Föstudagur, 6. október 2006
Áður óséð video
Er Dallinn dauður, ég held nú ekki. Þar sem að ég sjálfur var bara flatur um síðustu helgi var ekkert merkilegt um hana að segja. En betri helmingurinn, Sleggjan, hefði svosem getað komið með raunarsögur helgarinnar. Minnið er hinsvegar eitthvað að stríða honum og þar sem að myndavélar hans nýtur ekki lengur við er lítið til að styðjast við. Til að ná upp stemmingu í mönnum fyrir komandi helgi ákvað ég að henda inn nokkrum videoum. Það kemur í kjölfarið á síðustu videoum af Óskönnu og félögum sem naut gríðarlegra vinsælda. Það er þó hérna á Dallanum eins og í vönduðustu og bestu bíómyndum samtímans, að þessi nýju video eiga sér stað áður en hitt sem var sýnt hérna síðast. Þau munu að mörgu leiti skýra betur út fyrir einhverjum það sem fór fram í fyrri videoum. Hér er Sleggjan reyndar fjarri góðu gamni en ég nýt stuðnings frá ekki ómerkari manni en syni rifjakóngsins, sjálfum Dr.GM. Í þessu ádíófælum kemur einnig fyrir sonur Stefáns á Útistöðum, Leifur að nafni frá Dalvík eða Dallas eins og bærinn er kallaður af innfæddum. Gaman er að geta þess að eftir að þessi video fóru í loftið hjá okkur Dalla mönnum þá tóku einhverjir Bretar sig til og notuðu sömu tækni til reyna að koma upp um spillingu í enska boltanum. En þessi breski þáttur er auðvitað mun óvandaðari en videoin okkar. Hér að neðan eru videoin með smá svona kynningu líkt og áður til að skýra atburðarrásina.
,
Hér á fyrsta videoinu er einungis verið að varpa ljósi á það hversu blekaður Doktorinn er.,
Video 1
http://www.youtube.com/results?search_query=oskanna1&search=Search
,
,
Í videoi númer 2 byrjar Dr.GM að beita töfrum sínum á afgreiðsludömuna, hina einu sönnu Óskönnu. Fínt eða gróft spyr hún hann, engann rauðlauk svarar GM þá um hæl. Síðan kemur að því, þarna hefst pælingin um borða hér eða taka með. Þetta skýrir að nokkru leiti hversu oft Einar sagði í síðustu videoum að við ætluðum að taka með. Síðan reyni ég að spyrja Óskönnu hver sé munurinn sé á grindunum, þá fæ ég bara svar á ensku við allt annari spurningu.
,
Video 2
http://www.youtube.com/results?search_query=oskanna2&search=Search
,
,
Hér mætir til sögu sonur Stefáns á Útistöðum til leiks, með þennan líka góða norðlenska hreim. Hann talar um það að áður en árið verði liðið verði hann byrjaður að reykja. Út af hreimnum spyr ég hvort það verði fyrir norðan, kom nokkuð á óvart hversu lítið þau kipptu sér upp við það neinei bara hérna í Reykjavík hjá mér segir slordísin hans. Ég skýt síðan aðeins á hann út af hreimnum, var smá smeykur við hann samt þannig að ég sagði honum að sjálfur væri ég að norðan, sem er nottlega engin lygi. Leifur bendir réttilega á ritháttinn í beikon, nítján og átján.
,
Video 3
http://www.youtube.com/results?search_query=oskanna3&search=Search
,
,
Að lokum sést hér vel afturendinn á ungfrú Útistöðum. Er hann segist heita Leifur spyr Addi Brooklyn hann hvort að hann sé kallaður Leifur Óheppni. Það virðist eitthvað hafa farið í hann því að hann varð nokkuð vondur á svipinn, ég varð smá smeykur og reyni að snúa þessu yfir í eitthvað annað. Spurning hvort að honum hafi mikið verið strítt á þessu á Dalvík í gamla daga. Hann segist vera frá Dalvík, þá kemur nokkuð gott frá Adda já þá ertu óheppinn. Svo í lokin smá landafræðiumræður milli okkar Leibba.
,
Video 4
http://www.youtube.com/results?search_query=oskanna4&search=Search
,
,
Það hefur enn ekki alveg tekist að kryfja þetta grindamál til mergjar en því verður haldið áfram þar til almennilegt svar hefur fengist. Ég get viðurkennt það að það verður gert að næturlagi því að ég þori ekki að fara á Quiznos fyrr en eftir svona kippu.
,
Fyrir hönd Dallamanna
Sýslumaðurinn í Grafarvogi.
Athugasemdir
Hvað ætla dallamenn að gera af sér á friday night? Október-Fest maybe ??
Úlli (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 23:04
Hvað ætla dallamenn að gera af sér á friday night? Október-Fest maybe ??
Úlli (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 23:06
sælir piltar, Svíþjóð hér... hvað er að gerast ein færsla á viku, hélt að þið stefnduð á toppinn!!! haldið áfram að skella inn þrumufærslum, þær ylja mér um hjartarætur hérna í svíþjóð... kv. Jóhann Von Flagar
Fjalarinn (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 20:56
öss dallinn rip
raggi (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 13:39
http://pose.is/viewpic101.php?pagei=1&id=227&pageimg=88&d=2006-10&iscomment=0
Finnst ég eitthvað kannast við þennan, the man with attitude :)
Billy Shake
Billy Shake (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 02:22
Hvað er eiginlega að gerast er Dallinn alvegt steindauður
Bjarni (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 01:33
ég held að dallinn sé dauður.. sad but true... :(
Kristbjörg
Kristbjörg (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.