Fimmtudagur, 28. september 2006
B O B A - Video af Óskönnu
Það eru tímamót í sögu dalli.blog.is, í fyrsta skiptið sem hægt er að nálgast video hér. Þetta er svona svipað og þegar það var orðið að horfa á video á mbl. Þetta er liður í að gera Dallann ráðandi markaðsaðila á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Eftir að fyrsta verk okkar í þeim aðgerðum, að kaupa NFS og leggja hana niður þá munu þessi video koma i beinu framhaldi af því.
,
Eins og sagði hér í síðustu færslu var haldið í gúff á leiðinni heim úr bænum á laugardaginn. Það var auðvitað farið til Óskönnu, sem er orðin landskunn eftir að hafa fengið mikla og jákvæða umfjöllun hér á dallanum. Eins og búið var að lofa þá eru hér video af samræðum okkar dallafrænda við þær stöllur. Það skal þó tekið fram að það megi frekar líta á þetta sem hljóðupptökur eða ádíófæla eins og Lýður Oddson orðar það svo skemmtilega í Lottó auglýsingunum.
,
Menn verða endilega að kíkja á þetta og kommenta, það þarf auðvitað ekki að taka það fram að nauðsynlegt er að hafa hljóð á þessu. Við höfum hér stuttar lýsingar hér með hverju videoi svo menn átti sig á því hvað er að gerast.
,
,
Hér í fyrsta videoinu reynum við Sleggjan að varpa ljósi á þetta með grindurnar, við skiptumst á að segja borða hér og taka með á meðan ég reyni að sjá hvor grindurnar hún tekur. Hérna heldur Óskann sig bara til hlés en Svetlana stalla hennar er að afgreiða okkur. Svetlana verður ekki sátt þegar að ég ætla að fara að spyrja hana og segist vera að gera fyrir Einar núna. Hún er bara alls ekki sátt með að fá spurningar. Í lok videosins ætla ég síðan að fara að segja henni frá því þegar ég lenti í því að skera mig í puttan í grænmetisskurðar vél á Svörtu Pönnunni forðum daga. Það er eins og í 24, Prison Break og þessu þáttum að þessi videoklippa endar akkurat þegar eg er að fara að segja söguna, síðan er framhald í næsta videoi.
,
Video 1
www.youtube.com/watch?v=iwWnb7SjtIA&mode=related&search=
,
,
Í öðru videoinu þá byrja ég að reyna að segja Svetlönu frá þessari sögu, en hún sýnir henni engan áhuga og byrjar bara að horfa undan. Þrátt fyrir það held ég ótröður áfram en þarf að gera hlé á sögunni þegar að hún segir við mig: ætlarðu að borða eitthvað eða nei. Síðan þegar hún mismælir sig og segir óvart: borða hér eða taka með grípur Einar strax tækifærið og reynir að rugla hana.
,
Video 2
www.youtube.com/watch?v=osO19EqLcXQ&NR
,
,
Síðan í þriðja videoinu þá er röðin komin að Óskönnu. Hún er jafn ósátt og vinkona sín og lætur mig heyra það fyrir að hafa verið að taka myndir af sér undanfarnar helgar. Ég næ að ljúga að henni að það sé slökkt á vélinni og að það hafi ekki verið ég sem hafði tekið myndirnar af henni þarna undanfarið. Í lokin ætlar dömusegullinn Einar að reyna að bræða Óskönnu en það tekst ekki betur til en svo að hún segir honum að tala ekki svona mikið.
,
Video 3
www.youtube.com/watch?v=3orexKSXxgg&NR
,
,
Við bíðum gríðarlega spenntir að sjá hvernig mönnum finnst videoin af þessum Rússnesku sjarmatröllum og ef það verður jákvætt þá eigum við í pokahorninu eldri video þar sem að meðal annars Stefán á Útistöðum kemur fyrir.
,
Fyrir hönd Dalla
Sýslumaðurinn í Grafarvogi.
Athugasemdir
hahahahahaha þvílík myndataka!!! :) og þvílíkt djamm!! þið verðið að taka mig með næst ;)
Kristbjörg
Kristbjörg (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 13:15
heheh... snilld
elvar (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 14:26
hahah.. tær snilld. Án efa lang besti parturinn þegar Sleggjan virðist ekki alveg skilja Óskönnu "eidtúsund tvohúndrd sjögtíu og fimm"... Sleggjan augljóslega ekki sáttur með þennan talsmáta og eins samk. sjálfum sér og hann spyr hann í kjölfarið "Er þetta í íslenskum krónum".. SNILLD. ps. ég sé að þið hafið ákveðið að tegja þetta sumar aðeins lengur enn til stóð. spurning hvort þið haldið þessu ekki bara gangadi fram á jól en þá koma einmitt nýir og ferskir leikmenn til að hvíla þá þreyttari.
Haffi
Haffi (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 16:48
Bara snilld. Besti kaflin er klárlega þegar Sleggjan er að
hrósa Óskönnu fyrir "Bestu Bátana" og hún segir honum að
tala ekki svona mikið.
Takk fyrir frábært blogg.
Kveðja Fuglinn
Fuglinn (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 16:54
Já það er hiklaust hægt að mæla með heimsókn á Quiznos eftir að hafa stigið nokkur létt dansspor í bænum.
Einnig væri til fyrirmyndar ef fleiri myndu koma með hljóðupptökur eða vídeo af sínu spjalli við þær rússnesku stöllurnar.
Sleggjan (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 20:16
Hehe. .alltaf jafn miklir snillingar :)
Gulla (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.