Páskasaga

Jæja þá er ekki annað í stöðunni en að koma með sögu af góðri páskahelgi eins og Dallamanna er von og vísa.

Á fyrsta opinbera djammdegi páskahelgarinnar var haldið í Grafarholtið, en það var einmitt Sýsli sjálfur sem að á stóran heiður að því að þar geta vegfarendur ekið um á bílum sínum. Gerð var enn ein tilraunin til að endurvekja hið ódauðlega Hólkstokk á Hólkastöðum. Þess má geta að Hólkurinn a.k.a Da Hulk átti afmæli þennan dag og biðjum við menn að muna eftir því að ári liðnu. DJ Sisqo Gomez var þar mættur með kláða í fingurgómunum, en þegar hann sá það að hann átti að spila á 29 tommu United túbusjónvarp var hann ekki lengi að cancela gigginu. Á Hólkastöðum var baráttan um stólana mikil, þótti einna helst minna á baráttuna um þingsæti í alþingissalnum. Þarna gilti sú regla að ef að þú stóðst upp úr stólnum þá máttirðu eiga von á því að stóllinn yrði setinn þegar þú kæmir aftur að honum,  þetta var raunin hjá öllum nema Sýsla og Fjalarnum sem að gerðu sér lítið fyrir og pössuðu stólana fyrir hvorn annan með kjafti og klóm, eðalmaður þar á ferðinni Fjalarinn. Sleggjan fékk einmitt að kenna á einhverjum sárum aðila sem að missti sinn stól í baráttunni, en hjartalaga stóll sem var haldið uppi af tveimur tannstönglum gaf sig og er talið að einhver hafi fjarlægt tannstöngla til að hefna sín á Sleggjunni. Sleggjan lét engan bilbug á sér finna og nappaði sér bara í næsta sæti. Eitthvað fát kom á Hólkinn undir lok kvöldsins en hann fór þó að hressast þegar að félagi hans tók sig til og sýndi öllum hversu miklu minna typpi hann væri með en sjálfur Da Hulk, enda er titillinn Hólkurinn engin tilviljun. Eftir þennan mikla samanburð var haldið til borgarinnar og kíkt VIP á heitustu skemmtistaðina, þar er ekki mikið sem telst frásögufærandi nema það að við höfum örugglega fengið svona uþb 20 ábendingar hversu blekaður Doktorinn hafi verið. Einnig var Maackarinn lengi að í bænum þetta kvöld, sögur herma að miskilnings hafi gætt í brekkunum í bláfjöllum á fimmtudagsmorguninn, menn héldu að sjálfur Bode Miller væri mættur og skíðandi wasted niður brekkurnar en þá var það skíðakennarinn geðþekki Karl Maack.

Fimmtudagurinn var að vonum rólegur en það bar hæst að Forest Withaker klúbburinn hittist heima hjá GM og horfði á nýjasta meistarverk kappans, klúbburinn samanstendur af Stebba, GM og Fuglinum. Þá fór Sleggjan á fornar slóðir og eyddi páskunum með Dalla frænda á rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður.

Á hinum langa föstudegi hittust menn á rannsóknarstofu Dr.GM í víkinni. Þar höfðu gárungarnir sest niður að spila fjárhættuspil. Það heitasta í þeim bransa í dag þykir vera pókerinn, hugmynd Sýslumannsins um að spila upp á Tefal potta og Euroshopper snakk (Chips) var felld. Í þetta skiptið var DJ Sisqo Gomez mættur með græjurnar og tryllti líðinn eins og honum einum er lagið, á rannsóknarstofunni voru það úrvals AIWA fermingagræjur sem að þóttu vel þolanlegar fyrir jafn öflugan DJ. Vegna fáfræðslu Sýslumannsins um fjárhættuspil er lítið minnst á pókerinn nema það að Elvar stóð sig einstaklega vel í ráðgjöf til Fjalarsins, en Elvar hafði þó eins og aðrir sem spiluðu ekki það sem þurfti til að leggja Pókermeistarann Bjarna Jó að velli. Það má þó deila um hversu vel þessi sigur fór í Bjöllann þar sem hann var farinn að þamba GT úr hálfslítersglasi og látandi menn heyra það ótt og títt hver hefði unnið þennan póker. Mismikil stemmingin var á mönnum þegar í bæinn var komið. Til að gera langa sögu stutta þá tókst sigurreifum Mini-Einarbárðar að loka Kofa Tómasar frænda um klukkan hálf þrjú,  eitthvað sem þybbnari tvífari hans myndi kalla lögreglumál. Annað svoleiðis mál tengist DAS-aranum Hafsteini Guðbjartssyni, sú saga er víst enn í mikilli óvissu og munum við reyna að fá frekar skýringu af þeim máli. Aftur þetta kvöldið var haft á orði hversu ölvaður Doktorinn hefði verið.

Laugardagurinn var líkt og fimmtudagurinn rólegur. Þá kom saman Söndru Bullock klúbburinn heima hjá GM. Hugmyndir eru uppi um að sameinina Söndru Bullock klúbinn og Forest Whitaker klúbbinn, enda eru þessir klúbbar skipaðir sömu meðlimum. Þar bauð sonur Rifjakóngsins (MG) upp á búffalóvængi, og er hann nú nefndur Vængjaprinsinn (GM).

Páskadagur, bara svona til að lýsa yfir fáfræðslu okkar þá auglýsum eftir einhverjum sem getur frætt okkur frændurna hvað það var nákvæmlega sem á að hafa gerst á páskadag. Sússi var krossfestur á föstudaginn langa og steig upp til himna á uppstigningardegi (er það ekki annars?), en hvað skeði á páskadag?
Ekki bara það að fjárhættuspil séu ólögleg á íslandi þá er auðvitað gjörsamlega siðlaust að vera að spila þau á sjálfan páskadag. En það hindraði menn þó ekki til að stunda þá iðju á tilraunastofu Dr.GM, nú ætluðu menn að sjá til þess að Bjarni myndi ekki hirða allan pottinn og var hann sendur annað að spila póker með Magga Kára og félögum. Í fjarveru Bjarna kom póker-nýliðinn Raggi Svepp öllum á óvart og hirti dágóðan skerf af summunni, potturinn mun hafa verið styrktur duglega af verðbréfagúrúinu Karli Maack. Hvorki Sleggjan né Sýslumaðurinn voru í bænum þetta kvöld þannig að ekki er hægt að fullyrða mikið um það sem gerðist þar. Hins vegar bárust fréttir af því að einn úr hópnum hafi tekið sig til og látið langþráðan draum rætast og rakað af sér hárið á höfðinu klukkan 6 um morguninn þegar hann kom heim úr bænum. Þetta mun hafa verið Sökkurinn en hann er núna byrjaður að klæðast köflóttum skyrtum og líkist skuggalega mikið Linc "the Sink" Burrows. Við höfum reyndar ekkert heyrt af ástandi Doktorsins þetta kvöld en efumst ekki um að hann hafi verið góður á því.

Hvað gerðist síðan annan í páskum? Af hverju er sá dagur eitthvað hátíðlegur?
Á annan dag páska var síðan leigð ræma af nokkrum velvöldum kvikmyndaspekúlöntum. Fyrir valinu varð stórmyndin Snakes on a Plane þar sem að Samúel L. Jackson fer á kostum. Eitthvað fór þó Samúel í taugarnar á Stefáni sem að kvaðst ekki hafa fengið neina kvikmyndafullnægjingu í lok þessarar myndar.

Að lokum viljum við óska Litlu-Sleggju, Femba sem er 13 ára núna föstudaginn 13. hjartanlega til hamingju með daginn og dagurinn gangi skakkafallalaust fyrir sig hjá kallinum. Annars segjum við þetta bara gott í bili og biðjum menn vel að lifa. 

Kveðja Dallamenn.


Eru nú búnir páskar, Páskar?

Eftir því sem aldurinn færist yfir menn fara þeir jafnframt að sjá hlutina í víðara samhengi. Áherslan dreifist frá páskadagsmorgni yfir á hinar fjölmörgu nætur sem bjóða uppá talsverða neyslu áfengis. Eitt af þeim fjöldamörgu spakmælum sem Dallamenn hafa tileinkað sér, allt er gott í óhófi, á gríðarlega vel við um páskana.

Þau spakmæli voru enda fullreynd um þessa páska og verður að viðurkennast að nokkuð vel tókst til. Gildi þess að gera sér glaðan dag með óhóflegt magn af áfengi er eitthvað sem enginn getur sett verðmiða á. Nokkurs samræmis gætir í frásögn manna af páskunum en því miður er það ekki það samræmis sem við fjölmiðlamenn leitum eftir. Þetta er hið ítalskt ættaða "Mafia-syndrome" sem virkar þannig að þegar lagðar eru fyrir menn spurningar þá skyndilega man enginn neitt. Kenningum  svokallaðara vísindamanna um að þetta hafi eitthvað að gera með áfengisneyslu er hér með vísað til föðurhúsanna.

Menn eru þó ekki af baki dottnir og viðtal sem birtast mun á næstu dögum við Hafsteinn hinn nýorðna 26 ára gamla mann verður birt á næstu dögum og fylgt eftir með viðtölum við fleiri menn sem bera við minnisleysi eftir taumlausa gleði. Í fyrsta viðtalinu segir t.d. frá mjög fróðlegri "vettvangskönnun" sem sá gamli fór um sjúkrahús borgarinnar um páskahátíðina.

Fyrir hönd Dalla frænda,

Sleggjan


Endurvakning Dallans

Eftir einróma ályktun á stjórnafundi fyrr í dag var sú ákvörðun tekin að vekja dallan upp af vetrardvalanum, setja hann í sumarbúning og hefjast handa við að afla honum fyrri vinsælda.

Það verður strax farið í gangasöfnun um líðandi páskahelgi, enda áttu sér þar stað mörg atvik sem mætti telja til svokallaðra lögreglumála eins og Einar Bárðarson er búinn að nefna í hverjum einasta idol og xfactor þætti síðan að varð dómari þar. 

Einnig er planið að henda inn fljótlega kynningu á sjálfum Dalla frænda, það eru fjöldamargir fastagestir á dallanum sem að vita ekki hver Dalli frændi er. Það er ómögulegt að svo sé.

Við vonum bara að þessi endurvakning á dallanum skyggi ekki um of á komandi alþingiskosningar sem í nánd eru, að menn passi sig á því að gleyma sér ekki á dallanum og drífi sig á kjörstað þegar að því kemur.

Sýsli og Sleggi 

 

 


Áður óséð video

Er Dallinn dauður, ég held nú ekki. Þar sem að ég sjálfur var bara flatur um síðustu helgi var ekkert merkilegt um hana að segja. En betri helmingurinn, Sleggjan, hefði svosem getað komið með raunarsögur helgarinnar. Minnið er hinsvegar eitthvað að stríða honum og þar sem að myndavélar hans nýtur ekki lengur við er lítið til að styðjast við. Til að ná upp stemmingu í mönnum fyrir komandi helgi ákvað ég að henda inn nokkrum videoum. Það kemur í kjölfarið á síðustu videoum af Óskönnu og félögum sem naut gríðarlegra vinsælda. Það er þó hérna á Dallanum eins og í vönduðustu og bestu bíómyndum samtímans, að þessi nýju video eiga sér stað áður en hitt sem var sýnt hérna síðast. Þau munu að mörgu leiti skýra betur út fyrir einhverjum það sem fór fram í fyrri videoum. Hér er Sleggjan reyndar fjarri góðu gamni en ég nýt stuðnings frá ekki ómerkari manni en syni rifjakóngsins, sjálfum Dr.GM. Í þessu ádíófælum kemur einnig fyrir sonur Stefáns á Útistöðum, Leifur að nafni frá Dalvík eða Dallas eins og bærinn er kallaður af innfæddum. Gaman er að geta þess að eftir að þessi video fóru í loftið hjá okkur Dalla mönnum þá tóku einhverjir Bretar sig til og notuðu sömu tækni til reyna að koma upp um spillingu í enska boltanum. En þessi breski þáttur er auðvitað mun óvandaðari en videoin okkar. Hér að neðan eru videoin með smá svona kynningu líkt og áður til að skýra atburðarrásina.

, 

Hér á fyrsta videoinu er einungis verið að varpa ljósi á það hversu blekaður Doktorinn er.

,

Video 1

http://www.youtube.com/results?search_query=oskanna1&search=Search

, 

Í videoi númer 2 byrjar Dr.GM að beita töfrum sínum á afgreiðsludömuna, hina einu sönnu Óskönnu. Fínt eða gróft spyr hún hann, “engann rauðlauk” svarar GM þá um hæl. Síðan kemur að því, þarna hefst pælingin um borða hér eða taka með. Þetta skýrir að nokkru leiti hversu oft Einar sagði í síðustu videoum að við ætluðum að taka með. Síðan reyni ég að spyrja Óskönnu hver sé munurinn sé á grindunum, þá fæ ég bara svar á ensku við allt annari spurningu.

,

Video 2

http://www.youtube.com/results?search_query=oskanna2&search=Search

, 

Hér mætir til sögu sonur Stefáns á Útistöðum til leiks, með þennan líka góða norðlenska hreim. Hann talar um það að áður en árið verði liðið verði hann byrjaður að reykja. Út af hreimnum spyr ég hvort það verði fyrir norðan, kom nokkuð á óvart hversu lítið þau kipptu sér upp við það “neinei bara hérna í Reykjavík hjá mér” segir slordísin hans. Ég skýt síðan aðeins á hann út af hreimnum, var smá smeykur við hann samt þannig að ég sagði honum að sjálfur væri ég að norðan, sem er nottlega engin lygi. Leifur bendir réttilega á ritháttinn í beikon, nítján og átján.

,

Video 3

http://www.youtube.com/results?search_query=oskanna3&search=Search

, 

Að lokum sést hér vel afturendinn á ungfrú Útistöðum. Er hann segist heita Leifur spyr Addi Brooklyn hann hvort að hann sé kallaður Leifur Óheppni. Það virðist eitthvað hafa farið í hann því að hann varð nokkuð vondur á svipinn, ég varð smá smeykur og reyni að snúa þessu yfir í eitthvað annað. Spurning hvort að honum hafi mikið verið strítt á þessu á Dalvík í gamla daga. Hann segist vera frá Dalvík, þá kemur nokkuð gott frá Adda “já þá ertu óheppinn”.  Svo í lokin smá landafræðiumræður milli okkar Leibba.

,

Video 4

http://www.youtube.com/results?search_query=oskanna4&search=Search

,

,

Það hefur enn ekki alveg tekist að kryfja þetta grindamál til mergjar en því verður haldið áfram þar til almennilegt svar hefur fengist. Ég get viðurkennt það að það verður gert að næturlagi því að ég þori ekki að fara á Quiznos fyrr en eftir svona kippu.

,

Fyrir hönd Dallamanna

Sýslumaðurinn í Grafarvogi.


6. spámaðurinn, prófessor Ragnar

raggiprofessor.jpg
Þá er komið að  6. spámanninum í sólheimakeppni okkar Dallamanna. Klukkan 4 á laugardaginn var síðasti spámaður, Stefán, kominn með 5 af 7 rétta en því miður fyrir hann þá klikkuðu hinir þrír leikirnir þannig að sólheimaspákeppnin stendur enn undir nafni þar sem enginn hefur náð að spá fyrir um yfir helming leikja rétt.  En við skulum sjá hvað sjálfur Raggi Levi's gerir í þessum málum, aldrei að vita.....

,

, 

Bolton - Liverpool

Bolton sem hefur gefið sér frægt orð fyrir að leyfa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri tekur á móti Pistol Pete og félögum í Liverpool. Ég hef trú á að Liverpool menn sem hafa verið í fanta formi í síðustu leikjum taki þennan leik. Úrslitin verða 1-2 og skorar Pistol Pete eitt og svo rassaþjapparinn hann Garcia eitt og fagnar svo með að sjúgja á sér puttann. En einhver af ungu leikmönnumum í Bolton minnkar munin.. Smá hræddur um vörnina hjá Liverpool en spurning um að setja bara Klofið í vörnina og láta hann binda saman endana.

Charlton - Arsenal

Ég ætla að reyna að vera hlutlaus í þessari spá en ég  að hið vel mannaða Arsenal lið með besta framherja, miðjumann og varnarmann og markmann í heimi taki þennan leik gegn Hermanator og co í Charlton. Markalaus fyrri hálfleikur en svo koma 3 í seinni. Henry skorar tvö og bæði með skalla og Fabregas skorar svo eitt. Leikurinn fer 0-3. Menn Ians Dowie eða Dewie eins og ég kýs að kalla hann eiga fyrir höndum erfiðann vetur.

Chelsea - Aston Villa

Hið ógeðslega lið Chelsea sem er án efa ógeðslegasta lið heims og eru klárlega vondu kallarnir í fótboltanum í dag. Þegar ég fer með bænirnar mínir á kvöldin þá bið ég alltaf góð vin minn hann Guð almáttugann að fara að gera eitthvað í þessu og ég átti ánægjulegt spjall við hann í gær og lofaði hann mér því að hjálpa tillunum hans Marteins að vinna þennan leik. Ég hef mikla trú á óvæntum úrslitum í þessum leik og langar mér að spá sigri hjá Villa mönnum en ég sætti mig við jafntefli þar sem Angel kemur villa yfir en Shevshenko jafnar fyrir vibbana á lokamínótum leiksins. 1-1.

Everton - Man City

Einn skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Everton hafa verið að spila yfir getu það sem af er og þeir halda því áfram eitthvað fram á veturinn. Merkilegt hvað Everton eru alltaf góðir annaðhvort tímabil. Man City verða í ströggli í vetur. Ég held að Johnson skori eitt og Beatie eitt og endar þessi leikur 2-0 fyrir Everton. Pearse kemur sjálfur inn á og klúðrar víti eins og hann gerði svo skemmtilega hérna um árið gegn Þyskurunum.

Sheff Utd - Boro

Klárlega líklegustu liðin til að falla ásamt Watford og verður þetta án efa allveg drepleiðinlegur leikur. Suðurhliðið er bara of ljótur til þess að vera góður manager og held ég að hann ásamt Jol verði þeir fyrstu til að verða reknir.. Vona það allaveganna Boro vegna. Sheff.Utd er þó með ágætis vörn en hafa kannski ekki mikið úthald en það þarf svosem ekki gegn framherjum á borð við Viduka sem sást í gær á KFC að biðja um borgara með mikið af hvítu sósunni. Ég er held ég búinn að skrifa meira um þennan leik heldur en á eftir að gerast í honum. Steindautt 0-0 jafntefli.

West Ham - Reading

Þetta verður held ég skemmtilegur leikur. Ég er að fýla bæði þessi lið þó að West Ham hafi ekki verið jafn skemmtilegt og í fyrra en það þarf bara að dusta rykið af hömrunum en ég held að það gerist ekki mikið í þessum leik annað en að Tevez skorar sitt fyrsta mark. 1-0 fyrir West Ham

Blackburn - Wigan

Passið ykkur á þessum. Þessi verður B O B A, þetta verður mikill slagsmála leikur, fátt um fína drætti en barist til síðasta blóðdropa. Efa að aðalmarkmiðið hjá þessum liðum sé að spila áferðafallegann bolta.. Frekar að safna spjöldum og tönnum úr andstæðingunum. Samt alltaf gaman að sjá svona leiki. Blackburn er þó skárra lið og vinnur þennan leik 2-1. Hann Benni skorar eitt og Savage eitt en einhver górilla sleppur inn á völlin og skorar fyrir Wigan. Dómarinn í þessum leik þorir ekki annað en að dæma marki gilt vegna hræðslu um líf sitt. Verður svo myrrtur af Mark Hughes eftir leik.

Man Utd - Newcastle

Yfirleitt skemmtilegir leikir á milli þessara liða. United hefur aðeins misst dampinn eftir góða byrjun og vonandi missa þeir dampinn eitthvað áfram en hinn háaldraði Martins verður dæmdur í bann eftir þenann leik þar sem kemur í ljós að hann er með falsaða kennitölu og er í raun og veru ekki mennskur heldur er hann górilla. Þó ekki sú sama og skoraði fyrir Wigan. En að leiknum aftur þá nær skeppnan hann Rooneu sér loks á strik og skorar tvö og leggur eitt upp á Saha. Ronaldo spilar ekki þennan leik þar sem hann er nýjasti meðlimur í fræknu fjóru (quer eye for a straigt guy) og eru tökur á sama tíma og leikurinn er leikinn. Parker skorar svo eitt fyrir Newcastle. 3-1

Tottenham - Portsmouth

Sol Campell á sínum gamla heimavelli og enn verður baulað á hann, kallgreyið. Gaman að sjá hvað hann hefur öðlast nýtt líf þarna fyrir sunnan. Sama sagan um Kanu, merkilega góður og fljótur leikmaður. Ég vona að Portsmouth vinni en ég hef samt trú á að Tottenham rétti smá úr kútnum og Mido skori eina maark leiksins. Honum finnst Campbell svo lélegur líka.. Mido er nefnilega svo góður sjálfur.. Helvítis sandnegri og eyðimörka skítur.. Enginn rasimsi í þessu er það? En Tottenham vinnur því miður 1-0.

Watford - Fulham

Damn hvað ég hlakka til að helgin er búin og eftir skemmtilegan mánudagsvinnudag að koma heim og horfa á þennan þrusuleik… Vúhú.. Þetta verður Fiesta.  Watford kemur á óvart og vinnur þennan leik. P.S. EKKI HORFA Á ÞENNAN LEIK…..

,

Jæja þá er ég búinn og þakka ég bara Dalla mönnum fyrir þetta tækifæri og vonandi rætist nú eitthvað af þessu…

Raggi Levi´s


B O B A - Video af Óskönnu

Óskanna á sínum stað

Það eru tímamót í sögu dalli.blog.is, í fyrsta skiptið sem hægt er að nálgast video hér. Þetta er svona svipað og þegar það var orðið að horfa á video á mbl. Þetta er liður í að gera Dallann ráðandi markaðsaðila á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Eftir að fyrsta verk okkar í þeim aðgerðum, að kaupa NFS og leggja hana niður þá munu þessi video koma i beinu framhaldi af því.

,

Eins og sagði hér í síðustu færslu var haldið í gúff á leiðinni heim úr bænum á laugardaginn. Það var auðvitað farið til Óskönnu, sem er orðin landskunn eftir að hafa fengið mikla og jákvæða umfjöllun hér á dallanum. Eins og búið var að lofa þá eru hér video af samræðum okkar dallafrænda við þær stöllur. Það skal þó tekið fram að það megi frekar líta á þetta sem hljóðupptökur eða ádíófæla eins og Lýður Oddson orðar það svo skemmtilega í Lottó auglýsingunum.

,

Menn verða endilega að kíkja á þetta og kommenta, það þarf auðvitað ekki að taka það fram að nauðsynlegt er að hafa hljóð á þessu. Við höfum hér stuttar lýsingar hér með hverju videoi svo menn átti sig á því hvað er að gerast.

,

,

Hér í fyrsta videoinu reynum við Sleggjan að varpa ljósi á þetta með grindurnar, við skiptumst á að segja “borða hér” og “taka með” á meðan ég reyni að sjá hvor grindurnar hún tekur. Hérna heldur Óskann sig bara til hlés en Svetlana stalla hennar er að afgreiða okkur. Svetlana verður ekki sátt þegar að ég ætla að fara að spyrja hana og segist vera að gera fyrir Einar núna. Hún er bara alls ekki sátt með að fá spurningar. Í lok videosins ætla ég síðan að fara að segja henni frá því þegar ég lenti í því að skera mig í puttan í grænmetisskurðar vél á Svörtu Pönnunni forðum daga. Það er eins og í 24, Prison Break og þessu þáttum að þessi videoklippa endar akkurat þegar eg er að fara að segja söguna, síðan er framhald í næsta videoi.

,

Video 1

www.youtube.com/watch?v=iwWnb7SjtIA&mode=related&search=

,

Í öðru videoinu þá byrja ég að reyna að segja Svetlönu frá þessari sögu, en hún sýnir henni engan áhuga og byrjar bara að horfa undan. Þrátt fyrir það held ég ótröður áfram en þarf að gera hlé á sögunni þegar að hún segir við mig: “ætlarðu að borða eitthvað eða nei”. Síðan þegar hún mismælir sig og segir óvart: “borða hér eða taka með” grípur Einar strax tækifærið og reynir að rugla hana.

,

Video 2

www.youtube.com/watch?v=osO19EqLcXQ&NR 

,

Síðan í þriðja videoinu þá er röðin komin að Óskönnu. Hún er jafn ósátt og vinkona sín og lætur mig heyra það fyrir að hafa verið að taka myndir af sér undanfarnar helgar. Ég næ að ljúga að henni að það sé slökkt á vélinni og að það hafi ekki verið ég sem hafði tekið myndirnar af henni þarna undanfarið. Í lokin ætlar dömusegullinn Einar að reyna að bræða Óskönnu en það tekst ekki betur til en svo að hún segir honum að tala ekki svona mikið.

,

Video 3

www.youtube.com/watch?v=3orexKSXxgg&NR 

,

Við bíðum gríðarlega spenntir að sjá hvernig mönnum finnst videoin af þessum Rússnesku sjarmatröllum og ef það verður jákvætt þá eigum við í pokahorninu eldri video þar sem að meðal annars Stefán á Útistöðum kemur fyrir.

,

Fyrir hönd Dalla

Sýslumaðurinn í Grafarvogi.

Borða hér eða taka með?

Þessi er því miður frátekinn dömur

Það var stór dagur í gær 26. september, meistari Dr.GM átti afmæli. Við hjá Dalli.blog.is óskum Sýslumannsfrændanum innilega til hamingju með þennan merka áfanga. Þó svo að viska hans og þekking á hvursdagslífinu bendi til þess að hann sé kominn á ellialdur þá er hann einungis 23 ára kallinn líkt og unglegt og hressandi útlit hans gefur til kynna. Við dallamenn heyrðum því fleygt á gólfvellinum að þær mótmælagöngur sem farnar voru um land allt í gær væru ekki einungis til að mótmæla nýja stöðuvatninu fyrir austan heldur einnig til að votta Dr.GM virðingu sína í tilefni dagsins. Innkoma Doktorsin inn í þessi mótmæli mun vera ástæðan fyrir góðri mætingu. Við Dallafrændur erum þó soldið seinir í þessu og það verður bara að vera í lagi þó að lesendur óski GM til hamingju daginn eftir.

Fréttir herma að um 15.000 manns hafi sýnt Ómari Ragnarssyni og skoskum vinum Dr. GM stuðning í verki með því að mæta en þess ber þó að geta að samkvæmt þeim myndum sem sýndar voru í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna fengu Dallamenn ekki betur séð en um 14.000 af þeim hafi verið smalað saman af sambýlum borgarinnar.

Áður en lengra er haldið er vert að minnast þess að einhverjar myndir náðust af stemmningunni á laugardagskvöldið þó svo að rúsínan í pylsuendanum að þessu sinni séu vídeo sem náðust af Óskönnu og stöllu hennar á Quiznos undir sunnudagsmorgun. En annars var helgin ekki lengi að líða hjá okkur frændum Dalla. Fámennur en vægast sagt góðmennur hópur var mættur á Sleggjustaði á laugardagskvöldið þar sem margir voru fjarverandi frá miðbæjarlífínu.

Eins og góðra manna er siður var haldið í gott gúff á heimleiðinni. Hvar er betra að gera það en hjá Óskönnu og co á Quiznos. Þrátt fyrir mikla aðdáun okkar á Óskönnu þá virtist það ekki vera gagnkvæmt hjá henni og Svetlönu systur hennar á sunnudagsmorguninn. Það mátti ekkert spyrja þær og helst bara ekki opna á sér munninn nema til að troða oní sig. Við náðum nokkrum góðum samræðum við þær stöllur og erum að vinna í því að setja það á veraldarvefinn, vírusinn er í þeirri deild.

Til að útskýra hluta af þessum myndböndum þá er Quiznos með tvær tegundir af grindum í gangi sem þó eru nánast alveg sömu grindurnar. Önnur grindin er ef ,,taka á með” en hin er ef ,,borða á hér” eins og Óskanna setur það svo skemmtilega fram. Við þetta væri auðvitað ekkert athugavert ef munurinn á grindunum væri þónokkur en svo er ekki. Dallafrændur hafa eytt löngum stundum við að spyrjast fyrir um hvert málið sé en engin fást svörin og er hugsanlegt að einhver fundalaun séu í boði fyrir þann sem upplýsir leyndardóminn. Það er því hressandi dægrastytting að skipta reglulega um skoðun hvort eigi að borða á staðnum eða taka matinn með, þó þeim rússnesku þyki svo ekki vera.

Við viljum biðja menn að fylgjast með og kíkja á þessi video þegar þau koma hér inn því að þau þykja í skemmtilegri kantinum.

Áfengið skapar meistarann,

Dallamenn.


Spámaður númer 5, Stefán Örn Kárason

Félagarnir saman á Solon

Þá heldur hún áfram, Spákeppni Sólheima. Næstur í röðinni er enginn annar en Sökkurinn. Það verður fróðlegt að sjá hvort að hann standi undir nafni og hirði Júmbó sætið af félaga sínum Bjarna Jóh. Það er þó vert að taka fram að þeir sérfræðingar sem hér skrifa gera það á eigin ábyrgð og þær skoðanir sem hér koma fram endurspegla á engan hátt skoðanir Dallamanna. En ekki meira blaður, við skulum skoða spá Stefáns.

,

Liverpool - Tottenham 1

Vá þetta verður erfiður leikur og vil ég nú ekki mikið segja um hann nema hvað að ég held að ég verði að spá Liverpool sigri þar sem mörkin koma seint í þessum leik. Endar 2-0. Mörk Liverpool: Pistol Pete og Dirk Kuyt.

Wigan - Watford X

Þetta verður erfitt fyrir Watford menn. Ég held að þetta verði leikur markmannana, Ben Foster á þar eftir að eiga stórleik og halda markinu hreinu, gæti verið að Kevin Kilbane verði erfiður en Foster heldur þessu. Ég held að þessi leikur endi 0-0.

Middlesboro - Blackburn 1

Þetta á eftir að verða skemmtilegur leikur fyrir augað vegna þess að þarna mætast tvö slök lið og eitthvað verður um mörk. Það verða tveir með rautt spjald eftir slagsmál, það  verða þeir Robbie Savage og Emanuel Pogatetz. Leikurinn endar 3-2 fyrir Boro. Mörk Boro: Yakubu með 2 og Woodgate með sigurmarkið. Mörk Blackburn: Morten Gamst Pedersen setur eitt en hitt verður sjálfsmark hjá hinum annars stórgóða hægri bakverði Andrew Davis. Þó er ég ekki viss hvort þessi leikur verði spilaður, heyrði einhverstaðar að Boro hefði ákveðið að hætta að spila fótbolta og fá Bjölla-Bridds til sín og einbeita sér að bridds, eftir tapið á móti vinum Gauja Þórðar í hinu frábæra liði NOTTS COUNTY.

Man City - West Ham X

Bæði þessi lið fengu vonda endaþarmstöku um síðustu helgi (þá er ég ekki að tala um svona vont-gott Einar minn). Þetta verður opinn leikur og gæti endað á alla vegu en ég held að hann endi með jafntefli þar sem tvífari Bjarna eigi eftir að skora jöfnunarmarkð á loka mínútunni, það er að segja Marlon Harewood. Þessi endar 2-2. Mörk City: Joey Barton og Trevor Sincler. Mörk West Ham: Teves og svo auðvitað tvífari Bjölla.

Fulham - Chelsea 2

Þetta verður sennilega leiðinlegasti leikur umferðarinnar og mæli ég með að þeir sem ætla að horfa á þennan leik að stilla á RÚV og horfa á eina stuðningsmann Chelsea keppa í GÓLFI, sem sagt Tiger “Viðbjóð” Woods. Þessi leikur verður rólegur í fyrri hálfleik, þá detta inn tvö ógeðis mörk (auðvitað eitt úr horni) og þar verður það Terry sem fær hann í sig og svo skorar tippahausinn Drogba eitt mark og leikurinn endar 2-0. (Vonandi kemur Heiðar Helguson inná og meiðir Drogba)

Arsenal - Sheff Utd 1

Þessi verður auðveldur hjá apasveitinni hans Wengers þar sem þeir eru að keppa sennilega við slakasta liðið í deildinni. Þetta verður aldrei spurning. Það verður ekkert rosalega mikið að gerast nema bara 3 mörk hjá Arsenal og síðan hversu illa leikmenn Sheff Utd eiga eftir að líta út . Mörk Arsenal: Henry með 2 og Eboue gerir eitt með þrumu skalla.

Reading - Man Utd 2

Þessi leikur verður skemmtilegur, Man Utd menn búnir að vera heitir þrátt fyrir tap fyrir Nöllurnum um síðustu helgi. Reading á eftir að komast yfir í fyrri hálfleik en þá byrjar United og vinna 4-1. Mörk Man Utd: Rooney, Fletcher Aka GM Aka Tacleberry kemur þeim yfir og fagnar með plögg labbinu sem allir sakna, Solskjer kemur síðan inn á og setur 2. Mark Reading: Lita

Newcastle - Everton 1

Þessi leikur verður kaflaskiptur. Everton byrjar betur og kemst yfir með marki frá Tim Cahill, hann fer og fagnar eins og venjulega nema hvað að hornfáninn gefur honum einn á hann og hann þarf að fara útaf. Þar breytist leikurin og byrjar þá Newcastle að rúlla yfir Everton, menn sem hafa ekki getað neitt byrja að brillera og endar leikurinn 3-1. Mörk Newcastle: Babayaro, Steven Carr og auðvitað Obafemi.

Aston Villa - Charlton 1

Charlton menn hafa verið eins og hálfvitar í ár og tapað 4 leikjum. Ég held að Villa menn eigi eftir að sigra. Þetta verður baráttu sigur þar sem Ian Dowie eigi eftir að fá nóg og skipta sjálfum sér inná eða púlla Steinar Ingimundar á þetta og láta öllum illum látum. Þessi leikur endar 2-1. Mörk Villa: Angel og Melberg. Mark Charlton: Auðvitað Jimmy BigAss  

Portsmouth - Bolton X

Þetta verður skemtilegur leikur þar sem tvö sterk lið mætast og mikið skorað. Eitt á eftir að standa uppúr, þegar Jussi fær á sig klaufamark, kallgreyið. Þarna eru stórstjörnur á borð við Hráku-Diouf, Hvaðnú, Dejan Stefanovic og ekki má gleyma Idolinu hans Gunna Marteins honum Ivan Campo. Loka tölur 3-3. Mörk Portsmouth: Kanu 2 og Lua-Lua 1.

Mörk Bolton: Anelka, Diouf og Campo.

,

Kveðja S.Ö.K. 

 


Spákeppni Sólheima

Sólheimamenn keppast um titillinn

 

Keppnin um hinn viðfræga spámann ársins á Dallanum er farin að harðna gríðarlega, þó virðist mesta keppnin vera á botni deildarinnar þar sem allt lítur út fyrir að varpa þurfi hlutkesti undir lok vetrar ef fram heldur sem horfir.

Þrátt fyrir að hafa rennt blint í sjóinn í fyrstu umferð er það Vírusinn, a.k.a. Dr. GM sem leiðir hópinn en staðan er eftirfarandi.

 

 

Dr. GM                          5/10

Jóhann Flagari                4/10

Heimir                           3/10

Júmbó Bjöllinn                 3/10

Spámaður næstu helgar verður enginn annar en Stefán “Sökkur” Kárason og óskum við Dallamenn honum alls hins besta enda virðist ekki veita af. Við viljum fyrir enga muni að þessi spákeppni líti út eins og spákeppni Sólheima eins og hún virðist vera farinn að líta út þegar árangurinn er skoðaður.

Á laugardaginn var haldið til hins aldræmda Supernova í meðlims Inga Newsted sem þjóðin þekkir úr raunveruleikaþáttunum góðu. Um tengsl þeirra tveggja verður ekki fullyrt að svo stöddu en þau hljóta að vera allnokkur.

Ívar Carrick mætti að sjálfsögðu þarna með Frömurum nokkuð vel í glasi en svo einkennilega vildi til að Framarar voru að fagna svona 4 helgina í röð og þeim til hróss lítur út fyrir að þeir hafi oftar dottið í það í sumar heldur en að spila leiki.  Hver segir svo að áfengi hafi slæm áhrif á íþróttamenn. Það er kenning sem Sleggjan vísar að sjálfsögðu beint aftur til föðurhúsanna.

Einnig fá þeir Fram-menn hrós fyrir að þekkja síðuna Dalli.blog.is og virðist hróður hennar fara víðar en menn hafði grunað.

Elvar með nefið góða mætti með sína heittelskuðu í teitið og þegar aðallinn úr 112 mætti þá kannaðist Sýslumaðurinn lítið með dömuna. Sýsli vatt sér því að henni og sló á létta strengi og sagði “þú ert ekkert með Elvari er það?”. Hún vissi ekki alveg hverju hún ætti að svara en nokkru síðar kom í ljós að þetta var jú kærastan hans og ekki laust við að þetta hafi því verið nokkuð vandræðaleg stund.

Allar hugmyndir sem lúta að upplyftingu þessa helgina eru vel þegnar, varla er hægt að vera rólegur allar helgar. Hvað ætlar þúúúú að gera um helgina?

Fyrir hönd Dallamanna,

Sleggjan


4. spámaður er Heimir Magnússon

Evertonmaðurinn Heimir Magnússon

Það eina sem kemur hérna inn á þessa síðu reglulega og á réttum tíma er spá fyrir Enska Boltann. Það er með sanni hægt að segja að menn hafi ekki riðið feitum hesti frá spám sínum hér á Dallanum. Dr.GM trónir á toppnum með 50% árangur, fast á hæla hans kemur síðan Jóhann Flagar von Svíþjóð með 40% rétt. Sá sem rekur lestina er síðan Júmbó-Bjöllinn með aðeins 30% árangur. Nú er hins vegar komin röðin að Everton manninum Heimi Magnússyni og ætti ekki að vera erfitt fyrir hann að ná betri árangri en þessir þrír sérfræðingar hafa gert hingað til. Reyndar er þessi umferð bísna strembin og til marks um það þá svaraði Ragnar Sverrisson ekki í símann sinn í allan dag, hann hafði greinilega lúmskan grun um það að Dallamenn hefðu áhuga á honum í tipp eftir yfirlýsingar sínar undanfarið. Heimir lætur hins vegar slag standa og fregnir herma að hann hafi fengið sögulegt ágrip af fyrri viðureignum liðanna sem nú mætast frá GettuBetur-Steinþóri frænda sínum. Við kunnum Heimi einnig bestu þakkir fyrir það að fara ekki huldu höfði hér í kommentadálknum og valda þar usla líkt og frammara er siður. Hann hefur greinilega gert sér grein fyrir því að Dallamenn eru með Dr.GM til halds og trausts til að rekja IP-tölur. En ekki fleiri orð um það, hér er spá Heimis.

,

Charlton – Portsmouth

Hér er fyrsti leikurinn sem ég spái í. Charlton hefur farið skelfilega af stað með aðeins 1 leik unnin og 3 tapaða, á meðan Portsmouth hafa byrjað vel og unnið 3 og gert 1 jafntefli. En það er eitthvað sem segir mér að Charlton vinni þennan leik 2-1 með 2 mörkum frá Darren Bent en Kanu laumar einu inn fyrir gestina undir lokin.

Bolton – Middlesboro

Þetta eru liðin í sjötta og tólfta sæti. Bolton rétt náði að vinna Watford á heimavelli í siðustu umferð með marki úr vítaspyrnu á meðan Boro menn náðu góðu jafntefli einum færri á móti Arsenal á útivelli. Það er jafnteflisfnykur af þessum leik svo ég spái 1-1. Anelka skorar sitt fyrsta mark fyrir Bolton en Viduka skorar fyrir gestina.

Everton – Wigan

Mínir menn  í Everton unnu góðan 3–0 sigur á litla bróður um síðustu helgi og þeir eru á svakalegu skriði þessa dagana. Kilbane kemur aftur á Goodison eftir að hafa verið seldur til Wigan fyrir 2 vikum. En þetta verður einstefna allan tímann og Everton vinnur 2-0 með mörkum frá Andy Johnson og Leon Osman og fara beint í toppsætið.

Sheff. Utd – Reading

Fyrsti nýliðaslagur tímabilsins, Lítið verður að gerast í þessum leik þannig að ég spái jafntefli 0-0.

Watford – Aston Villa

Watford er þriðji nýliðinn í þessari deild. Þarna mæta þeir hinum fornfræga klúbbi Aston Villa með hinn sterka Búlgara Stilian Petrov í fararbroddi. Þetta verður erfiður leikur fyrir heimamenn. Villa verður sterkari aðilinn í leiknum og vinnur 1-2. Gavin Mahon skorar fyrir Watford en Angel og Gareth Barry skora mörkin fyrir gestina frá Birmingham. Þessi spá var fyrir þá 3 Villa stuðningsmenn sem ég þekki..

Chelsea – Liverpool

Úff, Úff. Úff… Fyrsti af tveimur stórleikjum helgarinnar. Liverpool hefur haft gott tak á Chelsea undannfarið en ég held að það verði breyting hér á. Chelsea menn með Ballack og Shevchenko í broddi fylkingar hafa ekki verið að sýna sitt besta það sem af er tímabils en þeir spýta í lófana í þessum leik og klára slakt Liverpool lið 2-0. Drogba skorar fyrra markið með því að fá boltann í sig og Shevchenko sýnir af hverju Roman keypti hann á 30 milljón pund og skorar stórglæsilegt mark. Þannig að Chelsea vélin hrekkur í gang í þessum leik…því miður.

Blackburn – Man. City

Blackburn og Man City hafa byrjað feykilega illa á þessu tímabili. Miðað við gott gengi í fyrra. Ég held að Blackburn vinni þenna leik því hungrið er meira þeim megin og gamli Everton maðurinn Francis Jeffers skori eina mark leiksins.

Tottenham – Fulham

Þetta er ekki stærsti Lundúnarslagurinn en þó Lundúnarslagur engu að síður. Fulham varð fyrir áfalli í síðasta leik þegar Jimmy Bullard meiddist og verður líklega ekkert meira með á tímabilinu sem veikir liðið mjög. Ég trúi ekki öðru en Tottenham taki þennan leik á heimavelli, enda með miklu sterkara lið. Ég spái 3-1 fyrir Tottenham með 2 mörkum frá Berbatov og 1 frá Robbie Keane. Heiðar Helguson minnkar síðan muninn úr vítaspyrnu.

West Ham – Newcastle

Hamrarnir með Zamora í banastuði mæta Newcastle.  West Ham siglir lygnan sjó um miðja deild þar sem þeir munu líklega enda, en Newcastle hafa byrjað brösulega og töpuðu á heimvelli í síðustu umferð. Newcastle eiga ekki break í þessum leik og tapa 2-0  með mörkum frá Tevez og Harewood.

Man. Utd – Arsenal

Þessir erkifjendur mætast nú á Old Trafford. Gengi liðinna  hefur verið mjög ólíkt það sem af er þessu tímabili. United trónir á toppnum en Arsenal er í ruglinu í 17. sætinu. Ég get lofað ykkur einhverjum ryskingum enda eru þessi félög þekkt fyrir það að slást þegar þau mætast. Gætum jafnvel séð 2 rauð og fjölmörg gul spjöld. En Arsenal heldur áfram að valda vonbrigðum og þeir tapa 3-1 með tveimur mörkum frá Rooney og einu frá Saha. En Van persie skorar fyrir Arsenal.

,

Heimir Orri Magnússon


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband