Föstudagur, 8. september 2006
Spámaður númer 3, Jóhann Flagar von Svíþjóð
Jæja góðir lesendur þessarar hratt vaxandi heimasíðu, Dalli.blog.is. Hérna kemur fyrsti pistill minn frá Svíþjóð sem er liður í alþjóðavæðingu Dalla og með honum fylgir spá næstu umferðar í enska boltanum. Það er mér heiður að vera fyrsti pistlahöfundurinn sem skrifar af alþjóðavettfangi.
,
Jæja nú hef ég arfleitt fyrirliðabandinu af mér, og er sestur á skólabekk á nýjan leik þó fyrr væri. Seinustu fregnir herma þó að Ragnar Sverrisson, maðurinn sem ég kvaddi fyrirliða hafi verið sviptur. Þær fréttir komu mér í opna skjöldu og harma ég það mjög að ákvörðun mín á næsta fyrirliða hafi gengið forgörðum. Fékk þó þær fréttir jafnframt að Einar Sleggja Finnbogason hafi verið gerður að nýjum fyrirliða og þykir mér sú ákvörðun sína að landsliðið er í réttum höndum á leið uppá við. Einar hefur veigamikla reynslu á sviði drykkju og kvennamála og held ég að liðið geti vart orðið sterkara en það er nú, nema þó jú með endurkomu fyrirliðans og eins af stofnendum þessarar nýlendu.,Hér í Svíjaveldi er allt gott að frétta þó, fyrir þá sem hafa áhuga á gengi mínu hér. Skólinn er magnaður og fólkið gríðarferskt. Komst þó að því að Íslendingar eru ekki algengir hér á götunum, og hafði ég á orði á pöbb um daginn Icelanders are as rare as pandabears, rare, and really georgeus to look at, but u cant touch them, they may bite svo tók ég nett aaarrrrggghhh og það heyrðust drophljóð víða um dansgólfið!!! Ég veit fyrirliði á alþjóðavettfangi.
,
Ég veit nú ekki hvernig ég get látið þessa færslu hljóma spennandi nér fyndna... þar sem maður er hér einn eru flestar sögur kannski had to be there og þess vegna ætla ég ekki að vandræðast með sögur hér. Hér eru framin morð aðra hverja helgi og yfirleitt vegna afbrýðisemi eða haturs, og hef ég ákveðið að koma ekki óorði á Fjalars nafnið hérna um hríð allavega. Ætli ég geti ekki komið með skemmtilegri pistil eftir næstu helgi, en Stefán Örn Kárason og Bjarni Jóhannsson eru að lenda hér á morgun þegar þetta er skrifað. Og verða væntanlega ein eða tvær skondnar Sögur á ferðinni þá!!
,
En að spánni, og hef ég í huga að gera betur en Bjarni og Doktorinn og stefni jafnframt á að gera betur en þeir tveir til samans. Við skulum nú sjá hvernig með reiðir af, en ég hef nú sjaldan verið þekktur fyrir að vera getspár, þó ég hafi einu sinni unnið 1300kr á lengjunni.
,Everton Liverpool
Hér er það fyrsti alvöru nágrannaslagurinn í vetur sem fram fer á Goodison. Everton menn hafa verið í stuði nú í upphafi móts, og eru með yfirlýsingar á netinu. Liverpool menn hafa ekki verið sannfærandi í upphafi og er því óneitanlega jafnteflislykt af þessum leik og spá ég 1-1. Cahill eða Johnsson fyrir Everton og jafnvel að minn maður í Liverpool liðinu Crouch seti hann fyrir Poolara.Arsenal Middlesbrough
Jæja þá eru það mínir menn og þrátt fyrir slaka byrjun á mótinu, hafa þeir bætt við sig þremur nýjum leikmönnum. Boro hafa verið að spila ágætlega að utanskildu skíttapi fyrir Portsmouth um daginn. Ég verð trúr mínum mönnum, enda held ég að reynsluleysi Southgate sem þjálfara muni gera það að verkum að hann nái ekki að rífa þá upp. Babtista og Gallas spila sinn fyrsta leik á Emirates, leikurinn endar 3-1 og Henry setur 2 og Adebayor klínir einu. Einhver leikmaður yfir þrítugt mun skora fyrir Boro en ég treysti mér ekki í nefna hver.Bolton Watford
Hér spái ég leikmönnum Big Sam öruggan sigur þó svo þeir skori nú ekki mikið. Leikurinn endar 2-0 fyrir Bolton og að venju verður það eftir föst leikatriði. Giannakopoulus mun setja eitt með skalla og Diouf setur eitt eftir að brotið hefur verið á einhverjum gömlum í teig Watford.Chelsea Charlton
Jæja aldrei gaman að tala um Chelskí, en ætli maður verði ekki að gera að gera það hér. Þetta verður nú ekki strembinn leikur fyrir Rússana, 3-0 fyrir þeim, enda á heimavelli. Leikmenn Dowie hafa ekki verið að spila vel, og Hermann verður þeirra besti maður, spái að hann geri öðrum liða greiða og fótbrjóti Shevchenko eða Ballack. Mörk Chelskí í þessum leik skora Lampard, Drogba og Terry. Ashley Cole spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu og væntanlega þann síðasta, því gömul meiðsli taka sig upp á þungu og vondu grasinu á Stamford.Newcastle Fulham
Hér erum við með tvö lítt skemmtileg lið. Þessi leikur endar óvænt með sigri Fulham 1-2. Stjórn Newcastle hlýtur að fara að átta sig á því að ráðningar þeirra á knattspyrnustjórum er ekki upp á marga fiska. Heiðar og John setja hann fyrir Fulham, en það verður óvænt mark frá Luque sem kemur Newcastle á bragðið í þessum leik.Portsmouth Wigan
Leikmenn Portsmouth hafa verið að spila vel í byrjun móts og spá ég að þeir haldi því áfram hér, þó svo að Wigan sé með þokkalegt lið. Held reyndar að þessi leikur endi með Jafntefli og spá ég því 1-1 og það verður Kanu fyrrum Arsenal maðurinn sem setur hann fyrir Portsmouth, og jafnvel að nýji leikmaður Wigan Zinedine Kilbane skori úr aukaspyrnu fyrir gestina.Sheff Utd Blackburn
Nýliðar Sheff Utd munu ekki ríða feitum hesti frá þessari viðureign þó svo að leikmaðurinn sem kenndur er við mig, Ade Akinbyi sé að spila með þeim, þá mun Brad Friedel verja eins og berserkur frá honum. Blackburn sigra hér sinn fyrsta leik í deildinni í vetur 0-2 með mörkum frá hinm feikisterka Jason Roberts, og svo mun nýji leikmaður þeirra Shabani Nonda þrumbla inn einu.Man Utd Tottenham
Hér erum við komin í einn stórleik þessarar umferðar, Man Utd hafa byrjað þetta tímabil feikilega vel og andstæðingar þeirra hafa þó ollið töluverðum vonbrigðum. Spái ég því að Man Utd vinni þennann leik með 3 mörkum gegn 1. Jermain Defoe mun skora fyrir Spurs, og jafna leikinn í 1-1 en lengra komast þeir þó ekki. Michael Carrick mu jafna gegn síunm gömlu félögum, og svo mun Saha og hinn síungi Solskjaer skora fyrir Utd.West Ham Aston Villa
West Ham hafa keypt tvo ansi hreint sterka leikmenn til sín nú á síðustu dögum og mun það reynast þeim vel í vetur. Aston Villa hafa hins vegar ekkert keypt en þó fengið hinn snjalla ONeill til liðs við sig. Villa menn hafa verið að spila vel og einnig West Ham. Þessi leikur er því erfiður, en ætla ég þó að spá West Ham sigri, þó ekki til að pirra DJ Sisqó. Þessi leikur mun enda 2-1 og verður það Abgnonhalor sem skorar fyrir Villa en þeir Harewood og Tevez, munu tryggja Hömrunum 3 stig í þessum leik.Reading Man City
Íslendingaliðið Reading er ekki með ýkja sterkt lið. Man City hafa verið að spila feikivel og lögðu mína menn um daginn. Þó ætla ég að spá hér jafntefli og mun þessi leikur enda 0-0. enda bæði lið ekki með neina alvöru markaskorara í sínum herbúðum. Þó myndi það ekki koma mér á óvart að þetta yrði markaleikur, en ég læt sitja við 0-0.
,
Já þá er þessari spá minni lokið, og vona ég að mér reiði betur af enn kollegum mínum á undan. Það yrði hræðileg niðurstaða fyrir mig að lenda neðar en þessir tveir og vona ég að svo verði ekki. Nú sit ég bíð eftir að fá Bjarna og Stebba til mín hérna og er bjórinn að kólna í ískápnum akkúrat núna. Þessi helgi verður ekki aðeins station helgi hérna heldur tvöföld, því áætluð drykkja er 4 dagar. Þó verð ég að mæta í skólann meðan þessir tveir heiðursmenn munu sofa úr sér, þá næ ég því ekki og harma ég það. En þangað til næst kveðjur úr svíjaveldi.
,
Pandabjörninn Flagari!!
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:03 | Facebook
Athugasemdir
Þér hefur ekki einnig verið tjáð að ég fór fram á sölu frá landsliðinu... ef þetta er mórallinn og samstaðann í liðinu þá skammast ég mín fyrir að hafa verið í þessu liði... en jæja góður pistill hjá þér kútur... hlæðu nú vel af Bjarna þegar Arsenal rúllar yfir Boro
Raggi (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 20:49
Ég get ekki alveg séð að Hermann nái að fótbrjóta nokkurn einasta Chelski mann né hvað þá vera besti maður Charlton í leiknum þar sem hann er í leikbanni eftir olnboga skot "a la Thatcher" um daginn.
kv, Maggi J
Maggi J (IP-tala skráð) 9.9.2006 kl. 01:20
Mér sýnist á öllu að Jói hafa rétt marið sigur á mér með 4 rétta. Gary speed skoraði á 90 min fyrir bolton gríðarleg heppni þar og fulham grísuðu marki inn á seinustu andartökum leiksins. Þannig að Joi má teljast mjög heppin að vera með heila 4 rétta. Vissi nú svo sem að þetta færi svona þegar hann sagði að maður yfir þrítugt færi að pota fyrir boro. Held að það hafi einn leikmaður yfir þrítugt spilað leikinn hja Boro og hann var rekinn út af af ömurlegum dómara leiksins. En þeir sem fylgjast með enska ættu að vita að í vetur er Leikmannhópur Boro einn sá yngsti í deildinni.
Bjarni Jóhannsson (ekki Blika Bjarni) (IP-tala skráð) 11.9.2006 kl. 21:27
Af þessum athugasemdum mætti draga þá ályktun að Jói væri bara ekki með hlutina á hreinu. Menn bara hver á eftir öðrum að benda á staðreyndarvillur í spánni hans. Ekki er heldur hægt að segja að árangur hans í spánni afsanni þá ályktun. En það er nottlega ekkert hægt að sjá það fyrir.
Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 00:38
kann enginn að spá nú til dags... djös amatörar...
Raggi (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 14:46
Mér sýnist Ragnar vera að biðja um að vera næsti spámaður ;)
PS: Ég vill fleiri myndir!!!
Úlli (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 20:53
Myndirnar urðu erfiðari eftir að mér tókst að týna minni vél svona þriðju helgina eftir að ég fór að taka hana með mér í bæinn. En svona er þetta... ég ætla að geyma stóru orðin þangað til, það er oftast best
Sleggjan (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 01:51
Þangað til niðurstaðan af minni spá liggur fyrir átti þetta að vera
Sleggjan (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.