Þriðjudagur, 5. september 2006
Óskanna verður Oksana
Við Dallamenn viljum byrja á því að votta einum af skemmtilegri mönnum síðustu ára, Steve Irwin virðingu okkar og ekki er ólíklegt að fleiri séu á sama máli. Okkur finnst það sérstaklega leiðinlegt að Steve, sem hefur gælt við krókudíla líkt og aðrir leika sér við kettlinga, hafi síðan fallið fyrir skötu. En skatan er þekkt fyrir lítið annað en að vera útmigin á borðum Íslendinga á Þorláksmessu. Stevie Irwin RIP.
,
Við hentum inn skoðanakönnun hér til hliðar, hún er hugsuð til að kanna áhuga manna á Dallamyndum sem hafa verið við lýði undanfarnar vikur en myndavélin var hvíld núna um helgina. Við hvetjum menn og konur til að kjósa þannig að við sjáum hvort að menn kíki eitthvað á þær.
,
Eins og oft vill verða var tekin station-helgi á þetta. Ég held að ég sé einn til frásagnar um það sem gerðist þessa helgina þar sem að Sleggjan varð fyrir því óláni að láta áfengið hlaupa með sig í gönur. Hann ætlaði að vera á myndavélavaktinni en varð fyrir því óláni að týna myndavélinni og verður að nýta tekjur sínar af dallasíðunni til að fjárfesta í nýrri, ef að könnunin kemur vel út þ.e.a.s.
,
Á sunnudagsmorgun komst upp um mikinn miskilning sem hefur átt sér stað að undanförnu. Mun þetta vera einhver mesti misskilningur síðan upp komst að Dósa-Skæringur heitir ekki Skæringur heldur Guðmundur og varð þar með að Dósa-Guðmundi. Ég ákvað að skella mér á Quiznos á heimleið ásamt Sveini Bomber, Rauðu eldingunni og Skóakim Manager. Við vorum rétt að fara að panta þegar að Lenny birtist, en fyrir þá sem að vita ekki hver Lenny er þá átti hann hin fleygu orð uss Kalli maður, hann er engum líkur. Lenny heilsaði mér eins og við höfðum síðast talast við bara í gær þó að ég hafi varla séð hann frá því í útskriftarferðinni út á Krít fyrir 4 árum. En þegar við vorum komnir að því að fara að borga þá er eldri maður að afgreiða þar, gæti trúað að hann væri sá sem að ræki þetta. Það væri samt soldið fyndið ef hann væri ekkert yfir þarna, að hann talaði bara eins og yfirmaður til að lúkka betur og vill að fólk haldi að hann eigi búlluna. Allavegana þá spyr ég hann hvort að Óskanna sé ekkert að vinna (sem er hér á myndinni efst). Hann kveikir ekki alveg strax, ha Óskanna hver er það en eftir smá stund þá segir hann já þú ert að meina Oksana þá hefur það verið lesblinda mín sem hefur orsakað það að þessi misskilningur fór af stað. En það sem er kannski jákvætt við þennan misskilning er að ef að Oksana fær sér íslenskan ríkisborgararétt, sem er ekki ólíklegt, þá getur hún tekið bara upp nafnið Ósk Anna. Annars vil ég biðja Oksönnu afsökunar á þessu. En sá gamli segir hana vera alveg dúndur starfskraft, get rétt ímyndað mér að það sé vegna þess að íslenska liðið sem vinnur þarna er ekki upp á marga fiska og síðan skemmir það ekki fyrir að Oksana sættir sig við svona 200 krónur á tímann í næturvinnu. Fyrir þá sem að vilja hitta á kelluna þá tjáði Fake-yfirmaðurinn mér það að hún myndi mæta um næstu helgi.
,
En svona að lokum gott dæmi um það að Oksana sættir sig við 200 kall á tímann. Gunni bróðir (Vélin) var í æfingaferðalagi með HK í fyrra í Litháen. Hann og einn liðsfélagi voru of seinir í einn leikinn og þurftu að taka taxa. Það er þannig í Litháen eins og á Krít og fleiri stöðum að maður þarf að semja fyrirfram um verð við leigubílstjórana annars geta þeir sett upp uppsprengt verð. Það gleymdist í æsingnum hjá Gunna og félaganum, svo þegar að komið var á leiðarenda þá ætlaði leigubílstjórinn heldur betur að græða á þeim og rukkar þá um andvirði 150 íslenskra króna fyrir ferð sem venjulega átti að kosta 30 krónur. Þeir að flýta sér sprungu bara úr hlátri og réttu honum andvirði 200 króna, sögðu honum bara að eiga afganginn og drifu sig í leikinn. Leigubílstjórinn skítugi hefur væntanlega ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið.
.
Fyrir hönd Dalla frænda
Sýslumaðurinn.
Athugasemdir
Stív Ööööövin RIP.
kv,
GM
Gunnar Marteinsson (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 12:39
Ekki er the crocodile hunter látinn?
Úlfur (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.