Dalli.blog.is orðinn gríðarlega vinsæll

Hlutirnir eru heldur betur að gerast hjá dalla.blog.is. Dalli rýkur upp vinsældarlistann á mbl.is. Rúmlega tveggja vikna gamall er Dalli.blog.is kominn í 16.sæti listans og 100 heimsóknir er að verða daglegt brauð. En eins og flestir gera sér grein fyrir er það aðeins byrjunin, ekki verður langt að bíða þess að Dalli verður farinn að takast á um toppsæti listans við ekki ómerkara fólk en Unni Birnu, pólitíkusanöldrara og hringlabbara. En hérna er linkur á vinsældarlistann http://www.mbl.is/mm/blog/top.html

Annars er ekki lagt í það að pistill helgarinnar fari að detta inn, mun það líklegast verða seinna í dag eða þegar kvölda tekur. Þar verður stiklað á stóru um atburði helgarinnar sem náðu að festast í minni. Því meðfylgjandi verða myndir til að styðjast við. Einnig hafa náðst samningar við tvo tilvonandi fréttaritara okkar, það eru þeir Jóhann Flagar í Svíþjóð og Hafsteinn Gamli í New York og munu þeir flytja okkur fréttir þaðan bráðlega.

, 

Að lokum skal minnast á árangur Doktorsins í spá sinni um fyrstu umferðina í Ensku Úrvalsdeildinni. Þetta var gríðarlega góð lesning hjá kallinum. Honum tókst að næla sér í 5 rétta af 10 mögulegum, þó svo að markaskorunin hafi ekki alveg passað. Árangurinn er kannski ekki það mikilvægasta í þessu, heldur var Dr.GM þarna í frumkvöðlastarfi eins og svo oft áður. Hann lagði línurnar fyrir komandi sérfræðinga hvernig fyrirkomulagið á þessari spá mun vera í vetur. En eins og er þá er hann einn í toppsætinu með 50 % árangur.

Sýslumaðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÉG vill nú meina að þessi umferð ætti að vera tekinn út enda fyrsta umferð og erfitt að spá fyrir. Nú þegar maður er búinn að sjá hversu léleg sum liðin eru er hægtað fara tippa almennilega á þetta. Geri betur næst

kv.GM

GM (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 12:57

2 identicon

ÉG vill nú meina að þessi umferð ætti að vera tekinn út enda fyrsta umferð og erfitt að spá fyrir. Nú þegar maður er búinn að sjá hversu léleg sum liðin eru er hægtað fara tippa almennilega á þetta. Geri betur næst

kv.GM

GM (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 12:57

3 identicon

Já ég hugsa að þú fáir nú annan séns frændi

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 13:20

4 identicon

öss þetta er bara léleg afsökun... góðir tipparar eru alltaf klárir frá fyrstu mínútu;) kv raggi

Raggi (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband