Þriðjudagur, 22. ágúst 2006
Ómenningarhelgin, seinni hluti
Áður en að seinni hluti ómenningarhelgarinnar byrjar að rúlla skal tekið fram að myndir eru komnar inn frá ómenningarnótt hérna til vinstri á síðunni. Við mælum með að fólk kíki á þær því bæði eru þær alveg einstaklega vel heppnaðar og svo geta þær einnig skýrt textann hér að neðan.
,
Lítið var um að menn skelltu sér á menningarviðburði borgarinnar enda er það bara fyrir einhverja mótmælendur og listaverkaplebba. Í stað þess var menningu enskra veitt meiri athygli, þar sem fylgst var með stórliðum Liverpool og Aston Villa missa af tveimur mikilvægum stigum á móti minni liðum á borð við Sheff Utd og Arsenal. Sá gamli og gráhærði mætti sprækur á Sleggjustaði eftir fyrri leikinn á laugardag, það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að hann kom í leigubíl og er þetta því þriðja helgin í röð sem Hvalveiðimaðurinn gistir ekki einn undir sæng. Má því segja að hvalveiðar hafi ýtt undir veiðar á minni fiskum og er þetta eitthvað sem íslenska ríkið ætti að athuga þegar þeir huga að hvölunum sem lifa í sjónum. Sá gamli sér um þessa á landi. Ég er búinn að sofa í klukkutíma var setning sem fljótt varð þreytt þegar líða tók á laugardaginn, það þreytt að sá gamli var byrjaður að hrjóta í sófanum á Sleggjustöðum. Til marks um hversu þreytt þessi setning var orðin þá sagði Haffi þessa sögu oftar en Elvar minntist á að hann hafi BARA verið á bolnum á Þjóðhátíð. Hann má þá eiga það sá gamli að hann tók þetta á reynslunni og kláraði dæmið vissulega enda eldri en tvævetur í bransanum.
,
Kvöldið var ungt þegar þegar menn byrjuðu að grilla heima hjá Elvari, hundurinn hans kom að góðum notum þegar að upp komst að kjötið sem grillað var, var eitthvað úr sér gengið. Eftir þetta skelltu menn sér í pottinn og ku hafa verið svipað mikið líf í pottinum á laugardagskvöld og gengur og gerist um venjulega helgi í Bláa Lóninu. Haldið var frá borgum vættanna áleiðis niðrí bæ, þó með smá pittstoppi á Sleggjustöðum svona rétt til að pirra nágrannana. Í leigubílnum á leiðinni niðrí bæ frá Sleggjustöðum dregur bílstjórinn upp pilluspjald og sagði þetta vera standpínupillur, menn héldu að hann væri svo örlátur en þá sagðist hann nú ekki vera að gefa þetta, þetta var semsagt 3D (Drug-dealer-driver). Já það er hægt að fá ýmislegt fleira en skemmtilegt spjall hjá þessum leigubílsstjórum, það er nokkuð ljóst.
,
Við komuna niðrí bæ blasti við dauður unglingur útældur fyrir aftan Hlöllavagninn, mun þetta hafa verið algengt þessa nóttina en löggan var víst til kl 10 á sunnudagsmorgun að týna upp fólk í miðbænum. Furðulegt atvik átti sér svo stað neðst á Laugarveginum, þar erum við að beygja frá Lækjargötunni þegar við heyrum fyrst dynk og svo skaðræðisöskur, þá hafð löggan keyrt á einhvern gaur. Við reyndar sáum ekki atvikið en heyrðum ósköpin, síðan þegar við kíktum á þetta lá einhver gaur milli fram- og afturhjóla lögreglubílsins hálfur útundan hliðinni með nokkra lögreglumenn stumrandi yfir sér.
,
Í bænum var annars tekið þetta vanarlega bara, Prikið og Kofa Tómasar frænda (sem á víst ekkert skilt við Hamborgarabúllu Tómasar) auk þess sem að góða veðrisins var notið og rætt við sótsvartan almúgan á Laugarveginum. Þar var að vonum margt um manninn, en hæst bara þar á mönnum á borð við Vigni Svavarsson og Gústaf Bjarnason sem báru sig báðir á tal við Sýslumanninn. Gústi Bjarna hafði það á orði við Sýsla og Sleggjuna að hann væri ekki bjartsýnn í garð landsliðsins á komandi heimsmeistaramóti. Einnig var hinn Íslenski Jon Bon Jovi mættur og var ekki mikið fyrir að láta mynda sig, þó náðust nokkrar myndir af honum og er hann auðþekkjanlegur í myndaalbúminu. Varðandi samskipti mín við Dóru Takefusa sem Sleggjan vitaði í hér í gær var það nú ekkert alvarlegt. Ég reddaði henni VIP inn á Prikið, eftir það bauð hún mér í glas og við röbbuðum aðeins saman, síðan skiptumst við á símanúmerum en meira hefur ekki gerst ennþá.
,
Fórnarlamb hrekkjar helgarinnar er orðinn ansi vanur þeim en það var sjálfur Nebbi Grensás sem fékk þann vafasama heiður að gleypa Viagra pillu sem Raggi keypti af leigubílsstjóranum á leiðinni í bæinn. Raggi sagði Elvari að þetta væri Ripped Fuel og Elvar ákvað að hressa sig aðeins við, sem hann vissulega gerði. Bara á vitlausum stað. Hvort hann sé enn stífur verður það ósagt látið enda er það ekkert sem nokkrum manni langar að myndskreyta með. Eins og sjá má á væntanlegum myndunum frá Einari þá er engin furða að Nebba hafi ekki tekist að nýta pilluna enda fór hann og fékk sé vöfflu sem en náði aðeins að setja lítinn hluta af henni uppí munn. Restin fór í fötin og á hendurnar og verða fleyg orð Ívars látin duga til að lýsa ástandinu Það er ekki sjéns að þú höstlir í kvöld Elvar.
,
Við Raggsenegger enduðum síðan kvöldið hjá Oskönu á Quiznos, sem gerir ruddalega góða báta eins og flestum er kunnugt. En færri vita að Oskana er landsfræg í Rússlandi, var á sínum yngri árum Evrópumeistari unglinga í kúluvarpi en hætti svo í því fyrir módelbransann og tók þátt í Russian Next Topmodel. Hana má einnig sjá í myndaseríunni til vinstri.
,
Fyrir hönd Dallamanna
Sýslumaðurinn í Dallasýslu
Athugasemdir
mér finnst alveg standa upp úr þessari myndaseríu hvað elvar var bláedrú!
ADDI (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 19:10
Það hefur alltaf verið sagt um hann blessaðan að myndavélin elski hann og þessi myndasería gerir ekkert nema að sanna það frekar
Sleggjan (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 19:21
haha hann elvar er engum líkur en ég fer ekki af því að íslenski john bon jovi er án efa ljótasti maður íslands.. fokk hvað hann á alla mína samúð.... kv raggi
Raggi (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.