Gleðilegan flöskudag

Ég og Haffi

Enn eina ferðina styttist nú óðum í helgina góðu og er ekki laust við að kverkarnar séu farnar að vætast töluvert.

Í Frostafoldinni  þar sem Sleggjan hefur átt nokkuð fastan sess í hugum nágranna sinna sem óvinsælasti maðurinn virðist hann kominn í samkeppni þar sem ungur piltur er fluttur inn ská fyrir ofan. Þegar hann spurði að því hvernig væri með partýstand og hvort fólk hefði eitthvað á móti því í húsinu um daginn benti ég honum að sjálfsögðu á að þetta væri allt hið mesta rólyndisfólk og allt væri í góðu enda enginn leið að átta sig á því að fólk hefði eitthvað á móti partýstandi á fimmtudagskvöldi í partýi sem einungis átti að standa til 11, en síðan væri haldið á busaball Versló á hinum síþreytta stað, Broadway.

Þessi menntaskólaböll eru nú allt annar handleggur enda er gjörsamlega búið að eyðileggja þá góðu hefð með sömu forsjárhyggjunni og bannaði bjór á klakanum okkar allt til ársins 1989. Eftir því sem ég fæ best skilið þá mega þau ekki vera lengur en til eitt, sem þýðir að fólk þarf að mæta í síðasta lagi 11 sem aftur þýðir að þessi “normal landsliðsmaður” þarf að vera kominn í glas í hádegishléinu í skólanum til að finna eitthvað á sér á ballinu. En nóg um það…

Þegar fyrrverandi Robbie Savage stigagangsins ætlaði að skella sér á fóstbræðrakvöld til Sýslumannsins, ásamt fleiri góðum mönnum um 10 leytið, var lögreglan að sjálfsögðu mætt hérna fyrir utan farin að ræða við einhverja unglinga sem einfaldlega voru að gera sér glaðan dag. Sjálfsagt hefur einhver einhver nágranni minn hringt þá á staðinn en það verður að viðurkennast að undirritaður er nokkuð leiður yfir þessu öllu saman enda honum aldrei tekist að fá lögregluna í partý til sín á Sleggjustöðum en það stendur allt til bóta eftir þessa reynslu.

Partý þetta fór reyndar mest fram á stigaganginum en það breytir ekki því, þessir fordómar gegn unglingadrykkju ná engri átt lengur. Án þess að vilja vera að skjóta of föstum skotum á minn gamla skóla þá týndi Sleggjan að sjálfsögðu upp draslið hér fyrir utan þegar hann kom heim og reyndust áfengis og sígarettupakkarnir ekki vera af betri sortinni. Allar flöskurnar voru annað hvort Breezer eða Miller “bjór” og sígarettupakkarnir mest Capri en þó nokkrir light. Ég veit hvaða ímynd minn gamli skóli hefur en allt í einu snerist mér örlítið hugur. Ef djúsgos og amerískt sull er allt sem þetta lið kann að drekka þá skil ég vel að lögreglunni hafi ofboðið. Kannski er þetta fólk bara ekkert tilbúið í að drekka. Allavega mun Sleggjan ekki benda á hafa lægra í næsta partýi heldur frekar að drekka alvöru áfengi, það er nokkuð ljóst að það verða ekki týndir upp fleiri amerískir bjórar, breezerar og Capri sígarettupakkar, enda fór ég með þetta beint í ruslið. Ekki ætla ég að mæta í endurvinnsluna með fulla poka af þessu. Eins og skáldið sagði er “reppið” það eina sem maður á í lífinu og það er því betra að fara vandlega með það.

Nú kann fólk að spyrja sig hvað orsaki þessa fádæma góðmennsku í Sleggjunni? Farinn að týna dósir og rusl eftir partý annara?

Nei hér er maður sem ólíkt Elvari hugsar lengra en nefið nær. Hér hefur verið komið í veg fyrir ósætti nágrannana og því er alls ekki ósennilegt að mér verði launað það í sömu mynt, þ.e. næst þegar DJ Sisqo Gomez þeytir iTunes á Sleggjustöðum. Eins og menn vita nálgast október nú óðfluga, og í október höldum við Þjóðverjar hátíðlegt það sem við kjósum að kalla Októberfest þannig að þeir sem ekki voru búnir að átta sig á því er bent á að drífa sig í að safna yfirvaraskeggi, síðu að aftan og að sjálfsögðu að panta sér alvöru bratwurst pylsur frá landinu helga.

Það er sjálfsagt að benda á að myndin hér að ofan af mér og Haffa, frá kveðjuhelgi þess gamla, var tekin fyrir utan Prikið þar sem hann hafði kófsvitnað eftir villtan dans við dömurnar. Reyndar á hann í einhverjum vandræðum með að átta sig á “West Coast” merkinu enda kom það til nokkuð eftir hans tíð.

Víst það er komið í tísku að hefja þjóðarátök hefur Sleggjan aðeins eitt í huga, að við öll sem eitt berjumst gegn þeim fordómum sem unglingjadrykkja hefur orðið fyrir undanfarin ár.

Annars eru ykkar börn næst.

 

Fyrir hönd Dallamanna,

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er eitthvað fest um helgina?

kv.
Dr.GM

GM (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 14:10

2 identicon

Snilldar ritmennska hér á ferð, ég hló oftar en einu sinni af þessum eðal pistli:)

Sunna Dís (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 17:30

3 identicon

haffi virðist vera með nýtt rakakrem eða e-ð á þessari mynd, hann virkar tugum ára yngri!

arnar (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 19:38

4 identicon

Ég verð nú bara að segja að Einar "Bollason" á að verða blaðamaður og ekki seinna en í gær...;) góður pistill og skora ég á alla, að safna mottu fyrir komandi FEST. Er ekki bara málið að fara að stefna að klikkkkkuðu mottupartýi..?
Kveðja Ívar Selleck..;)

Ívar (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 21:06

5 identicon

Hér með skora ég á Suguna og sleggjuna að halda klikkað German Mottufest...;) ÉG krefst pistils um það.

Ívar (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 21:08

6 identicon

Sé að kappinn er lika kominn með Melsted . Greinilega smitast af stórvini sínum úr Versló Mellabirni. Ekki leiðinlegt að líkjast þeim manni:) ......... Hvernig er það er ekki verið að tala um að lögleiða hvalveiðar þó að það sé nú ekki að mínu skapi.

Bjarni J (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 21:17

7 identicon

Engar helvítis Selleck mottur, það eru bara einhverjar djöfulsins hormottur. Við erum að tala um Heiner Brand mottur, en fyrir þá sem ekki vita er Heiner Brand fyrrverandi landsliðsþjálfari Þjóðverja í Handbolta.

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 22:34

8 identicon

Heiner Brand a.k.a. Rostungurinn er auðvitað legend og ekkert annað...
Á októberfestinni verður ekkert sem bannar gervi-yfirvaraskegg... en yfirvaraskegg verða að sjálfsögðu skylda. Týróla búningur + yfirvaraskegg á djammið það kvöld þýðir frítt djamm og borgar "strákarnir okkar" það er djammslandslið Íslands brúsann, Sleggjan ábyrgist það

Sleggjan (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 00:19

9 identicon

Ég meina það verður bara að vera leyft gervi-yfirvaraskegg, ég meina við förum ekki að útiloka menn eins og Bjarna frá festinu :)

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband