Borða hér eða taka með?

Þessi er því miður frátekinn dömur

Það var stór dagur í gær 26. september, meistari Dr.GM átti afmæli. Við hjá Dalli.blog.is óskum Sýslumannsfrændanum innilega til hamingju með þennan merka áfanga. Þó svo að viska hans og þekking á hvursdagslífinu bendi til þess að hann sé kominn á ellialdur þá er hann einungis 23 ára kallinn líkt og unglegt og hressandi útlit hans gefur til kynna. Við dallamenn heyrðum því fleygt á gólfvellinum að þær mótmælagöngur sem farnar voru um land allt í gær væru ekki einungis til að mótmæla nýja stöðuvatninu fyrir austan heldur einnig til að votta Dr.GM virðingu sína í tilefni dagsins. Innkoma Doktorsin inn í þessi mótmæli mun vera ástæðan fyrir góðri mætingu. Við Dallafrændur erum þó soldið seinir í þessu og það verður bara að vera í lagi þó að lesendur óski GM til hamingju daginn eftir.

Fréttir herma að um 15.000 manns hafi sýnt Ómari Ragnarssyni og skoskum vinum Dr. GM stuðning í verki með því að mæta en þess ber þó að geta að samkvæmt þeim myndum sem sýndar voru í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna fengu Dallamenn ekki betur séð en um 14.000 af þeim hafi verið smalað saman af sambýlum borgarinnar.

Áður en lengra er haldið er vert að minnast þess að einhverjar myndir náðust af stemmningunni á laugardagskvöldið þó svo að rúsínan í pylsuendanum að þessu sinni séu vídeo sem náðust af Óskönnu og stöllu hennar á Quiznos undir sunnudagsmorgun. En annars var helgin ekki lengi að líða hjá okkur frændum Dalla. Fámennur en vægast sagt góðmennur hópur var mættur á Sleggjustaði á laugardagskvöldið þar sem margir voru fjarverandi frá miðbæjarlífínu.

Eins og góðra manna er siður var haldið í gott gúff á heimleiðinni. Hvar er betra að gera það en hjá Óskönnu og co á Quiznos. Þrátt fyrir mikla aðdáun okkar á Óskönnu þá virtist það ekki vera gagnkvæmt hjá henni og Svetlönu systur hennar á sunnudagsmorguninn. Það mátti ekkert spyrja þær og helst bara ekki opna á sér munninn nema til að troða oní sig. Við náðum nokkrum góðum samræðum við þær stöllur og erum að vinna í því að setja það á veraldarvefinn, vírusinn er í þeirri deild.

Til að útskýra hluta af þessum myndböndum þá er Quiznos með tvær tegundir af grindum í gangi sem þó eru nánast alveg sömu grindurnar. Önnur grindin er ef ,,taka á með” en hin er ef ,,borða á hér” eins og Óskanna setur það svo skemmtilega fram. Við þetta væri auðvitað ekkert athugavert ef munurinn á grindunum væri þónokkur en svo er ekki. Dallafrændur hafa eytt löngum stundum við að spyrjast fyrir um hvert málið sé en engin fást svörin og er hugsanlegt að einhver fundalaun séu í boði fyrir þann sem upplýsir leyndardóminn. Það er því hressandi dægrastytting að skipta reglulega um skoðun hvort eigi að borða á staðnum eða taka matinn með, þó þeim rússnesku þyki svo ekki vera.

Við viljum biðja menn að fylgjast með og kíkja á þessi video þegar þau koma hér inn því að þau þykja í skemmtilegri kantinum.

Áfengið skapar meistarann,

Dallamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband