4. spámaður er Heimir Magnússon

Evertonmaðurinn Heimir Magnússon

Það eina sem kemur hérna inn á þessa síðu reglulega og á réttum tíma er spá fyrir Enska Boltann. Það er með sanni hægt að segja að menn hafi ekki riðið feitum hesti frá spám sínum hér á Dallanum. Dr.GM trónir á toppnum með 50% árangur, fast á hæla hans kemur síðan Jóhann Flagar von Svíþjóð með 40% rétt. Sá sem rekur lestina er síðan Júmbó-Bjöllinn með aðeins 30% árangur. Nú er hins vegar komin röðin að Everton manninum Heimi Magnússyni og ætti ekki að vera erfitt fyrir hann að ná betri árangri en þessir þrír sérfræðingar hafa gert hingað til. Reyndar er þessi umferð bísna strembin og til marks um það þá svaraði Ragnar Sverrisson ekki í símann sinn í allan dag, hann hafði greinilega lúmskan grun um það að Dallamenn hefðu áhuga á honum í tipp eftir yfirlýsingar sínar undanfarið. Heimir lætur hins vegar slag standa og fregnir herma að hann hafi fengið sögulegt ágrip af fyrri viðureignum liðanna sem nú mætast frá GettuBetur-Steinþóri frænda sínum. Við kunnum Heimi einnig bestu þakkir fyrir það að fara ekki huldu höfði hér í kommentadálknum og valda þar usla líkt og frammara er siður. Hann hefur greinilega gert sér grein fyrir því að Dallamenn eru með Dr.GM til halds og trausts til að rekja IP-tölur. En ekki fleiri orð um það, hér er spá Heimis.

,

Charlton – Portsmouth

Hér er fyrsti leikurinn sem ég spái í. Charlton hefur farið skelfilega af stað með aðeins 1 leik unnin og 3 tapaða, á meðan Portsmouth hafa byrjað vel og unnið 3 og gert 1 jafntefli. En það er eitthvað sem segir mér að Charlton vinni þennan leik 2-1 með 2 mörkum frá Darren Bent en Kanu laumar einu inn fyrir gestina undir lokin.

Bolton – Middlesboro

Þetta eru liðin í sjötta og tólfta sæti. Bolton rétt náði að vinna Watford á heimavelli í siðustu umferð með marki úr vítaspyrnu á meðan Boro menn náðu góðu jafntefli einum færri á móti Arsenal á útivelli. Það er jafnteflisfnykur af þessum leik svo ég spái 1-1. Anelka skorar sitt fyrsta mark fyrir Bolton en Viduka skorar fyrir gestina.

Everton – Wigan

Mínir menn  í Everton unnu góðan 3–0 sigur á litla bróður um síðustu helgi og þeir eru á svakalegu skriði þessa dagana. Kilbane kemur aftur á Goodison eftir að hafa verið seldur til Wigan fyrir 2 vikum. En þetta verður einstefna allan tímann og Everton vinnur 2-0 með mörkum frá Andy Johnson og Leon Osman og fara beint í toppsætið.

Sheff. Utd – Reading

Fyrsti nýliðaslagur tímabilsins, Lítið verður að gerast í þessum leik þannig að ég spái jafntefli 0-0.

Watford – Aston Villa

Watford er þriðji nýliðinn í þessari deild. Þarna mæta þeir hinum fornfræga klúbbi Aston Villa með hinn sterka Búlgara Stilian Petrov í fararbroddi. Þetta verður erfiður leikur fyrir heimamenn. Villa verður sterkari aðilinn í leiknum og vinnur 1-2. Gavin Mahon skorar fyrir Watford en Angel og Gareth Barry skora mörkin fyrir gestina frá Birmingham. Þessi spá var fyrir þá 3 Villa stuðningsmenn sem ég þekki..

Chelsea – Liverpool

Úff, Úff. Úff… Fyrsti af tveimur stórleikjum helgarinnar. Liverpool hefur haft gott tak á Chelsea undannfarið en ég held að það verði breyting hér á. Chelsea menn með Ballack og Shevchenko í broddi fylkingar hafa ekki verið að sýna sitt besta það sem af er tímabils en þeir spýta í lófana í þessum leik og klára slakt Liverpool lið 2-0. Drogba skorar fyrra markið með því að fá boltann í sig og Shevchenko sýnir af hverju Roman keypti hann á 30 milljón pund og skorar stórglæsilegt mark. Þannig að Chelsea vélin hrekkur í gang í þessum leik…því miður.

Blackburn – Man. City

Blackburn og Man City hafa byrjað feykilega illa á þessu tímabili. Miðað við gott gengi í fyrra. Ég held að Blackburn vinni þenna leik því hungrið er meira þeim megin og gamli Everton maðurinn Francis Jeffers skori eina mark leiksins.

Tottenham – Fulham

Þetta er ekki stærsti Lundúnarslagurinn en þó Lundúnarslagur engu að síður. Fulham varð fyrir áfalli í síðasta leik þegar Jimmy Bullard meiddist og verður líklega ekkert meira með á tímabilinu sem veikir liðið mjög. Ég trúi ekki öðru en Tottenham taki þennan leik á heimavelli, enda með miklu sterkara lið. Ég spái 3-1 fyrir Tottenham með 2 mörkum frá Berbatov og 1 frá Robbie Keane. Heiðar Helguson minnkar síðan muninn úr vítaspyrnu.

West Ham – Newcastle

Hamrarnir með Zamora í banastuði mæta Newcastle.  West Ham siglir lygnan sjó um miðja deild þar sem þeir munu líklega enda, en Newcastle hafa byrjað brösulega og töpuðu á heimvelli í síðustu umferð. Newcastle eiga ekki break í þessum leik og tapa 2-0  með mörkum frá Tevez og Harewood.

Man. Utd – Arsenal

Þessir erkifjendur mætast nú á Old Trafford. Gengi liðinna  hefur verið mjög ólíkt það sem af er þessu tímabili. United trónir á toppnum en Arsenal er í ruglinu í 17. sætinu. Ég get lofað ykkur einhverjum ryskingum enda eru þessi félög þekkt fyrir það að slást þegar þau mætast. Gætum jafnvel séð 2 rauð og fjölmörg gul spjöld. En Arsenal heldur áfram að valda vonbrigðum og þeir tapa 3-1 með tveimur mörkum frá Rooney og einu frá Saha. En Van persie skorar fyrir Arsenal.

,

Heimir Orri Magnússon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er loksins að menn vitkast og spái aston villa sigri.

Sýsli (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 10:53

2 identicon

Enda ekki annað hægt miðað við spilamennsku okkar liðsa, Petrov : vanmetnasti miðjumður heims !!! kv. Jói Villa maður

Jói (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 13:00

3 identicon

Djöfull lélegur tippari
1 réttur af 5

Nonni Guggu (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 20:16

4 identicon

Það er nú gömul og góð regla að dæma ekki árangur manni fyrr en umferðunum er lokið. En maður gat svosem sagt sér það sjálfur að Everton færu ekki að vinna tvo leiki í röð.

Sleggjan (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 21:22

5 identicon

GO AAAAAAARSENAL!!!!!

Úlli (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 00:24

6 identicon

GO AAAAAAARSENAL!!!!!

Úlli (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 00:25

7 identicon

Úlli er kominn í ónáð.

gm (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 08:49

8 identicon

Djöfull er samt Didier Drogba góður maður.

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband