Föstudagur, 15. september 2006
Gleðilegan flöskudag
Enn eina ferðina styttist nú óðum í helgina góðu og er ekki laust við að kverkarnar séu farnar að vætast töluvert.
Í Frostafoldinni þar sem Sleggjan hefur átt nokkuð fastan sess í hugum nágranna sinna sem óvinsælasti maðurinn virðist hann kominn í samkeppni þar sem ungur piltur er fluttur inn ská fyrir ofan. Þegar hann spurði að því hvernig væri með partýstand og hvort fólk hefði eitthvað á móti því í húsinu um daginn benti ég honum að sjálfsögðu á að þetta væri allt hið mesta rólyndisfólk og allt væri í góðu enda enginn leið að átta sig á því að fólk hefði eitthvað á móti partýstandi á fimmtudagskvöldi í partýi sem einungis átti að standa til 11, en síðan væri haldið á busaball Versló á hinum síþreytta stað, Broadway.
Þessi menntaskólaböll eru nú allt annar handleggur enda er gjörsamlega búið að eyðileggja þá góðu hefð með sömu forsjárhyggjunni og bannaði bjór á klakanum okkar allt til ársins 1989. Eftir því sem ég fæ best skilið þá mega þau ekki vera lengur en til eitt, sem þýðir að fólk þarf að mæta í síðasta lagi 11 sem aftur þýðir að þessi normal landsliðsmaður þarf að vera kominn í glas í hádegishléinu í skólanum til að finna eitthvað á sér á ballinu. En nóg um það
Þegar fyrrverandi Robbie Savage stigagangsins ætlaði að skella sér á fóstbræðrakvöld til Sýslumannsins, ásamt fleiri góðum mönnum um 10 leytið, var lögreglan að sjálfsögðu mætt hérna fyrir utan farin að ræða við einhverja unglinga sem einfaldlega voru að gera sér glaðan dag. Sjálfsagt hefur einhver einhver nágranni minn hringt þá á staðinn en það verður að viðurkennast að undirritaður er nokkuð leiður yfir þessu öllu saman enda honum aldrei tekist að fá lögregluna í partý til sín á Sleggjustöðum en það stendur allt til bóta eftir þessa reynslu.
Partý þetta fór reyndar mest fram á stigaganginum en það breytir ekki því, þessir fordómar gegn unglingadrykkju ná engri átt lengur. Án þess að vilja vera að skjóta of föstum skotum á minn gamla skóla þá týndi Sleggjan að sjálfsögðu upp draslið hér fyrir utan þegar hann kom heim og reyndust áfengis og sígarettupakkarnir ekki vera af betri sortinni. Allar flöskurnar voru annað hvort Breezer eða Miller bjór og sígarettupakkarnir mest Capri en þó nokkrir light. Ég veit hvaða ímynd minn gamli skóli hefur en allt í einu snerist mér örlítið hugur. Ef djúsgos og amerískt sull er allt sem þetta lið kann að drekka þá skil ég vel að lögreglunni hafi ofboðið. Kannski er þetta fólk bara ekkert tilbúið í að drekka. Allavega mun Sleggjan ekki benda á hafa lægra í næsta partýi heldur frekar að drekka alvöru áfengi, það er nokkuð ljóst að það verða ekki týndir upp fleiri amerískir bjórar, breezerar og Capri sígarettupakkar, enda fór ég með þetta beint í ruslið. Ekki ætla ég að mæta í endurvinnsluna með fulla poka af þessu. Eins og skáldið sagði er reppið það eina sem maður á í lífinu og það er því betra að fara vandlega með það.
Nú kann fólk að spyrja sig hvað orsaki þessa fádæma góðmennsku í Sleggjunni? Farinn að týna dósir og rusl eftir partý annara?
Nei hér er maður sem ólíkt Elvari hugsar lengra en nefið nær. Hér hefur verið komið í veg fyrir ósætti nágrannana og því er alls ekki ósennilegt að mér verði launað það í sömu mynt, þ.e. næst þegar DJ Sisqo Gomez þeytir iTunes á Sleggjustöðum. Eins og menn vita nálgast október nú óðfluga, og í október höldum við Þjóðverjar hátíðlegt það sem við kjósum að kalla Októberfest þannig að þeir sem ekki voru búnir að átta sig á því er bent á að drífa sig í að safna yfirvaraskeggi, síðu að aftan og að sjálfsögðu að panta sér alvöru bratwurst pylsur frá landinu helga.
Það er sjálfsagt að benda á að myndin hér að ofan af mér og Haffa, frá kveðjuhelgi þess gamla, var tekin fyrir utan Prikið þar sem hann hafði kófsvitnað eftir villtan dans við dömurnar. Reyndar á hann í einhverjum vandræðum með að átta sig á West Coast merkinu enda kom það til nokkuð eftir hans tíð.
Víst það er komið í tísku að hefja þjóðarátök hefur Sleggjan aðeins eitt í huga, að við öll sem eitt berjumst gegn þeim fordómum sem unglingjadrykkja hefur orðið fyrir undanfarin ár.
Annars eru ykkar börn næst.
Fyrir hönd Dallamanna,
Sleggjan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 8. september 2006
Spámaður númer 3, Jóhann Flagar von Svíþjóð
Jæja góðir lesendur þessarar hratt vaxandi heimasíðu, Dalli.blog.is. Hérna kemur fyrsti pistill minn frá Svíþjóð sem er liður í alþjóðavæðingu Dalla og með honum fylgir spá næstu umferðar í enska boltanum. Það er mér heiður að vera fyrsti pistlahöfundurinn sem skrifar af alþjóðavettfangi.
,
Jæja nú hef ég arfleitt fyrirliðabandinu af mér, og er sestur á skólabekk á nýjan leik þó fyrr væri. Seinustu fregnir herma þó að Ragnar Sverrisson, maðurinn sem ég kvaddi fyrirliða hafi verið sviptur. Þær fréttir komu mér í opna skjöldu og harma ég það mjög að ákvörðun mín á næsta fyrirliða hafi gengið forgörðum. Fékk þó þær fréttir jafnframt að Einar Sleggja Finnbogason hafi verið gerður að nýjum fyrirliða og þykir mér sú ákvörðun sína að landsliðið er í réttum höndum á leið uppá við. Einar hefur veigamikla reynslu á sviði drykkju og kvennamála og held ég að liðið geti vart orðið sterkara en það er nú, nema þó jú með endurkomu fyrirliðans og eins af stofnendum þessarar nýlendu.,Hér í Svíjaveldi er allt gott að frétta þó, fyrir þá sem hafa áhuga á gengi mínu hér. Skólinn er magnaður og fólkið gríðarferskt. Komst þó að því að Íslendingar eru ekki algengir hér á götunum, og hafði ég á orði á pöbb um daginn Icelanders are as rare as pandabears, rare, and really georgeus to look at, but u cant touch them, they may bite svo tók ég nett aaarrrrggghhh og það heyrðust drophljóð víða um dansgólfið!!! Ég veit fyrirliði á alþjóðavettfangi.
,
Ég veit nú ekki hvernig ég get látið þessa færslu hljóma spennandi nér fyndna... þar sem maður er hér einn eru flestar sögur kannski had to be there og þess vegna ætla ég ekki að vandræðast með sögur hér. Hér eru framin morð aðra hverja helgi og yfirleitt vegna afbrýðisemi eða haturs, og hef ég ákveðið að koma ekki óorði á Fjalars nafnið hérna um hríð allavega. Ætli ég geti ekki komið með skemmtilegri pistil eftir næstu helgi, en Stefán Örn Kárason og Bjarni Jóhannsson eru að lenda hér á morgun þegar þetta er skrifað. Og verða væntanlega ein eða tvær skondnar Sögur á ferðinni þá!!
,
En að spánni, og hef ég í huga að gera betur en Bjarni og Doktorinn og stefni jafnframt á að gera betur en þeir tveir til samans. Við skulum nú sjá hvernig með reiðir af, en ég hef nú sjaldan verið þekktur fyrir að vera getspár, þó ég hafi einu sinni unnið 1300kr á lengjunni.
,Everton Liverpool
Hér er það fyrsti alvöru nágrannaslagurinn í vetur sem fram fer á Goodison. Everton menn hafa verið í stuði nú í upphafi móts, og eru með yfirlýsingar á netinu. Liverpool menn hafa ekki verið sannfærandi í upphafi og er því óneitanlega jafnteflislykt af þessum leik og spá ég 1-1. Cahill eða Johnsson fyrir Everton og jafnvel að minn maður í Liverpool liðinu Crouch seti hann fyrir Poolara.Arsenal Middlesbrough
Jæja þá eru það mínir menn og þrátt fyrir slaka byrjun á mótinu, hafa þeir bætt við sig þremur nýjum leikmönnum. Boro hafa verið að spila ágætlega að utanskildu skíttapi fyrir Portsmouth um daginn. Ég verð trúr mínum mönnum, enda held ég að reynsluleysi Southgate sem þjálfara muni gera það að verkum að hann nái ekki að rífa þá upp. Babtista og Gallas spila sinn fyrsta leik á Emirates, leikurinn endar 3-1 og Henry setur 2 og Adebayor klínir einu. Einhver leikmaður yfir þrítugt mun skora fyrir Boro en ég treysti mér ekki í nefna hver.Bolton Watford
Hér spái ég leikmönnum Big Sam öruggan sigur þó svo þeir skori nú ekki mikið. Leikurinn endar 2-0 fyrir Bolton og að venju verður það eftir föst leikatriði. Giannakopoulus mun setja eitt með skalla og Diouf setur eitt eftir að brotið hefur verið á einhverjum gömlum í teig Watford.Chelsea Charlton
Jæja aldrei gaman að tala um Chelskí, en ætli maður verði ekki að gera að gera það hér. Þetta verður nú ekki strembinn leikur fyrir Rússana, 3-0 fyrir þeim, enda á heimavelli. Leikmenn Dowie hafa ekki verið að spila vel, og Hermann verður þeirra besti maður, spái að hann geri öðrum liða greiða og fótbrjóti Shevchenko eða Ballack. Mörk Chelskí í þessum leik skora Lampard, Drogba og Terry. Ashley Cole spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu og væntanlega þann síðasta, því gömul meiðsli taka sig upp á þungu og vondu grasinu á Stamford.Newcastle Fulham
Hér erum við með tvö lítt skemmtileg lið. Þessi leikur endar óvænt með sigri Fulham 1-2. Stjórn Newcastle hlýtur að fara að átta sig á því að ráðningar þeirra á knattspyrnustjórum er ekki upp á marga fiska. Heiðar og John setja hann fyrir Fulham, en það verður óvænt mark frá Luque sem kemur Newcastle á bragðið í þessum leik.Portsmouth Wigan
Leikmenn Portsmouth hafa verið að spila vel í byrjun móts og spá ég að þeir haldi því áfram hér, þó svo að Wigan sé með þokkalegt lið. Held reyndar að þessi leikur endi með Jafntefli og spá ég því 1-1 og það verður Kanu fyrrum Arsenal maðurinn sem setur hann fyrir Portsmouth, og jafnvel að nýji leikmaður Wigan Zinedine Kilbane skori úr aukaspyrnu fyrir gestina.Sheff Utd Blackburn
Nýliðar Sheff Utd munu ekki ríða feitum hesti frá þessari viðureign þó svo að leikmaðurinn sem kenndur er við mig, Ade Akinbyi sé að spila með þeim, þá mun Brad Friedel verja eins og berserkur frá honum. Blackburn sigra hér sinn fyrsta leik í deildinni í vetur 0-2 með mörkum frá hinm feikisterka Jason Roberts, og svo mun nýji leikmaður þeirra Shabani Nonda þrumbla inn einu.Man Utd Tottenham
Hér erum við komin í einn stórleik þessarar umferðar, Man Utd hafa byrjað þetta tímabil feikilega vel og andstæðingar þeirra hafa þó ollið töluverðum vonbrigðum. Spái ég því að Man Utd vinni þennann leik með 3 mörkum gegn 1. Jermain Defoe mun skora fyrir Spurs, og jafna leikinn í 1-1 en lengra komast þeir þó ekki. Michael Carrick mu jafna gegn síunm gömlu félögum, og svo mun Saha og hinn síungi Solskjaer skora fyrir Utd.West Ham Aston Villa
West Ham hafa keypt tvo ansi hreint sterka leikmenn til sín nú á síðustu dögum og mun það reynast þeim vel í vetur. Aston Villa hafa hins vegar ekkert keypt en þó fengið hinn snjalla ONeill til liðs við sig. Villa menn hafa verið að spila vel og einnig West Ham. Þessi leikur er því erfiður, en ætla ég þó að spá West Ham sigri, þó ekki til að pirra DJ Sisqó. Þessi leikur mun enda 2-1 og verður það Abgnonhalor sem skorar fyrir Villa en þeir Harewood og Tevez, munu tryggja Hömrunum 3 stig í þessum leik.Reading Man City
Íslendingaliðið Reading er ekki með ýkja sterkt lið. Man City hafa verið að spila feikivel og lögðu mína menn um daginn. Þó ætla ég að spá hér jafntefli og mun þessi leikur enda 0-0. enda bæði lið ekki með neina alvöru markaskorara í sínum herbúðum. Þó myndi það ekki koma mér á óvart að þetta yrði markaleikur, en ég læt sitja við 0-0.
,
Já þá er þessari spá minni lokið, og vona ég að mér reiði betur af enn kollegum mínum á undan. Það yrði hræðileg niðurstaða fyrir mig að lenda neðar en þessir tveir og vona ég að svo verði ekki. Nú sit ég bíð eftir að fá Bjarna og Stebba til mín hérna og er bjórinn að kólna í ískápnum akkúrat núna. Þessi helgi verður ekki aðeins station helgi hérna heldur tvöföld, því áætluð drykkja er 4 dagar. Þó verð ég að mæta í skólann meðan þessir tveir heiðursmenn munu sofa úr sér, þá næ ég því ekki og harma ég það. En þangað til næst kveðjur úr svíjaveldi.
,
Pandabjörninn Flagari!!
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 5. september 2006
Óskanna verður Oksana
Við Dallamenn viljum byrja á því að votta einum af skemmtilegri mönnum síðustu ára, Steve Irwin virðingu okkar og ekki er ólíklegt að fleiri séu á sama máli. Okkur finnst það sérstaklega leiðinlegt að Steve, sem hefur gælt við krókudíla líkt og aðrir leika sér við kettlinga, hafi síðan fallið fyrir skötu. En skatan er þekkt fyrir lítið annað en að vera útmigin á borðum Íslendinga á Þorláksmessu. Stevie Irwin RIP.
,
Við hentum inn skoðanakönnun hér til hliðar, hún er hugsuð til að kanna áhuga manna á Dallamyndum sem hafa verið við lýði undanfarnar vikur en myndavélin var hvíld núna um helgina. Við hvetjum menn og konur til að kjósa þannig að við sjáum hvort að menn kíki eitthvað á þær.
,
Eins og oft vill verða var tekin station-helgi á þetta. Ég held að ég sé einn til frásagnar um það sem gerðist þessa helgina þar sem að Sleggjan varð fyrir því óláni að láta áfengið hlaupa með sig í gönur. Hann ætlaði að vera á myndavélavaktinni en varð fyrir því óláni að týna myndavélinni og verður að nýta tekjur sínar af dallasíðunni til að fjárfesta í nýrri, ef að könnunin kemur vel út þ.e.a.s.
,
Á sunnudagsmorgun komst upp um mikinn miskilning sem hefur átt sér stað að undanförnu. Mun þetta vera einhver mesti misskilningur síðan upp komst að Dósa-Skæringur heitir ekki Skæringur heldur Guðmundur og varð þar með að Dósa-Guðmundi. Ég ákvað að skella mér á Quiznos á heimleið ásamt Sveini Bomber, Rauðu eldingunni og Skóakim Manager. Við vorum rétt að fara að panta þegar að Lenny birtist, en fyrir þá sem að vita ekki hver Lenny er þá átti hann hin fleygu orð uss Kalli maður, hann er engum líkur. Lenny heilsaði mér eins og við höfðum síðast talast við bara í gær þó að ég hafi varla séð hann frá því í útskriftarferðinni út á Krít fyrir 4 árum. En þegar við vorum komnir að því að fara að borga þá er eldri maður að afgreiða þar, gæti trúað að hann væri sá sem að ræki þetta. Það væri samt soldið fyndið ef hann væri ekkert yfir þarna, að hann talaði bara eins og yfirmaður til að lúkka betur og vill að fólk haldi að hann eigi búlluna. Allavegana þá spyr ég hann hvort að Óskanna sé ekkert að vinna (sem er hér á myndinni efst). Hann kveikir ekki alveg strax, ha Óskanna hver er það en eftir smá stund þá segir hann já þú ert að meina Oksana þá hefur það verið lesblinda mín sem hefur orsakað það að þessi misskilningur fór af stað. En það sem er kannski jákvætt við þennan misskilning er að ef að Oksana fær sér íslenskan ríkisborgararétt, sem er ekki ólíklegt, þá getur hún tekið bara upp nafnið Ósk Anna. Annars vil ég biðja Oksönnu afsökunar á þessu. En sá gamli segir hana vera alveg dúndur starfskraft, get rétt ímyndað mér að það sé vegna þess að íslenska liðið sem vinnur þarna er ekki upp á marga fiska og síðan skemmir það ekki fyrir að Oksana sættir sig við svona 200 krónur á tímann í næturvinnu. Fyrir þá sem að vilja hitta á kelluna þá tjáði Fake-yfirmaðurinn mér það að hún myndi mæta um næstu helgi.
,
En svona að lokum gott dæmi um það að Oksana sættir sig við 200 kall á tímann. Gunni bróðir (Vélin) var í æfingaferðalagi með HK í fyrra í Litháen. Hann og einn liðsfélagi voru of seinir í einn leikinn og þurftu að taka taxa. Það er þannig í Litháen eins og á Krít og fleiri stöðum að maður þarf að semja fyrirfram um verð við leigubílstjórana annars geta þeir sett upp uppsprengt verð. Það gleymdist í æsingnum hjá Gunna og félaganum, svo þegar að komið var á leiðarenda þá ætlaði leigubílstjórinn heldur betur að græða á þeim og rukkar þá um andvirði 150 íslenskra króna fyrir ferð sem venjulega átti að kosta 30 krónur. Þeir að flýta sér sprungu bara úr hlátri og réttu honum andvirði 200 króna, sögðu honum bara að eiga afganginn og drifu sig í leikinn. Leigubílstjórinn skítugi hefur væntanlega ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið.
.
Fyrir hönd Dalla frænda
Sýslumaðurinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 1. september 2006
Spá Bjarna storms langt frá því að ganga eftir
Við Dallamenn viljum biðjast velvirðingar á hversu dregist hefur að skrifa þessa grein, en það hefur verið vegna launadeilna okkar bræðra við Dalla frænda. Þetta mun ekki vera það sem koma skal og mun dalli.blog.is halda áfram sem aldrei fyrr.
,
Sá maður sem hefur grætt hvað mest á þessum launadeilum er líklegast Boro-Bjöllinn, því spá hans hefur kannski að einhverju leiti gleymst. Hann átti eina arfaslökustu spá sem menn muna eftir, það getur ekki talist gott að ná einungis þremur réttum af tíu mögulegum og þessir þrír sem hann hafði rétta var nú eitthvað sem að sjálfur Dalli frændi hefði meira að segja getað spáð fyrir um. Þau tvö lið sem að hann reyndi mest að skíta út unnu bæði sannfærandi sigra í sínum viðureignum, til að kóróna helgina beið Middlesboro síðan afhroð og var það eins konar punkturinn yfir i-ið í spá Bjarna. Ef menn hafa sérstakar óskir um að vera spámenn næstu umferða þá er um að gera að einfaldlega að setja inn beiðni í komment. Hins vegar verður engu lofað um hvort menn komist að enda biðlistinn orðinn nokkuð langur, en það er þó aldrei að vita hvað hægt er að gera fyrir rétta menn.
,
Annars er fullseint í rassinn gripið að vera með einhverja ítarlega úttekt á viðburðum síðastliðinnar helgar. Þó er vert að minnast á það að kveðjupartý var hjá Haffa gamla á laugardagskvöldið. Þar sem að hvalveiðimaðurinn sleppti fengnum sínum frá því í Eryjum var ekkert hvalkjöt á boðstólunum. Aftur á móti voru þessi dýrindis rif sem fengu góðar undirtektir frá öllum og meira að segja hefði rifjakóngurinn verið stoltur af þessu. Menn skelltu sér síðan í pottinn og skrúbbuðu þar fótasveppina af hvorum öðrum, en ruku hinsvegar uppúr einn á fætur öðrum þegar að sonur rifjakóngsins tók sig til og skeit í pottinn. Nett flipp það. Farið var í fyrra lagi í 101, og byrjað á einhverjum austurrískum stað að nafni Kaffi Vín. Á þann stað var oft farið fyrir nokkrum árum og fengið sér nokkra kalda en það verður að viðurkennast að sú tilfinning sem var fyrir þeim stað var smituð af hinum þekktu Turtles heilkennunum. Þar halda sig núorðið meðlimir í KF Nörd og aðdáendaklúbbur Marilyn Manson á íslandi. Turtles heilkennin lýsa sér þannig að hlutirnir eru mun betri í minningunni en þeir eru síðan í raunveruleikanum þegar þeir eru skoðaðir aftur. Nú eru sjálfsagt margir að velta fyrir sér hvort Turtles heilkennin séu að einhverju leyti líka Stokkhólms heilkennunum sem mikið hafa verið í umræðunni vegna mannfunds í Austurríki en hér er verið að blanda saman vodka og mjólk. Stokkhólms heilkennin eru einmitt þannig að þér er rænt og fer síðan að þykja vænt um ræningjann, með öðrum orðum vont en það venst. Þess ber að geta að þessi fróðleiksmoli dagsins var í boði Natöschu Kampusch og kunnum við Dallamenn henni bestu þakkir fyrir það.
,
Á myndum frá helginni má sjá gríðarlega stemmingu sem myndaðist þarna á Kaffi Vín þar sem menn eru lesandi Fréttablaðið og jafnvel lögðu sig bara. En sem betur fer drifu menn sig þaðan og héldu á hina betri staði bæjarins þar sem stemmingin var sem aldrei fyrr.
,
Nokkrir áhugaverðir punktar um komandi helgi koma ekki síðar en á morgun. Einnig verður hugsanlega komið inná það þegar gangandi vegfarendur sem áttu leið sína framhjá Frostafold 30 í gær fengu nett hjartaáfall þegar þeir sáu dósirnar sem þar var verið að telja. En heilt fjall myndaðist í miðjum garðinum.
,
Dallamenn vilja að lokum minna á Stokkhólms-heilkennið og benda mannræningjum á að þetta getur verið svolítið erfitt fyrst en ef menn leggja sig fram og hafa trú á verkefninu þá ætti þetta allt að blessast. Það gildir í mannránum sem öðru.
,
Kveðja,
Dalli frændi og fulltrúar hans í Sódómu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 26. ágúst 2006
Spámaður þriðju umferðar, Boro-Bjarni
Doktorinn lagði línurnar í síðustu viku, honum tókst ágætlega upp og náði helmings vinningshlutfalli. Núna er röðin komin að Bjarna, hans menn unnu góðan sigur í vikunni eftir óvænt tap í fyrstu umferð. Það á eftir að koma í ljós hvort að of mikið hafi ekki verið lagt í spaugið hjá Bjarna að þessu sinni og það komi niður á árangrinum hjá honum. En við skulum fjölyrða meira um það og gefum boltann yfir á sérfræðing vikunnar, Hér er spá Börv:
,
Liverpool - West HamAðeins Chelsea hefur eytt meira fé í leikmannakaup en Liverpool á þessu ári, 30 milljónir punda og 6 nýjir leikmenn hafa birst. Spænska nýlendan hefur ekki virkað sannfærandi hvorki í forkeppni Meistardeildar né í fyrsta deildarleiknum. Mikil meiðsli hrjá liðið þessa stundina og sérstaklega í varnarlínunni. Gamli tréhesturinn Hyypia mun lenda í vandræðum með kjötstykkið M.Harewood sem á eftir að setja hann en eins og vanalega mun langbesti maður Liverpool, Steven Gerard jafna leikinn og bjarga deginum. 1-1
Wigan - ReadingWigan gerðu kjarakaup með kaupa Heskey á aðeins 4 milljónir punda. Heskey mun valda usla í vörn Reading og skapa sér fullt af færum en að sjálfsögðu klúðra þeim öllum eins og venjulega. Ívar og Brynjar Björn verða væntanlega báðir í byrjunarliði Reading. Það er nú stutt síðan ég hitti Brynjar á Hverfisbarnum þar sem ég ítekaði við hann að það sé stutt í kúkinn ef menn eru ekki á tánum, ég er ekki viss um að hann muni eftir öllu sem ég sagði því hann var alveg agalega Bjölvaður. Henry þeirra Wigan manna er orðinn þreyttur á að lifa í skugganum á Arsenal-Henry og mun hann því setja hann en að sjálfsögðu jafnar góðvinur minn, Ísbjörninn Brynjar eftir klafs í teignum. 1-1
Watford - Man UtdJá Man U hafa verið óstöðvandi þrátt fyrir að vera aðeins búnir að eyða broti af því sem Chelsea og Liverpool hafa eytt. Mikið vanmat mun samt einkenna þennan leik hjá Rauðu Djöflunum. Babyface, Norska gæðablóðið mun þó koma þeim til bjargar og setja 1 og leggja upp annað í seinni hálfleik. Það verður stanslaust púað á Ronaldo og mun það koma í veg fyrir fleiri mörk. 0-2
Tottenham - EvertonÞrátt fyrir að Tottenham hafi ekki náð að kaupa Downing frá Boro eru þeir ekki svo illa staddir. Búnir að kaupa Berbatov sem er byrjaður að hitna. Alan Stubbs og félagar í vörninni hjá Everton eiga ekki séns, þetta verður léttur sigur hjá Spurs. 3-0
Fulham - Sheffield UtdFulham eru eitraðir heima, þetta verður öruggur sigur þar sem Heiðar Helgu verður með 2 eftir föst leikatriði og Brian McBride 1. Þrátt fyrir það er einn maður sem Jóhanni Fjalari hefur oft verið líkt við á velli, Ade Akynbi í Sheff Utd. Eftir frábæra frammistöðu á móti Liverpool Er Ade orðinn einn heitasti framherjinn á Englandi. Það er ekki nóg að vera með einn góðan mann í liðinu eins og við Íslendingar þekkjum en hann mun staðfest setja 1 mark en því miður er það ekki nóg. 3-1
Charlton - BoltonVerður steindautt jafntefli þar sem Hermann Hreiðars mun éta öll þessi löngu innköst frá Bolton. Ian Dowie mun öskra allan leikinn en líkt og Hjá Palace mun það skila litlum árangri. Hasselbaink á eftir að vaða uppi og mata félaga sína sem eiga eftir að klúðra öllum færunum. 0-0
Man City - ArsenalEngin Ashley Cole og engin Reyes, en það er líf eftir þá. Galdramaðurinn Henry mun flengja Richard Dunne og smella 2. Ruddinn Ben Thatcer mun reyna kyrkja dómarann en hann sleppur með gult enda gæðablóð utanvallar. Þrátt fyrir að sakna Ray Parlour mikið í þessum leik munu Arsenal klára þetta, Parlour til heiðurs. 0-2
Aston Villa - NewcastleFyrrum Evrópumeistarar Aston Villa eru enn að sleikja sárin eftir að hafa selt alla sínu bestu menn til Boro. Southgate, Boateng og Ugo E eru fyrirmyndir sem leikmenn Villa reyna að líkjast með litlum árangri. Árangur Villa hefur verið niður á við undanfarin ár svo ákveðið var að stokka upp. Marteinn var ráðinn Knattspyrnustjóri þó ekki hinn eini sanni Marteinn G eða MG eins og hann er kallaður. Liðið var líka selt hæstbjóðanda eftir að elliærin D. Ellis hafði tapað veðmáli naumlega að Markus Alback myndi setja fleiri mörk með Villa en Henry með Arsenal. Nýr sjóri og nýjir eigendur en bíddu við, það gleymdist eitt nýjir leikmenn æjæjæjæ. Já Villa er eina liðið sem fékk enga nýja leikmenn fyrir utan 16 ára síamstvíbura frá Sviss sem eiga víst að vera mikið efni. En þeir eiga ennþá Milan Bjarnos sem mun setja hann á laugardag ef hann verður með, en það dugar skammt gegn undrabarniu Obafemi sem mun setja 3. 1-3
Blackburn - ChelseaLeikmenn Chelsea eru enn að skeina sér eftir að hafa verið teknir í þurrt seinasta miðvikudag. En Chelsea tapa einfaldlega ekki tvisvar í röð. Þetta verður léttur sigur hjá Chelsea 3-0, þar sem Lampard setur 2 og Úkraínumaðurinn 1. Blackburn fá að minnsta kosti 1 rautt spjald í leiknum sem þykir lítið á þeim bænum, kæmi ekki á óvart ef það væri Lucas Neill. Chelsea tapar ekki leik næstu 15 leikjum spái ég og hampa titilnum í vor.
Boro - PortsmouthEftir léttan æfingaleik í vikunni verður bara formsatriði að klára Chelsea-wannabe. Að vera með Rússa sem eiganda er tískubóla sem löngu er sprungin. Harry Houdini gerði samt eitt gott í sumar að fá Kanu sem ég er virkilega ánægður með. Hvað nú, ha Kanu Toppstriker, isss þetta er móment sem iljar manni alltaf um hjartarætur. Ef Boro verður ekki með vanmat þá verður þetta öruggur sigur, spurning samt hvort Kanu laumi ekki einu. 3-1
,
Kveðja, Bjarni Jóh (ekki fyrrverandi þjálfari Blika samt)Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 25. ágúst 2006
Þjóðarsálin: Mótmælendur
Það var ákveðið á síðasta stjórnarfundi Dalla Group að reyna gera Þjóðarsálina að vikulegum pistli þar sem þemað er að kvarta yfir hlutunum, svona í anda gömlu Þjóðarsálarinnar sem var á dagskrá Rásar 2 hér á árum áður. Það má hins vegar deila um hversu góðar undirtektirnar voru við fyrstu Þjóðarsálinni ef að tekið er mið af athugasemdunum við þá færslu. Einu athugasemdirnar voru deilur milli Stebba og Bjarna, en það er reyndar alveg í anda þjóðarsálarinnar og ekki verra að vera með óþarfa tuð í kommentadálknum eins og Bjöllanum tókst svo vel til í Pizza Hut færslunni.
Að þessu sinni viljum við Dallafrændur kvarta yfir Dr.GM og öðrum svokölluðum mótmælendum. En eins og flestir vita fór Doktorinn á Sigurrósar tónleikana í Ásbyrgi um verslunarmannahelgina. Hann fór austurleiðina heim og kom við á Kárahnjúkum og er meðfylgjandi mynd þaðan, á henni má sjá lögregluna á Reyðarfirði reyna að hafa hemil á doktornum.
Til að kynna sér gaumgæfilega heim mótmælenda fóru Dallamanna til Helga Hóseassonar, eina atvinnumótmælenda Íslands, en hann undirbýr nú óvenju kraftmikla herferð gegn því illa í heiminum. Að þessu sinni segist Helgi aðallega ætla að beita herferðinni á Langholtsveginum og berja landsmönnum baráttuhug í brjóst, ef ekki þá skvetta á menn baráttuhuginn enda búinn að koma upp heilli geymslu af skyri fyrir herferðina góðu. Þegar Dallamenn reyndu að ná af frekara honum tali gargaði Helgi einkunnarorð herferðinnar nýju en hér má sjá mynd af honum með skiltið góða. Dalli vill því eindregið benda þessum amatörum fyrir austan að læra af meistaranum mótmæla einhverju sem skiptir máli og bæta við nokkrum skyrskvettum ef illa gengur. Það hefur engan drepið, svo er skyrið líka svo hollt. Myndin af nýja slagorðinu má sjá hér að neðst ef ýtt er á linkinn "fleiri myndir"
Megnið af þessum mótmælendum ku vera Skotar og ekki er ólíklegt að þetta sé eitthvað lið sem að Dr.GM hefur dregið með sér þaðan. Þeir örfáu Íslendingar sem þarna eru hafa örugglega fæstir séð Kárahnjúka áður og örugglega varla vitað hvað Kárahnjúkar voru, efast um að þeir hafa farið út úr póstnúmeri 101. Hvernig væri fyrir þetta lið að leggja hasspípunni og fara að fá sér vinnu, taka sér félaga sinn Dr.GM til fyrirmyndar sem vinnur eins og enginn sé morgundagurinn og getur samt mótmælt. Einhverjir kynnu þó að kalla Dr.GM frístundamótmælenda en við hlustum ekki á svoleiðis.
Að vísu hefur minna borið á þessu pakki undanfarna daga, en með hverjum rólegum deginum sem líður þá styttist í að ná þurfa í GM og skoska gólfbræður hans enn eina ferðina uppí krana. Doktornum til varnar þá fer hann ekki uppí hvaða krana sem er heldur bara tegundir sem honum líkar vel við en hann hefur oft verið staðinn af því að neita vegna þess að hann vill ekki fara í svona djöfulsins drasl.
Mótmælendurnir kvörtuðu mikið yfir harðræði lögreglunnar, að lögreglunni hafi dirfst að ýta í þá eða handtaka þegar þau neituðu að verða við skipunum löggunar. Einna harðast í þeim ásökunum gekk lögfræðingurinn Ragnar Aðalsteinsson sem tíndi til einhver atvik án þess að hafa þau í neinu samhengi, hann flutti einnig lygasögur frá mótmælendunum sjálfum og var engu líkara en hann hefði bara verið á staðnum sem hann var auðvitað ekki. Það er það sama með hann og Doug Ellis fyrrverandi eiganda Aston Villa, þeir eru orðnir allt of gamlir og ruglaðir fyrir þetta.
Af hverju geta þessir mótmælendur ekki bara farið til Íraks og mótmælt þar, spurning hvort að þeir myndu ekki týna tölunni einn af öðrum.
Hvernig væri það að fara þarna austur og mótmæla mótmælunum? Gætu mótmælendurnir verið eitthvað fúlir út af því? Bara svona pæling, greinilega einhverjir fleiri sem hafa pælt í því, grípum hér niðrí frétt af austurlandid.is (http://www.austurlandid.is/?frett_id=401) : Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sátu tveir úr hópnum Saving Iceland við veginn um 500 metra frá álverslóðinni og fylgdust með félögum sínum uppi í kranabómunum. Þá kom að bíll og fólk í bílnum gerði sér lítið fyrir og hellti úr 2 lítra Kókflösku yfir mótmælendurna og ók síðan áfram. Þetta verður að teljast nokkuð gott framtak og er eitthvað sem að aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar.
Við Dallamenn viljum mótmæla mótmælendunum og endum á orðum Helga Hós því til stuðnings. (endilega kíkið á snillinginn hér að neðan undir "fleiri myndir")
Krosslafur blæti RÍÓ smollin kríaði mömmu sína!
Lifið heil.
Dallamenn
Þjóðarsálin | Breytt 26.8.2006 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. ágúst 2006
Ferðasaga Haffa..
Það gerast ýmis ævintýrin í Vestmannaeyjum eins og löngum hefur sýnt sig. Einn sá versti seinnipartur af Þjóðhátíð sem við Dallamenn höfum heyrt um er þó ævintýri þess gamla þegar tók að líða á seinni hluta þessarar ágætu hátíðar. Það var því lítið annað í stöðunni en að fá þann gamla til að skrifa inn pistil til að reyna að koma okkur í skilning um hvað gekk á í höfði þessa smávaxna manns. Dalli frændi vill biðja ykkur um að spenna beltin vel og njóta ferðarinnar.
,
"Vondur Sunnudagur"
Þeir sem lagt hafa leið sína til Vestmanneyja fyrstu helgina í ágúst, á svo kallaða Þjóðhátíð, hafa án efa gengið í gegnum ófáar eldraunir. Ofurölvun, tjaldleysi, kynjasamskipti og veðurguðir spila oft lykilhlutverk í þeim efnum. Sjálfur hef ég lagt leið mína í Herjólfsdalinn síðustu fimm ár og tel mig vera orðinn flestu vanur þegar kemur að Þjóðhátíð. Mánudagarnir, sem eru einskonar vondir sunnudagar", hafa oftar en ekki verið manni þungur baggi enda andlegt og líkamlegt ástand í takt við svefnleysi og ofdrykkju. En að þessu sinni gekk mánudagurinn fjöllunum hærra.
Klukkan er að ganga miðnætti og leiðin liggur í Herjólfsdal. Búinn að sofa í um það bil fimm tíma samanlagt síðastliðnar tvær nætur og þar sem nýrun hafa ekki haft undan alla heglina var bjórinn löngu hættur að virka og stór peli af dræ Koskenkorva vodka hefur tekið við. Í Dalnum bíða undurfagrir tónar Árna Johnsen með lög á borð við Þykkvabæjarrokk.
Fljótlega týndi ég fólkinu eins og gerast vill og ekki ætti að þrufa að taka það fram að síminn sem með fór til Eyja var löngu horfinn, þá var ekkert annað að gera en að skella sér á veiðar. Til að gæta nafnleyndar eins og sannur Dallamaður kýs ég að kalla fenginn Hrefnu. Búið var að landa fengnum í eitthvað heimahús þegar ég ákveð að fara fram og fá mér vatnssopa. Mér til mikillar undrunar hitti ég Gullu á leið minni inn í eldhúsið og hún tjáir mér að strákarnir séu farnir heim! Heim? spyr ég furðulostinn og fæ að hringja hjá henni. Já feður mínir og bræður. Sleggjan svarar og segist vera komin á Hvolsvöll (klukkan var u.þ.b. 7 um morguninn!! ) en strákar séu enn í Eyjum. Ég hringi í Flagarann og hann tjáir mér að hann sé mættur á flugvöllinn en Faggi Perris sé enn á tjaldsvæðinu og ég ætti að geta náð í hann og flogið með honum heim. Ég hringi þá í Fagga en það er slökkt á símanum.
Ég ákveð að drulla mér á tjaldsvæðið og ná í Ragga, en þegar á hólminn varr komið var engann Ragga að sjá. Aðkoma tjaldsvæðisins minnti mig helst á Hirosima hér um árið. U.þ.b. tíu töld í misgóðu ástandi ásamt svefnpokum, dýnum, ullapeysum, flíspeysum, áfengi, stólum og að ógleymdu ruslinu. Svakalegara hef ég aldrei séð það. Svæðið var þó ekki gjörsamlega mannlaust því í einu tjaldinu fannst Grensás nokkur kenndur við nef. Fyrsta sem maðurinn spyr mig er hvort ég viti um bílinn hans! Í fyrstu hélt ég að þetta væri eitthvað grín en svo var nú aldeilis ekki Maðurinn var búinn að týna bílnum sínum í Vestmanneyjum. Og það sem verra var, flugmiðinn minn var geymdur í hanskahólfinu.
,
Ég símalaus og Elvar batterýslaus leitandi af Ragga og rauðum VW Golf skelltum okkur á lögreglustöðina og tilkynntum bílinn stolinn. Eins og gefur að skilja fór lögreglan að grennslast fyrir um einhverjar upplýsingar um bílinn, kom þá á daginn að Nebbi vissi lítið sem ekkert um þennan annars áfengissjúka bíl sinn sem verður í besta falli að teljast undarlegt. Hér kemur hluti úr samtali þeirra félaga...
,
Lögreglumaður: Hvert er númer bílsins?
Nebbi: Uhhh ég veit það ekki
Lögreglumaður: Ok, á hvern er bíllinn skráður?
Nebbi: Uhhh ég veit það ekki
Lögreglumaður: Veistu hvernig bíllinn lítur út?
,
Þá vaknaði Nebbi til lífsins og gat sagt honum frá því að umræddur bíll væri rauður Golf en svo einkennilega vildi til að lögreglumaðurinn trúði honum tæplega, hver hefði ekki trúað þessari sögu? Að lokum fannst bíllinn á flugvellinum en ekki lyklarnir. Hafði honum þá verið lagt í tvö stæði en til gamans má geta að þau stæði voru ætluð fötluðum. Eftir ítrekaðar tilraunir lögreglunnar við að opna bílinn gafst hún upp. En Elvar hefur gott nef fyrir lausnum á vandamálum og eftir langa stund ákveður hann að athuga hvort lyklarnir hafi nokkuð verið lagðir í innritunina. Og viti menn þar voru lyklarnir. En hver tók bílinn og ók honum á flugvöllinn var enn óvitað þá, en seinna játaði Pétur sig sekan.
,
Jæja kominn með flugmiðann og búinn að tékka mig inn, fæ nr. 173 og stúlkan segir að það sé ca. 2 tíma bið. Loksins á leiðinni heim hugsaði ég, þá var klukkan um það bil 7 um kvöld. Heyri kallað 155,156 . 157 og er orðinn ansi sáttur með þetta allt saman en svo líður tíminn og klukkutíma seinna kallar gaurinn 158. ÆÐI! Búinn að vera einn í flugstöðinni í 5 klukkutíma þegar loks er kallað nr. 173 seinasta vélin og klukkan gengin í eitt þegar vélin lendir á Bakka. Gjörsamlega svefnlaus og handónýtur eftir ólyfjan helgarinnar var ég í engu ástandi til að aka í 2 klst heim. Á var skollið niða myrkur með rigningu og þoku. Rúðuþurkurnar orðnar eitthvað slappar á bílnum og ekkert rúðupiss, rigningin var samt ekki það mikil að hún náði að skola rúðuna, heldur bara svona smá úði til að gera útsýnið enn verra, búið að loka öllum bensínstöðum og skyggni lítið sem ekkert. Mér leið eins og gömlum dóphaus að upplifa backflash vegna LSD neyslu síðustu ára. Ég titraði og skalf og átti fullt í fangi með að halda mér réttu megin við línuna enda sá ekkert út um helvítis gluggan, en fór vel út í kannt þegar ég fékk háu ljósin á móti mér. Með meðalhraða uppá ca. 40-45 km/klst hugsa ég að allir þeir sem leið áttu til Reykjavíkur frá austri milli kl 12 og 3 um nóttina hafi tekið framúr mér.
,Klukkan að verða fjögur um nóttina þegar ég skríð upp í rúm, vinna eftir nokkra tíma og ég hugsa með mér er þetta virkilega þess virði? Nokkrum dögum síðar er ákveðið að mæta til Eyja 2007.
Bloggar | Breytt 24.8.2006 kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 22. ágúst 2006
Ómenningarhelgin, seinni hluti
Áður en að seinni hluti ómenningarhelgarinnar byrjar að rúlla skal tekið fram að myndir eru komnar inn frá ómenningarnótt hérna til vinstri á síðunni. Við mælum með að fólk kíki á þær því bæði eru þær alveg einstaklega vel heppnaðar og svo geta þær einnig skýrt textann hér að neðan.
,
Lítið var um að menn skelltu sér á menningarviðburði borgarinnar enda er það bara fyrir einhverja mótmælendur og listaverkaplebba. Í stað þess var menningu enskra veitt meiri athygli, þar sem fylgst var með stórliðum Liverpool og Aston Villa missa af tveimur mikilvægum stigum á móti minni liðum á borð við Sheff Utd og Arsenal. Sá gamli og gráhærði mætti sprækur á Sleggjustaði eftir fyrri leikinn á laugardag, það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að hann kom í leigubíl og er þetta því þriðja helgin í röð sem Hvalveiðimaðurinn gistir ekki einn undir sæng. Má því segja að hvalveiðar hafi ýtt undir veiðar á minni fiskum og er þetta eitthvað sem íslenska ríkið ætti að athuga þegar þeir huga að hvölunum sem lifa í sjónum. Sá gamli sér um þessa á landi. Ég er búinn að sofa í klukkutíma var setning sem fljótt varð þreytt þegar líða tók á laugardaginn, það þreytt að sá gamli var byrjaður að hrjóta í sófanum á Sleggjustöðum. Til marks um hversu þreytt þessi setning var orðin þá sagði Haffi þessa sögu oftar en Elvar minntist á að hann hafi BARA verið á bolnum á Þjóðhátíð. Hann má þá eiga það sá gamli að hann tók þetta á reynslunni og kláraði dæmið vissulega enda eldri en tvævetur í bransanum.
,
Kvöldið var ungt þegar þegar menn byrjuðu að grilla heima hjá Elvari, hundurinn hans kom að góðum notum þegar að upp komst að kjötið sem grillað var, var eitthvað úr sér gengið. Eftir þetta skelltu menn sér í pottinn og ku hafa verið svipað mikið líf í pottinum á laugardagskvöld og gengur og gerist um venjulega helgi í Bláa Lóninu. Haldið var frá borgum vættanna áleiðis niðrí bæ, þó með smá pittstoppi á Sleggjustöðum svona rétt til að pirra nágrannana. Í leigubílnum á leiðinni niðrí bæ frá Sleggjustöðum dregur bílstjórinn upp pilluspjald og sagði þetta vera standpínupillur, menn héldu að hann væri svo örlátur en þá sagðist hann nú ekki vera að gefa þetta, þetta var semsagt 3D (Drug-dealer-driver). Já það er hægt að fá ýmislegt fleira en skemmtilegt spjall hjá þessum leigubílsstjórum, það er nokkuð ljóst.
,
Við komuna niðrí bæ blasti við dauður unglingur útældur fyrir aftan Hlöllavagninn, mun þetta hafa verið algengt þessa nóttina en löggan var víst til kl 10 á sunnudagsmorgun að týna upp fólk í miðbænum. Furðulegt atvik átti sér svo stað neðst á Laugarveginum, þar erum við að beygja frá Lækjargötunni þegar við heyrum fyrst dynk og svo skaðræðisöskur, þá hafð löggan keyrt á einhvern gaur. Við reyndar sáum ekki atvikið en heyrðum ósköpin, síðan þegar við kíktum á þetta lá einhver gaur milli fram- og afturhjóla lögreglubílsins hálfur útundan hliðinni með nokkra lögreglumenn stumrandi yfir sér.
,
Í bænum var annars tekið þetta vanarlega bara, Prikið og Kofa Tómasar frænda (sem á víst ekkert skilt við Hamborgarabúllu Tómasar) auk þess sem að góða veðrisins var notið og rætt við sótsvartan almúgan á Laugarveginum. Þar var að vonum margt um manninn, en hæst bara þar á mönnum á borð við Vigni Svavarsson og Gústaf Bjarnason sem báru sig báðir á tal við Sýslumanninn. Gústi Bjarna hafði það á orði við Sýsla og Sleggjuna að hann væri ekki bjartsýnn í garð landsliðsins á komandi heimsmeistaramóti. Einnig var hinn Íslenski Jon Bon Jovi mættur og var ekki mikið fyrir að láta mynda sig, þó náðust nokkrar myndir af honum og er hann auðþekkjanlegur í myndaalbúminu. Varðandi samskipti mín við Dóru Takefusa sem Sleggjan vitaði í hér í gær var það nú ekkert alvarlegt. Ég reddaði henni VIP inn á Prikið, eftir það bauð hún mér í glas og við röbbuðum aðeins saman, síðan skiptumst við á símanúmerum en meira hefur ekki gerst ennþá.
,
Fórnarlamb hrekkjar helgarinnar er orðinn ansi vanur þeim en það var sjálfur Nebbi Grensás sem fékk þann vafasama heiður að gleypa Viagra pillu sem Raggi keypti af leigubílsstjóranum á leiðinni í bæinn. Raggi sagði Elvari að þetta væri Ripped Fuel og Elvar ákvað að hressa sig aðeins við, sem hann vissulega gerði. Bara á vitlausum stað. Hvort hann sé enn stífur verður það ósagt látið enda er það ekkert sem nokkrum manni langar að myndskreyta með. Eins og sjá má á væntanlegum myndunum frá Einari þá er engin furða að Nebba hafi ekki tekist að nýta pilluna enda fór hann og fékk sé vöfflu sem en náði aðeins að setja lítinn hluta af henni uppí munn. Restin fór í fötin og á hendurnar og verða fleyg orð Ívars látin duga til að lýsa ástandinu Það er ekki sjéns að þú höstlir í kvöld Elvar.
,
Við Raggsenegger enduðum síðan kvöldið hjá Oskönu á Quiznos, sem gerir ruddalega góða báta eins og flestum er kunnugt. En færri vita að Oskana er landsfræg í Rússlandi, var á sínum yngri árum Evrópumeistari unglinga í kúluvarpi en hætti svo í því fyrir módelbransann og tók þátt í Russian Next Topmodel. Hana má einnig sjá í myndaseríunni til vinstri.
,
Fyrir hönd Dallamanna
Sýslumaðurinn í DallasýsluBloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 21. ágúst 2006
Ómenningarhelgin, fyrri hluti
Fyrir þá sem ekki kannast við leikarann hér á myndinni þá er þetta Stefán St. Sigurjónsson sem hefur lítið látið fara fyrir sér í allnokkur ár eða síðan hann lék Brjánsa í myndinni Sódóma Reykjavík svo listavél um árið. Nú er hann hins vegar kominn aftur og fæst ekki betur séð en hann sé enn fastur í sama gervinu en þessi mynd var tekin af honum á Sleggjustöðum á föstudagskvöldið þar sem hann rak inn nefið.
Það má segja að þessi helgi hafi byrjað á öfugum endanum fyrir Sleggjaðasta mann Íslands 2006 þar sem hann var ekki kominn heim fyrr en að ganga 9 um kvöldið, eftir að hafa sofið 2 tíma nóttina á undan. Planið var því að leggja sig og taka þessu rólega, opna fyrsta bjórinn bara í rólegheitum og reyna að ná smá hvíld. Niðurstaðan varð að ekkert var lagt sig og á fyrsta hálftímanum eftir að heim var komið voru 3 bjórar horfnir og ekki var aftur snúið. Stundum er rennslið bara of gott til að hægt sé að stöðva það.
Planið var að sjálfsögðu alltaf að taka létta upphitun fyrir menningarnóttina á föstudeginum enda engin leið að koma ískaldur inní þá miklu hátíð. Það gildir það sama í þessu og í íþróttunum, ef þú ert ekki vel undirbúinn þá einfaldlega tognarðu og lendir snemma heima.
Landsliðið fékk óvæntan gestaleikmann frá Ísafirði um helgina og var það enginn annar en stórfrændi minn Arnar eða Addi Pó eins og hann er oftast kallaður. Þess ber að geta að Arnar er einmitt skyldur Dalla Frænda og kunnum við honum bestu þakkir fyrir heimsóknina þó svo að hann hafi ekki alveg náð að halda í við hinu reyndu landsliðsmenn þegar komið var á laugardagskvöldið.
Á um það bil korters fresti mátti heyra einhvern segja við félagann Jæææjjja, hvað segir hún? og má segja að þar sé komin setnings sem seint deyr. Þess ber að geta að hún er sennilega ekkert fyndin nema fyrir þá sem hafa heyrt hana borna fram og verða því ekki fleiri orð haft um hana að svo stöddu.
Björn Halldór mætti sprækur og kýldi partýið af stað með drykkjuleik sem ég man engan veginn hvernig var. Eins og Íslending sæmir mætti hann með brennivínsflöskuna og sá sem tapaði þurfti að taka staup af því. Ég er ekkert viss um að allir hafi skilið þann leik, tóku einfaldlega sopa þegar þeim var sagt að gera það, þannig á það líka að vera. Það er þannig með þessa drykkjuleiki að þá þarf oft helst að læra meðan að allar heilasellurnar eru í fullum gangi en það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá.
Á föstudaginn breytti hópurinn útaf víðfrægum venjum sínum og fór á hinn ofmetna Hverfisbar þar sem hin einkennilegustu staup voru drukkinn. Má segja að minnið sé að stríða mönnum en allavega man ég sterklega eftir Birni Halldóri að hella tabaskó sósu útí staup og láta mig svo hafa, hvað fleira var í því skal ósagt látið. Á Hverfis var hinn stórskemmtilegi afleysingasöngvari Á móti Sól og Idolstjarnan Ingó í góðu glensi. Einar Bárðarson kaus að kalla hann hinn íslenska James Dean en við skulum láta það liggja á milli hluta. Sleggjan og Fyrirliðinn gáfu sig á sjálfsögðu á tal við manninn og töluðu að venju beint frá hjartanu, Ingólfi var bent á arfaslaka frammistöðu hans í Vestmannaeyjum og fleira í þeim dúr. Allavega er ósennilegt að hann gefi sig á tal við okkur félagana aftur en við höfum svosem lifað ágætis lífi án hans hingað til og munum vonandi áfram gera.
Heiðursverðlaunin meðvitundarleysinginn þessa helgi fær Patrik fyrir glæsilega frammistöðu á menningarnótt. Minnist ég þess sérstaklega að hafa staðið fyrir framan hann og tekið vídeo af honum án þess að hann áttaði sig á því, hélt bara áfram að vagga um bæinn en ku þó hafa náð að klára kvöldið með sæmd sem er með hreinum ólíkindum og á hann heiður skilinn fyrir það. Skál fyrir Patta...
Framhald er síðan væntanlegt í fyrramálið og tekur þá Sýslumaðurinn vonandi á kjaftasögunum um hvort hann hafi verið með frægri dömu á Prikinu, en þeir sem þar voru vildu meina að neistarnir hefði flogið, þó aðallega í áttina að Sýsla eins og gengur.
Fyrir hönd Dalla,
Sleggjan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 21. ágúst 2006
Dalli.blog.is orðinn gríðarlega vinsæll
Hlutirnir eru heldur betur að gerast hjá dalla.blog.is. Dalli rýkur upp vinsældarlistann á mbl.is. Rúmlega tveggja vikna gamall er Dalli.blog.is kominn í 16.sæti listans og 100 heimsóknir er að verða daglegt brauð. En eins og flestir gera sér grein fyrir er það aðeins byrjunin, ekki verður langt að bíða þess að Dalli verður farinn að takast á um toppsæti listans við ekki ómerkara fólk en Unni Birnu, pólitíkusanöldrara og hringlabbara. En hérna er linkur á vinsældarlistann http://www.mbl.is/mm/blog/top.html
,
Annars er ekki lagt í það að pistill helgarinnar fari að detta inn, mun það líklegast verða seinna í dag eða þegar kvölda tekur. Þar verður stiklað á stóru um atburði helgarinnar sem náðu að festast í minni. Því meðfylgjandi verða myndir til að styðjast við. Einnig hafa náðst samningar við tvo tilvonandi fréttaritara okkar, það eru þeir Jóhann Flagar í Svíþjóð og Hafsteinn Gamli í New York og munu þeir flytja okkur fréttir þaðan bráðlega.
,
Að lokum skal minnast á árangur Doktorsins í spá sinni um fyrstu umferðina í Ensku Úrvalsdeildinni. Þetta var gríðarlega góð lesning hjá kallinum. Honum tókst að næla sér í 5 rétta af 10 mögulegum, þó svo að markaskorunin hafi ekki alveg passað. Árangurinn er kannski ekki það mikilvægasta í þessu, heldur var Dr.GM þarna í frumkvöðlastarfi eins og svo oft áður. Hann lagði línurnar fyrir komandi sérfræðinga hvernig fyrirkomulagið á þessari spá mun vera í vetur. En eins og er þá er hann einn í toppsætinu með 50 % árangur.
,
Sýslumaðurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)