Miðvikudagur, 23. ágúst 2006
Ferðasaga Haffa..
Það gerast ýmis ævintýrin í Vestmannaeyjum eins og löngum hefur sýnt sig. Einn sá versti seinnipartur af Þjóðhátíð sem við Dallamenn höfum heyrt um er þó ævintýri þess gamla þegar tók að líða á seinni hluta þessarar ágætu hátíðar. Það var því lítið annað í stöðunni en að fá þann gamla til að skrifa inn pistil til að reyna að koma okkur í skilning um hvað gekk á í höfði þessa smávaxna manns. Dalli frændi vill biðja ykkur um að spenna beltin vel og njóta ferðarinnar.
,
"Vondur Sunnudagur"
Þeir sem lagt hafa leið sína til Vestmanneyja fyrstu helgina í ágúst, á svo kallaða Þjóðhátíð, hafa án efa gengið í gegnum ófáar eldraunir. Ofurölvun, tjaldleysi, kynjasamskipti og veðurguðir spila oft lykilhlutverk í þeim efnum. Sjálfur hef ég lagt leið mína í Herjólfsdalinn síðustu fimm ár og tel mig vera orðinn flestu vanur þegar kemur að Þjóðhátíð. Mánudagarnir, sem eru einskonar vondir sunnudagar", hafa oftar en ekki verið manni þungur baggi enda andlegt og líkamlegt ástand í takt við svefnleysi og ofdrykkju. En að þessu sinni gekk mánudagurinn fjöllunum hærra.
Klukkan er að ganga miðnætti og leiðin liggur í Herjólfsdal. Búinn að sofa í um það bil fimm tíma samanlagt síðastliðnar tvær nætur og þar sem nýrun hafa ekki haft undan alla heglina var bjórinn löngu hættur að virka og stór peli af dræ Koskenkorva vodka hefur tekið við. Í Dalnum bíða undurfagrir tónar Árna Johnsen með lög á borð við Þykkvabæjarrokk.
Fljótlega týndi ég fólkinu eins og gerast vill og ekki ætti að þrufa að taka það fram að síminn sem með fór til Eyja var löngu horfinn, þá var ekkert annað að gera en að skella sér á veiðar. Til að gæta nafnleyndar eins og sannur Dallamaður kýs ég að kalla fenginn Hrefnu. Búið var að landa fengnum í eitthvað heimahús þegar ég ákveð að fara fram og fá mér vatnssopa. Mér til mikillar undrunar hitti ég Gullu á leið minni inn í eldhúsið og hún tjáir mér að strákarnir séu farnir heim! Heim? spyr ég furðulostinn og fæ að hringja hjá henni. Já feður mínir og bræður. Sleggjan svarar og segist vera komin á Hvolsvöll (klukkan var u.þ.b. 7 um morguninn!! ) en strákar séu enn í Eyjum. Ég hringi í Flagarann og hann tjáir mér að hann sé mættur á flugvöllinn en Faggi Perris sé enn á tjaldsvæðinu og ég ætti að geta náð í hann og flogið með honum heim. Ég hringi þá í Fagga en það er slökkt á símanum.
Ég ákveð að drulla mér á tjaldsvæðið og ná í Ragga, en þegar á hólminn varr komið var engann Ragga að sjá. Aðkoma tjaldsvæðisins minnti mig helst á Hirosima hér um árið. U.þ.b. tíu töld í misgóðu ástandi ásamt svefnpokum, dýnum, ullapeysum, flíspeysum, áfengi, stólum og að ógleymdu ruslinu. Svakalegara hef ég aldrei séð það. Svæðið var þó ekki gjörsamlega mannlaust því í einu tjaldinu fannst Grensás nokkur kenndur við nef. Fyrsta sem maðurinn spyr mig er hvort ég viti um bílinn hans! Í fyrstu hélt ég að þetta væri eitthvað grín en svo var nú aldeilis ekki Maðurinn var búinn að týna bílnum sínum í Vestmanneyjum. Og það sem verra var, flugmiðinn minn var geymdur í hanskahólfinu.
,
Ég símalaus og Elvar batterýslaus leitandi af Ragga og rauðum VW Golf skelltum okkur á lögreglustöðina og tilkynntum bílinn stolinn. Eins og gefur að skilja fór lögreglan að grennslast fyrir um einhverjar upplýsingar um bílinn, kom þá á daginn að Nebbi vissi lítið sem ekkert um þennan annars áfengissjúka bíl sinn sem verður í besta falli að teljast undarlegt. Hér kemur hluti úr samtali þeirra félaga...
,
Lögreglumaður: Hvert er númer bílsins?
Nebbi: Uhhh ég veit það ekki
Lögreglumaður: Ok, á hvern er bíllinn skráður?
Nebbi: Uhhh ég veit það ekki
Lögreglumaður: Veistu hvernig bíllinn lítur út?
,
Þá vaknaði Nebbi til lífsins og gat sagt honum frá því að umræddur bíll væri rauður Golf en svo einkennilega vildi til að lögreglumaðurinn trúði honum tæplega, hver hefði ekki trúað þessari sögu? Að lokum fannst bíllinn á flugvellinum en ekki lyklarnir. Hafði honum þá verið lagt í tvö stæði en til gamans má geta að þau stæði voru ætluð fötluðum. Eftir ítrekaðar tilraunir lögreglunnar við að opna bílinn gafst hún upp. En Elvar hefur gott nef fyrir lausnum á vandamálum og eftir langa stund ákveður hann að athuga hvort lyklarnir hafi nokkuð verið lagðir í innritunina. Og viti menn þar voru lyklarnir. En hver tók bílinn og ók honum á flugvöllinn var enn óvitað þá, en seinna játaði Pétur sig sekan.
,
Jæja kominn með flugmiðann og búinn að tékka mig inn, fæ nr. 173 og stúlkan segir að það sé ca. 2 tíma bið. Loksins á leiðinni heim hugsaði ég, þá var klukkan um það bil 7 um kvöld. Heyri kallað 155,156 . 157 og er orðinn ansi sáttur með þetta allt saman en svo líður tíminn og klukkutíma seinna kallar gaurinn 158. ÆÐI! Búinn að vera einn í flugstöðinni í 5 klukkutíma þegar loks er kallað nr. 173 seinasta vélin og klukkan gengin í eitt þegar vélin lendir á Bakka. Gjörsamlega svefnlaus og handónýtur eftir ólyfjan helgarinnar var ég í engu ástandi til að aka í 2 klst heim. Á var skollið niða myrkur með rigningu og þoku. Rúðuþurkurnar orðnar eitthvað slappar á bílnum og ekkert rúðupiss, rigningin var samt ekki það mikil að hún náði að skola rúðuna, heldur bara svona smá úði til að gera útsýnið enn verra, búið að loka öllum bensínstöðum og skyggni lítið sem ekkert. Mér leið eins og gömlum dóphaus að upplifa backflash vegna LSD neyslu síðustu ára. Ég titraði og skalf og átti fullt í fangi með að halda mér réttu megin við línuna enda sá ekkert út um helvítis gluggan, en fór vel út í kannt þegar ég fékk háu ljósin á móti mér. Með meðalhraða uppá ca. 40-45 km/klst hugsa ég að allir þeir sem leið áttu til Reykjavíkur frá austri milli kl 12 og 3 um nóttina hafi tekið framúr mér.
,Klukkan að verða fjögur um nóttina þegar ég skríð upp í rúm, vinna eftir nokkra tíma og ég hugsa með mér er þetta virkilega þess virði? Nokkrum dögum síðar er ákveðið að mæta til Eyja 2007.
Athugasemdir
er haffi haldinn hvalalosta?
arnar (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 17:22
http://blog.central.is/malta2006
Dúddí Marels (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 17:51
þetta var algjör snilldar mánudagur hjá okkur haffi minn... og ég er ánægður að hafa fengið að vera með þér í honum :)
elvar (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 18:39
Djofull kem eg med next year!
kvedja,
Ulfurinn
ulfur (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 22:01
voðalega fer lítið fyrir Hrefnu í þessum pistli... hmm sögur segja nefnilega að það fari alls ekkert lítið fyrir henni... allaveganna ekki þegar hún er í glasi... en elsku Moby minn, þakka þér fyrir góðan pistil... kv raggi
Raggi (IP-tala skráð) 24.8.2006 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.