6. spámaðurinn, prófessor Ragnar

raggiprofessor.jpg
Þá er komið að  6. spámanninum í sólheimakeppni okkar Dallamanna. Klukkan 4 á laugardaginn var síðasti spámaður, Stefán, kominn með 5 af 7 rétta en því miður fyrir hann þá klikkuðu hinir þrír leikirnir þannig að sólheimaspákeppnin stendur enn undir nafni þar sem enginn hefur náð að spá fyrir um yfir helming leikja rétt.  En við skulum sjá hvað sjálfur Raggi Levi's gerir í þessum málum, aldrei að vita.....

,

, 

Bolton - Liverpool

Bolton sem hefur gefið sér frægt orð fyrir að leyfa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri tekur á móti Pistol Pete og félögum í Liverpool. Ég hef trú á að Liverpool menn sem hafa verið í fanta formi í síðustu leikjum taki þennan leik. Úrslitin verða 1-2 og skorar Pistol Pete eitt og svo rassaþjapparinn hann Garcia eitt og fagnar svo með að sjúgja á sér puttann. En einhver af ungu leikmönnumum í Bolton minnkar munin.. Smá hræddur um vörnina hjá Liverpool en spurning um að setja bara Klofið í vörnina og láta hann binda saman endana.

Charlton - Arsenal

Ég ætla að reyna að vera hlutlaus í þessari spá en ég  að hið vel mannaða Arsenal lið með besta framherja, miðjumann og varnarmann og markmann í heimi taki þennan leik gegn Hermanator og co í Charlton. Markalaus fyrri hálfleikur en svo koma 3 í seinni. Henry skorar tvö og bæði með skalla og Fabregas skorar svo eitt. Leikurinn fer 0-3. Menn Ians Dowie eða Dewie eins og ég kýs að kalla hann eiga fyrir höndum erfiðann vetur.

Chelsea - Aston Villa

Hið ógeðslega lið Chelsea sem er án efa ógeðslegasta lið heims og eru klárlega vondu kallarnir í fótboltanum í dag. Þegar ég fer með bænirnar mínir á kvöldin þá bið ég alltaf góð vin minn hann Guð almáttugann að fara að gera eitthvað í þessu og ég átti ánægjulegt spjall við hann í gær og lofaði hann mér því að hjálpa tillunum hans Marteins að vinna þennan leik. Ég hef mikla trú á óvæntum úrslitum í þessum leik og langar mér að spá sigri hjá Villa mönnum en ég sætti mig við jafntefli þar sem Angel kemur villa yfir en Shevshenko jafnar fyrir vibbana á lokamínótum leiksins. 1-1.

Everton - Man City

Einn skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Everton hafa verið að spila yfir getu það sem af er og þeir halda því áfram eitthvað fram á veturinn. Merkilegt hvað Everton eru alltaf góðir annaðhvort tímabil. Man City verða í ströggli í vetur. Ég held að Johnson skori eitt og Beatie eitt og endar þessi leikur 2-0 fyrir Everton. Pearse kemur sjálfur inn á og klúðrar víti eins og hann gerði svo skemmtilega hérna um árið gegn Þyskurunum.

Sheff Utd - Boro

Klárlega líklegustu liðin til að falla ásamt Watford og verður þetta án efa allveg drepleiðinlegur leikur. Suðurhliðið er bara of ljótur til þess að vera góður manager og held ég að hann ásamt Jol verði þeir fyrstu til að verða reknir.. Vona það allaveganna Boro vegna. Sheff.Utd er þó með ágætis vörn en hafa kannski ekki mikið úthald en það þarf svosem ekki gegn framherjum á borð við Viduka sem sást í gær á KFC að biðja um borgara með mikið af hvítu sósunni. Ég er held ég búinn að skrifa meira um þennan leik heldur en á eftir að gerast í honum. Steindautt 0-0 jafntefli.

West Ham - Reading

Þetta verður held ég skemmtilegur leikur. Ég er að fýla bæði þessi lið þó að West Ham hafi ekki verið jafn skemmtilegt og í fyrra en það þarf bara að dusta rykið af hömrunum en ég held að það gerist ekki mikið í þessum leik annað en að Tevez skorar sitt fyrsta mark. 1-0 fyrir West Ham

Blackburn - Wigan

Passið ykkur á þessum. Þessi verður B O B A, þetta verður mikill slagsmála leikur, fátt um fína drætti en barist til síðasta blóðdropa. Efa að aðalmarkmiðið hjá þessum liðum sé að spila áferðafallegann bolta.. Frekar að safna spjöldum og tönnum úr andstæðingunum. Samt alltaf gaman að sjá svona leiki. Blackburn er þó skárra lið og vinnur þennan leik 2-1. Hann Benni skorar eitt og Savage eitt en einhver górilla sleppur inn á völlin og skorar fyrir Wigan. Dómarinn í þessum leik þorir ekki annað en að dæma marki gilt vegna hræðslu um líf sitt. Verður svo myrrtur af Mark Hughes eftir leik.

Man Utd - Newcastle

Yfirleitt skemmtilegir leikir á milli þessara liða. United hefur aðeins misst dampinn eftir góða byrjun og vonandi missa þeir dampinn eitthvað áfram en hinn háaldraði Martins verður dæmdur í bann eftir þenann leik þar sem kemur í ljós að hann er með falsaða kennitölu og er í raun og veru ekki mennskur heldur er hann górilla. Þó ekki sú sama og skoraði fyrir Wigan. En að leiknum aftur þá nær skeppnan hann Rooneu sér loks á strik og skorar tvö og leggur eitt upp á Saha. Ronaldo spilar ekki þennan leik þar sem hann er nýjasti meðlimur í fræknu fjóru (quer eye for a straigt guy) og eru tökur á sama tíma og leikurinn er leikinn. Parker skorar svo eitt fyrir Newcastle. 3-1

Tottenham - Portsmouth

Sol Campell á sínum gamla heimavelli og enn verður baulað á hann, kallgreyið. Gaman að sjá hvað hann hefur öðlast nýtt líf þarna fyrir sunnan. Sama sagan um Kanu, merkilega góður og fljótur leikmaður. Ég vona að Portsmouth vinni en ég hef samt trú á að Tottenham rétti smá úr kútnum og Mido skori eina maark leiksins. Honum finnst Campbell svo lélegur líka.. Mido er nefnilega svo góður sjálfur.. Helvítis sandnegri og eyðimörka skítur.. Enginn rasimsi í þessu er það? En Tottenham vinnur því miður 1-0.

Watford - Fulham

Damn hvað ég hlakka til að helgin er búin og eftir skemmtilegan mánudagsvinnudag að koma heim og horfa á þennan þrusuleik… Vúhú.. Þetta verður Fiesta.  Watford kemur á óvart og vinnur þennan leik. P.S. EKKI HORFA Á ÞENNAN LEIK…..

,

Jæja þá er ég búinn og þakka ég bara Dalla mönnum fyrir þetta tækifæri og vonandi rætist nú eitthvað af þessu…

Raggi Levi´s


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÉG vil óska Raggi til hamingju með þennan árangur.
Og óskum við honum góðs bata.

Stefán (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 22:42

2 identicon

Það virðist vera mönnum ómögulegt að komast yfir 50 prósentin í sólheimagiskinu. En Raggzeneggerinn samt á toppnum með ekki ómerkari mönnum en Dr.Pepper og Dr.GM

Sýsli (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband