heitið á Pizza Hut. Þá var tekið á móti þeim með þeim fregnum að þau yrðu vinsamlegast að fara eitthvað annað því að það væri búið allt deigið hjá þeim.

Það er spurning hvort að sá sem rekur þennan stað þurfi ekki að taka hausinn úr rassgatinu á sér (eins og fleiri) og fara að vinna sína vinnu. Ég held að það sé það síðasta sem að svona fyrirtæki eins og Pizza Hut vilja er að vera að vísa fólki burt hvort sem að það sé tölvukerfið sem sé bilað eða að deigið sé búið.

,

Fyrir hönd Dalla.blog.is

Sýslumaðurinn í Dallasýslu.

,

P.s. er að spá í að senda afrit af þessu til Togga Tempó og félaga í Reykjavík síðdegis.


Kveðjuhelgi Flagarans, laugardagskvöld

Dúndurstuð

Það er óskrifuð regla að reunion séu haldin á 5, 10 o.s.frv. ára fresti og hefur sú regla staðið í áranna rás. Hins vegar er ekkert sem bannar að halda reunion degi síðar og það var eitthvað sem Sleggjunni þótti afbragðs hugmynd þegar vaknað var á laugardeginum. Strax um tvöleytið var ákveðið að hringja í mannskap og úr varð eitthvað svakalegasta partý sem haldið hefur hefur verið á 50 fermetra fleti í sögu okkar ágæta lands.

 

Þegar halda skal gott teiti þarf að hafa tvo hluti á hreinu, að nóg sé til af áfengi og að DJ Sisqo Gomez sjái um músíkina. Ef þetta tvennt er komið þá er restin formsatriði. Ótrúlegt en satt þá voru nágrannarnir ekki eins hrifnir af þessu uppátæki sem er hreint óskiljanlegt en það er víst ekki hægt að gera öllum til geðs í þessum heimi, það er bara þannig. Kvöldið var ungt þegar Dr.GM a.k.a. Vírusinn mætti og tékkaði á tölvunni sem gekk e-ð illa. DJ-inn mætti að sjálfsögðu með eigin tölvu og eigið efni, enda maður sem vinnur ekki með hvað sem er. Þetta gaf vírusnum tækifæri á að mixa svolítið í tölvunni og var hún eins og ný daginn eftir.

  

Þegar líða tók á kvöldið var hinn undurfagri hvalur að sjálfsögðu komin á desktopið á tölvunni og menn farnir að kíkja í gríð og erg inní eldhús og heyrðust ófá hlátrasköllin þaðan. Botninn rak síðan úr þegar Vírusinn lyfti tölvunni yfir svæðið og kallaði á Hvalveiðimanninn, “hver er þetta aftur?”. Svipurinn var ómetanlegur og hefur sjálfsagt minnt ákveðið gamalmenni á það mikla afrek þegar hann dró meðalstóran búrhval einn síns lið um Herjólfsdalinn, en kraftaverkin gerast á Þjóðhátíð eins og við þekkjum öll.

,

Fyririliði Djammlandsliðsins, Flagarinn kvaddi endanlega með glæsibrag og afhenti arfleið sína er hann sló Ragga Sverris til fyrirliða að hætti riddara. Reyndar var ekkert sverð við höndina en í staðinn var notast við glæsilega sjónvarpsfjarstýringu sem kom bara mun betur út. Það verður ekki annað sagt en Flagarinn hafi kvatt klakann með glæsibrag enda drakk hann vel, svo vel að hann endaði dauður þar sem dömurnar kalla “skeiðvöllinn” en Sleggjan kallar einfaldlega rúmið sitt. Í stuttu máli þá endaði þetta með því að stanlausar símhringingar frá móður Flagarans drógu Sleggjuna heim fyrr en áætlað hafði verið, flugið hans átti að fara kl. 7 en hann náði ekki að leggja af stað fyrr en 6 úr Reykjavík vegna eigin dauða. En þetta blessaðist allt og Dalli frændi sendir kærar kveðjur til Sverige og bendir í leiðinni á að heimilisfangið er Frostafold 30 ef póstleggja á eins og nokkrar munntóbaksdósir.

,

Í fyrsta sinn í sögu Djammlandsliðsins var aðkeyptur leikmaður formlega krýndur ábyrgðahlutverki og kemur það í hlutverk Stebba að vera varafyrirliði þessa eftirsóknarverða liðs. Hans hlutverk verður til að mynda að gela vel saman hópana en ekki setja þetta bara allt í toppinn eins og Grafarvogs-Bjöllinn myndi framkvæma það.  Hvalveiðimaðurinn var með gleraugu á stærð höfuðið á sér og átti nokkuð góða pikköpp línu í bænum að eigin sögn. Dalli heldur hins vegar alltaf spilunum þétt upp við sig eins og góðum pókerspilurum er einum lagið og gefum ekki slík vísindi.   

 

Þegar ölvunin var farin að segja til sín mátti sjá Ívar Björns og Inga markvörð í eldhúsinu að blanda enn einn skaðræðisdrykkinn. Í þetta sinn var vodki einfaldlega blandaður með vænum tepoka sem þeir hafa fundið í eldhúsinu, látið malla smá og úr varð að þeirra sögn þetta fínasta te. Spurning hvort Englendingar hafi áttað sig á þessu bragði?

,

Maggi Hödd breytti ekki útaf af vananum og leitaði stemmningarinnar í bænum ber að ofan neðst á Laugarveginum, hlaupandi um öskrandi “hvar er stemmningin”. Að launum hlaut hann varafyrirliðaband Stebba út kvöldið. Þeir sem vilja sjá það myndband er bent á að það er í vörslu í Frostafold 30 og verður einungis sýnt útvöldum.

,

Að ná sér í kvenmann í bænum og taka hana með sér heim er oftast afrek útaf fyrir sig en Nebbi Grensás fer sínar eigin leiðir í þeim efnum. Það er ekkert verið að splæsa einhverjum óþarfa eins og mat og leigubíl. Þegar Sleggjan hélt heim á leið til að vekja dauðann Svíþjóðarfara þá blasti við honum tvennt, stærðarinnar nef og skelfingar svipur á þeim sem nefið bar. Þannig var mál með vexti að Elvar ætlaði að vera óvenju örlátur í þetta skiptið og bjóða dömunni farið heim í SKUTLUNNI!! Þegar komið var inná Lækjartorg heyrist kallað fremst úr röðinni, “Einar, Einar” og bent á að koma aðeins. Þá hafði Elvar verið fyrsti maðurinn í sögu ómerkilegs djammhöstls sem hafði fengið synjun á kortið við að borga í Skutluna en að hans sögn tókst honum að láta dömuna ekki taka eftir því. Ég ætla að vona það hennar vegna að hún hafi ekki farið heim með honum vitandi þetta, annars má leiða líkum að því að heimildin hafi farið í að borga henni fyrir að koma með sér heim. En aldrei þessu vant selur Dalli það ekki dýrara en það var keypt.

,

Við viljum koma því á framfæri að við höfum sett inn myndir frá síðastliðinni helgi hér til vinstri.

,

Síðan fer að styttast í mennigarnótt og verður það uppi á borðinu hjá okkur dalla mönnum og ég bendi mönnum á að fylgjast með á næstu dögum.

,

Fyrir hönd Dallamanna

Sleggjan


Kveðjuhelgi Flagarans, föstudagskvöld

Harðjaxlar

Jæja þá er enn ein "edrú helgin" að baki og óhætt að segja að af nógu sé að taka, eins og gjarnan gerist þegar áfengi er við hönd gleymast þó nokkur atriði og er öllum frjálst að bæta við því sem máli þykir skipta í komment eða athugasemdum eins og þetta er víst kallað á okkar ástkæra ylhýra tungumáli.

Helgin hófst með því að nokkrir vaskir menn mættu á Sleggjustaði til að fá sér nokkra ölstationbauka, en í þeirri ágætu íbúð hafa einmitt nokkrir öllararnir horfið sporlaust í gegnum tíðina. Þó enginn eins og bíllinn hans Nebba Grensás sem virðist ganga fyrir áfengi, allavega hvarf meirihlutinn af því sem maður setti inní hann í Eyjum án þess að neinar sérstakar skýringar væru gefnar á því. Föstudagurinn virtist ætla að verða dagur Sleggjunar, fyrst skoraði Nebbi á hann í skák og beið þar lægri hlut. Síðan var það áskorandi nr. 1 í NBA Live, Maggi Hödd, sem mætti til að etja kappi við þrefaldan meistara þess leiks og beið afhroð. Þegar líða tók á kvöldið fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina hjá Sleggjunni og kom í ljós að einungis tvennt myndi bíða afhroð það kvöldið, hausinn og veskið sem tilheyrir þeim ágæta pilti.

Rekstur Gullaldarinnar ætti að vera tryggður þetta árið því hægt er að áætla að um 60 manns hafi þangað mætt, allt góðkunningjar Flagarans ógurlega sem kvaddi landið með glæsibrag þessa helgi. Flagarinn hélt góða kveðjuræðu þegar hann hafði fengið gott hljóð, þá mátti ekki heyra saumnál detta eins og vanalega heldur mátti heyra Bjöllann og Beisla rífast sem var merki um gott hljóð sem Flagarinn fékk. Dj Sisqo Gomez þeytti skífur á Öldinni okkar allra. Til marks um frammistöðuna þá var honum boðið að spila þar næstu helgi af barþjóni staðarins. Vegna anna er þó ekki víst að hann komist í það en heyrst hefur að Sony records hafi hug á að senda mann í það partý og fylgist grannt með stöðu mála. Þá er vitað um annan mann sem fylgist einnig grannt með stöðu mála, en það mun vera hinn nýjungagjarni "DJ QuickSkipRepeat Jr." sem kom sér á framfæri þetta kvöld.

Ein af helstu uppgötvunum föstudagsins var framkvæmd á barnum eins og svo oft áður og voru þar að verki bakveiki markvörðurinn og Ívar Björnsson með eyrun góðu kom ekki þar við sögu líka. Það er hið svokallaða Olís staup sem nú tröllríður öllu á skemmtistöðum borgarinnar. Olís staupið er samsett úr Rauðum Opal og Dooleys. Fyrir lesblinda og málhalta þá má benda á að þetta er nokkuð skemmtilegur leikur að orðum. Það bárust okkur dalla mönnum fregnir frá manni sem hefur langt nef fyrir svona hlutum um það að þetta hafi komið til vegna þess að Ingi hefur aldrei komið niður Opal staupum, segir að það sé allt of sterkt til að vera staupa og vill helst blanda það, þá getur verið gott að fá smá karmellukeim saman við.

En þegar að líða fór á kvöldið og staðurinn fór að opna fyrir þessum umtöluðu fastagestum fóru velunnarar Flagaranns að halda í átt að miðbæ Reykjarvíkur. Þar var Sýslumaðurinn í góðum gír meðala annars á dansgólfinu á Ólíver með Guðna Bergs og á Vegamótum og Prikinu með sínum gamla mótherja úr körfunni Jóni Arnóri Stefánssyni, og ekki þarf að taka það fram að þeir voru VIP. Ástand manna var þó mjög misjafnt og sumir líklegast nálægt eftir mörkum í ölvun þar ber helst að nefna Sleggjuna sjálfa og hinn harðgifta Dr.GM. En þrátt fyrir að vera alveg mölvaður lét Sleggjan ekki plata sig, menn sem voru að reyna að koma honum heim báru ekki erindi sem erfiði, þar sem Hvalveiðimaðurinn og Flagarinn fóru fremstir í flokki auk Gullu Fjalar. Þegar þau spurðu hann hvort að hann vildi ekki bara kíkja heim þá öskraði hann bara "HEIM? ÉG ER AÐ FARA Í BÆINN" eins og þau væru öll þrjú gjörsamlega snarbiluð.

Ekki verður haft fleiri orð um þetta góða föstudagskvöld frá okkur Dalla frændum en mönnum er frjálst að leggja orð í belg. Umfjöllun um laugardagskvöldið er síðan að vænta von bráðar og rúsínan í pulsuendanum er síðan myndasería frá þessum tveimur kvöldum sem mun birtast samtímis laugardagsumfjölluninni. Vert er að minnast á að Elvar, sem festi sig frekar í sessi sem Nebbi Grensás á afmæli í dag og er 21 árs gamall ef fæðingarvottorðinu var ekki klúðrað. Einhvernveginn kæmi það ekkert á óvart en hann fær að sjálfsögðu bestu kveðjur frá Dalla Frænda en þetta er gott í bili.

Sýsli og Sleggi.


Flagarinn kveður...

Það nálgast óðum að Hrókur alls fagnaðar Jóhann Fjalar muni feta í fótspor varnarliðsins og yfirgefa landið. Það mun eiga sér stað á sunnudagsmorgun næstkomandi, en fastlega er reiknað með því að hann haldi beint af Kofanum út í Leifsstöð. Af þessu tilefni verður haldið aaaaaaagalegt partý á hverfiskránni Gullöldinni og er búist við því að þetta verði það fyrsta hingað til sem verður öflugara en rifjagrill MG um árið. Það er hinsvegar næsta víst að ekki verður jafn mikil stemming á föstudags og laugardagskvöldum í vetur eftir að Flagarinn verður floginn burt, en ég hef lengi haldið því fram að það er ekki partý fyrr en Jói segir að það sé partý og vitna ég í Fjalarnesfestivalið fræga máli mínu til stuðnings. En það er ekki ætlunin vera að gráta Björn Bónda heldur verður bara að safna liði og harka af sér.

Þegar sá gállinn er á honum og hann í stuði fer það sjaldnast framhjá neinum. Enda gæti maðurinn fengið ömmur okkar með sér á djammið ef honum bara langaði það nógu mikið. En ef hann er ekki með dót eða spyr þig hvað ÞÚÚÚ ætlir að gera í kvöld er mælt með því að þú gefist strax upp og reynir að fá einhvern annan til að gera eitthvað með þér, þar sem pilturinn sá er ekki góður í því að flytja slæm tíðindi. Það er svosem löngu kominn tími á Flagarinn haldi á stærri markað þar sem þessi hér heima er svo gott sem að tæmast. Við á Dalli.blog.is óskum þessum ágæta pilti velfarnaðar landi munntóbaks og vonum svo sannarlega að hann fari að drulla sér til að læra eitthvað af viti. 

En aðeins betur að partýinu sem verður haldið í kvöld þá er búist við fjölmenni og mun flestum lítast mjög vel á það nema reyndar Júlla sem heldur fiskidaginn mikla á Dalvík, en talið er að þar verði mun færri en venjulega sökum þessara veislu. Reiknað er með því að allur Íslenski Djammlandsliðshópurinn verði saman kominn á gullöldinni í kvöld auk velunnara. Passað er að fastakúnnar á borð við Nonna Lúbb komist ekki að fyrr en kl 12 á miðnætti en þá er líka yngri kynslóðin farin að huga að brottför í miðbæ Reykjarvíkur. Ekki má láta þessu lokið án þess að minna á hinn frábæra plötusnúð DJ SisQo GomeZ en hann mun án efa trylla lýðinn.

Við viljum benda á það að mönnum er meira en velkomið að koma hér með hlý orð í garðs Jóhanns Fjalars í tilefni þess að hann er að kveðja okkur og myndi það gleðja hann sem og fleiri að lesa hér eitthvað fallegt um hans persónu.

Heido allíúppa

Sýsli og Sleggi


Útí Eyjum bjó Einar kaldi

Reglan það sem gerist í Eyjum verður eftir í Eyjum hefur löngu verið við líði en það er óhætt að segja að í þetta skiptið verði hún brotin. Þar sem flestir myndu ekki skilja ýmsan einkahúmor og fyndna hluti sem gerðust í þessari ferð er ekki úr vegi að stikla á stóru og rifja upp ýmsa skemmtilega hluti. Bólfarir voru að sjálfsögðu stundaðar í nokkrum mæli eins og gengur í Eyjum en þær verða látnar liggja á milli hluta í bili enda margt ekki prentvænt eða hreinlega leyndarmál.

Ferðin byrjaði ekki vel fyrir Bjöllann og virtist sem ekkert ætlaði að vera sem áður. Fyrst vantaði Calvin Klein regnjakkann og síðan strax á laugardeginum þegar vaknað var kom í ljós að ghettóblasterinn virkaði ekki lengur. Mikið var um það rætt hvað komið hefði fyrir græjuna en af einhverjum ástæðum byrjaði hann að virka síðar Bjarna til mikillar gleði.

Prófasturinn var sjóðandi heitur að vanda ekki annað hægt með menn eins og Stebbi Palla og Val í Buttercup til þjónustu reiðubúna. Sleggjan hafði það að sjálfsögðu að orði við Val að honum þætti það ljúft að sá merki tónlistarmaður hefði komist eins langt og raun bara vitni í lífinu. Það var ekki sökum að skipta að Valurinn forðaðist mig bara eins og heitan eldinn í hvert sinn sem reynt var að hóa í hann. Stebbi Palla þjónaði hópnum ófáa drykki og hlaut söng og tolleringu í dalnum fyrir, vonandi að hann verði að vinna á næsta ári.

Án þess að það verði farið of mikið útí nauðgunarsögu Elvars frá Hróarskeldu þá grætti hún stúlkur og sjálfsagt fleiri, en það ber að minnast á tvennt í því samhengi. Getnarlimurinn kom þar hvergi við sögu heldur einungis Tjaldsúla, Sinnep, Olía og Saltstengur og eigum við ekki að segja bara að ég myndi ekki hafa viljað vera aumingja dauði Svíinn.

Hafi menn verið byrjaðir að meta Magna í móti sól þá var staðgengill hans í hljómsveitinni ekki að eyðileggja fyrir því. Ingó labbaði fram og tilbaka eftir sviðinu og fór fleiri kílómetra en Marta Ernsdóttir hefur gert um ævina auk þess að tala meira en frjálsíþróttagimpið á Rúv, allt þetta í bland við að syngja minna en meðal táknmálsfréttamaður.

Eins og flestum er kunnugt um voru hvalveiðar á Íslandi voru leyfðar fram á níunda áratug síðustu aldar. Það er því aðeins einn maður í vinahópnum sem aldist upp við að slíkar veiðar væru stundaðar enda fjörgamall maðurinn. Hann var að sögn sjónarvotta hvergi nærri hættur á sunnudagskvöldinu í Vestmannaeyjum. Samkvæmt ábyggilegum heimildum Dalli.blog.is mun einn eitt skip Grænfriðunga(Greenpeace) vera á leið til Reykjavíkur til að mótmæla ólöglegum veiðum þess sem kunnugir kalla nú Hvalveiðimanninn. Spurning hvort það sé hægt að fá far hjá henni á næstu Þjóðhátíð ef ske kynni að ófært væri með flugi? Ég get því miður ekki svarað því að svo stöddu.

Maður helgarinnar er hins vegar án efa fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Þórólfur Árnason. Þvílíkur endemis meistari, alveg blekaður á þjóðhátíð og datt í það og söng með hópnum tvo daga í röð í partýtjaldinu góða. Þar sem GM vildi frekar kíkja á Sigurrós(skiljanlega) þá var partýtjaldið í þetta skiptið tvö mörk sem sett voru saman og svo plastað yfir. Ólíkt GM tjöldunum þá hékk það uppi allan tímann, maður hefur bara aldrei séð annað eins. Spurst hefur út að GM hafi farið austfjarðaleiðina tilbaka og tekið stopp á Kárahnjúkum en meira um það síðar…

,

Kveðja,

Sleggjan ykkar allra

Hverjir voru hvar

Mikið bar á skemmtanalífi landans um helgina og skemmti þotuliðið sér sem og annað fólk út um allt land. Það sást til Arion-piparsveinsins Charlie Maack á börum Akureyrar í fylgd með Billy Shake a.k.a. Dabba frænda, meðal annars sást Makkinn skiptast á munnvatni við eina innfædda. Þá barst okkur að Dr.GM hafi skellt sér á tónleika Sigurrósar í Ásbyrgi á föstudagskvöld og þar náð að tæma hugann við ljúfa tóna geldingsraddarinnar, eitthvað sem að doktornum veitti ekki af eftir vægast sagt erilsama tíma í Grafarhotlinu að undanförnu og mætti hann víst endurnærður til vinnu núna á mánudaginn. Sýslumaðurinn úr Húsasýslu var ásamt S.Ö.K. heima í bænum um helgina og V.I.P.-aðist nokkuð á laugardags- og sunnudagskvöld ásamt Fennsson, Gunna Þór og fleiri góðum mönnum. Þess misskilnings hefur gætt að Sökkurinn hafi verið maðurinn sem fannst kaldur, hrakinn og svangur núna undir þriðjudagsmorgun, það mun ekki vera rétt, sá maður var á austurlandi. En það stóð hinsvegar minniháttarleit að S(tefáni) Ö.K. en hann fannst einnig heill á húfi seint á mánudagskvöldið eftir að hafa verið tíndur í Kópavogi, Stefán var vel á sig kominn, hann var reyndar svangur og soldið þunnur. Djamm Brynjar og Tullinn dönsuðu eins og enginn væri morgundagurinn á Innipúkanum á NASA, þar voru þeir ásamt helstu framakonum innan feministafélags íslands, ungliðahreyfingar vinstri grænna, kárahnjúkamótmælendum og öðrum listaháskólanemum. Jói Trans sást í miðbænum með kinnalit og augnskugga en hann hafði fyrr um kvöldið borið sigur úr bítum í undankeppni í dragi, en fyrir áhugasama þá keppir Transarinn í lokakeppninni sem verður haldin á Gay Pride dögum á næstunni. Annars voru þessir helstu kappar allir staddir í mekka skemmtanalífsins, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem að Bjarni vann í því að efla sambönd sín í undirheimunum, en slapp samt við það sjálfur að vera einn þeirra u.þ.b 100 manna sem voru teknir með fíkniefni um helgina þó svo að talið sé að hann tengist einhverjum málanna. Einnig náði Bjarni sáttum við Hörpu Melsteð eftir deilur þeirra Sólstrandagæja við hana eftir Íslandsmótið í strandhandbolta um daginn, þar sem að hún hafði slátrað einum þeirra manna í lokaleiknum um neðsta sætið í riðlinum. Auk Bjarna voru Sleggjan, A.Brooklyn, Jói Fjal, Haffi Gamli, Raggi Sverris og Elli Grensás í Eyjum. Gústi Graði var víst fjarri góðu gamni á þessari þjóðhátíð enda var engin skipulögð hópferð í nafni kallana.is þetta árið. Nafn Ella Grensás hefur borið á góma í tengslum við óhuggulegt mál þar sem að kind og sauður fundust bundin við staur á leiðinni frá Bakka til Reykjarvíkur, ekki er þó vitað hversu mikið hann tengist málinu en það skal tekið fram að Raggi Sverris er ekki sauðurinn sem var bundinn við staurinn. Hólkurinn var víst bara rólegur í Búðardalnum um helgina, þar var hann ásamt Sigga Sull. Þar voru þeir bara einir í mjólkurbúinu og höfðu það gott, boruðu í nefið og stungu puttanum í rjómakarið til skiptis. Ekki er vitað hvar fleiri af framamönnum þessa lands voru staðsettir svosem DaWolf og Maggi Bö.

,

Vænta má ítarlegri frásögn frá þessum helstu úti- og innihátíðum á næstu dögum. Einnig ef að menn vita eitthvað meira en er talið upp hér að ofan mega þeir endilega setja það hér í kommentdálkinn að neðan.

,

Sýsli 


Fréttatilkynning:

Ákveðið hefur verið að sameina tvær af vönduðustu og vinsælustu bloggsíðum undanfarna missera, varla þarf að nefna þær en fyrir þá sem ekki hafa haft netsamband undanfarið er auðvitað verið að tala um síðurnar sleggi.blogspot.com og blog.central.is/sissmaniac. Náðst hafa samningar milli Sýslumannsins í Húsasýslu og hinnar margrómuðu Sleggju um eignaskiptahlutfall hinnar nýju síðu sem starfa mun undir merkjum Dalla. Hlutafé mun verða gefið út á næstu vikum og reiknað er með að það verði gefið út í Pesetum, þar sem tekið var upp Evruna á Spáni hefur okkur áhlotnast mikið magn af Pesetum sem ekki er hægt að nota þar lengur.  

Ekki náðist að klára úthlutun embætta innan nýju síðunnar fyrir verslunarmannhelgi en línurnar liggja nokkuð ljósar fyrir. Komin eru drög að væntanlegum vinnureglum og ekki er ósennilegt að einhverjir undirmenn verði fengnir til starfa. Menn hjá dalla.blog.is vita hvað þarf til að halda fólki ánægðu og fara þar vanir menn á ferð, þannig að óþreyjufullir bloggaðdáendur geta farið að hætta að vera óþreyjufullir von bráðar og tekið gleði sína að nýju. Ekki er búist við öðru en að Sleggjan verði sem fyrr jafn beittur í sínu máli og nafni sinn Kiddi Sleggja (Kristinn H. Gunnarsson) á alþingi enda fylgir það sleggjunafninu.  

Eitt af fyrstu verkefnum dalla.blog.is mun verða að taka saman verslunarmanna-helgarstemminguna vítt og breitt um landið.  

Ekki er hægt að gefa meira út að svo stöddu, en ég bið fólk um að fylgjast vel með strax eftir helgi því þá mun boltinn fara að rúlla af fullum krafti. 

Fyrir hönd Dalla

Sýslumaðurinn í Húsasýslu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband