Mánudagur, 21. ágúst 2006
Ómenningarhelgin, fyrri hluti
Fyrir þá sem ekki kannast við leikarann hér á myndinni þá er þetta Stefán St. Sigurjónsson sem hefur lítið látið fara fyrir sér í allnokkur ár eða síðan hann lék Brjánsa í myndinni Sódóma Reykjavík svo listavél um árið. Nú er hann hins vegar kominn aftur og fæst ekki betur séð en hann sé enn fastur í sama gervinu en þessi mynd var tekin af honum á Sleggjustöðum á föstudagskvöldið þar sem hann rak inn nefið.
Það má segja að þessi helgi hafi byrjað á öfugum endanum fyrir Sleggjaðasta mann Íslands 2006 þar sem hann var ekki kominn heim fyrr en að ganga 9 um kvöldið, eftir að hafa sofið 2 tíma nóttina á undan. Planið var því að leggja sig og taka þessu rólega, opna fyrsta bjórinn bara í rólegheitum og reyna að ná smá hvíld. Niðurstaðan varð að ekkert var lagt sig og á fyrsta hálftímanum eftir að heim var komið voru 3 bjórar horfnir og ekki var aftur snúið. Stundum er rennslið bara of gott til að hægt sé að stöðva það.
Planið var að sjálfsögðu alltaf að taka létta upphitun fyrir menningarnóttina á föstudeginum enda engin leið að koma ískaldur inní þá miklu hátíð. Það gildir það sama í þessu og í íþróttunum, ef þú ert ekki vel undirbúinn þá einfaldlega tognarðu og lendir snemma heima.
Landsliðið fékk óvæntan gestaleikmann frá Ísafirði um helgina og var það enginn annar en stórfrændi minn Arnar eða Addi Pó eins og hann er oftast kallaður. Þess ber að geta að Arnar er einmitt skyldur Dalla Frænda og kunnum við honum bestu þakkir fyrir heimsóknina þó svo að hann hafi ekki alveg náð að halda í við hinu reyndu landsliðsmenn þegar komið var á laugardagskvöldið.
Á um það bil korters fresti mátti heyra einhvern segja við félagann Jæææjjja, hvað segir hún? og má segja að þar sé komin setnings sem seint deyr. Þess ber að geta að hún er sennilega ekkert fyndin nema fyrir þá sem hafa heyrt hana borna fram og verða því ekki fleiri orð haft um hana að svo stöddu.
Björn Halldór mætti sprækur og kýldi partýið af stað með drykkjuleik sem ég man engan veginn hvernig var. Eins og Íslending sæmir mætti hann með brennivínsflöskuna og sá sem tapaði þurfti að taka staup af því. Ég er ekkert viss um að allir hafi skilið þann leik, tóku einfaldlega sopa þegar þeim var sagt að gera það, þannig á það líka að vera. Það er þannig með þessa drykkjuleiki að þá þarf oft helst að læra meðan að allar heilasellurnar eru í fullum gangi en það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá.
Á föstudaginn breytti hópurinn útaf víðfrægum venjum sínum og fór á hinn ofmetna Hverfisbar þar sem hin einkennilegustu staup voru drukkinn. Má segja að minnið sé að stríða mönnum en allavega man ég sterklega eftir Birni Halldóri að hella tabaskó sósu útí staup og láta mig svo hafa, hvað fleira var í því skal ósagt látið. Á Hverfis var hinn stórskemmtilegi afleysingasöngvari Á móti Sól og Idolstjarnan Ingó í góðu glensi. Einar Bárðarson kaus að kalla hann hinn íslenska James Dean en við skulum láta það liggja á milli hluta. Sleggjan og Fyrirliðinn gáfu sig á sjálfsögðu á tal við manninn og töluðu að venju beint frá hjartanu, Ingólfi var bent á arfaslaka frammistöðu hans í Vestmannaeyjum og fleira í þeim dúr. Allavega er ósennilegt að hann gefi sig á tal við okkur félagana aftur en við höfum svosem lifað ágætis lífi án hans hingað til og munum vonandi áfram gera.
Heiðursverðlaunin meðvitundarleysinginn þessa helgi fær Patrik fyrir glæsilega frammistöðu á menningarnótt. Minnist ég þess sérstaklega að hafa staðið fyrir framan hann og tekið vídeo af honum án þess að hann áttaði sig á því, hélt bara áfram að vagga um bæinn en ku þó hafa náð að klára kvöldið með sæmd sem er með hreinum ólíkindum og á hann heiður skilinn fyrir það. Skál fyrir Patta...
Framhald er síðan væntanlegt í fyrramálið og tekur þá Sýslumaðurinn vonandi á kjaftasögunum um hvort hann hafi verið með frægri dömu á Prikinu, en þeir sem þar voru vildu meina að neistarnir hefði flogið, þó aðallega í áttina að Sýsla eins og gengur.
Fyrir hönd Dalla,
Sleggjan
Athugasemdir
Ég vil byrja á að þakka landsliðinu fyrir frábæra helgi (þrátt fyrir smá þynnku á laugardag), og þá sér í lagi frænda mínum fyrir frábæra skemmtun. Einnig vil ég benda á að ég hef verið sendur í stíft 6 mánaða æfingarprógramm, og mun koma tvíefldur undan vetri... Addi Pó
Addi Pó (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 22:31
ég er bara útlitið!!!!!
Nebbi.G (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 01:18
Já hefur hinn frægi bæjarróni, Baddó, tekið þið undir sinn verndarvæng semsagt næstu 6 mánuðina?
Elvar útlitið er það sem þarf, annað er ofmetið...
Sleggjan (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 09:14
Ég er hins vegar miklu meira en útlitið.. ég er svo miklu,miklu meira... Þó er ég viss um að ég kæmist líka asskoti langt á útlitinu einu saman... kv Raggi Captain
Raggi (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 12:17
nei hinn alræmdi Brynjar Tuborg a.k.a Mogginn a.k.a rauðvín og ostar hefur tekið að sér að kenna mér sitt hvað í vetur.
Addi Pó (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.