Kveðjuhelgi Flagarans, föstudagskvöld

Harðjaxlar

Jæja þá er enn ein "edrú helgin" að baki og óhætt að segja að af nógu sé að taka, eins og gjarnan gerist þegar áfengi er við hönd gleymast þó nokkur atriði og er öllum frjálst að bæta við því sem máli þykir skipta í komment eða athugasemdum eins og þetta er víst kallað á okkar ástkæra ylhýra tungumáli.

Helgin hófst með því að nokkrir vaskir menn mættu á Sleggjustaði til að fá sér nokkra ölstationbauka, en í þeirri ágætu íbúð hafa einmitt nokkrir öllararnir horfið sporlaust í gegnum tíðina. Þó enginn eins og bíllinn hans Nebba Grensás sem virðist ganga fyrir áfengi, allavega hvarf meirihlutinn af því sem maður setti inní hann í Eyjum án þess að neinar sérstakar skýringar væru gefnar á því. Föstudagurinn virtist ætla að verða dagur Sleggjunar, fyrst skoraði Nebbi á hann í skák og beið þar lægri hlut. Síðan var það áskorandi nr. 1 í NBA Live, Maggi Hödd, sem mætti til að etja kappi við þrefaldan meistara þess leiks og beið afhroð. Þegar líða tók á kvöldið fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina hjá Sleggjunni og kom í ljós að einungis tvennt myndi bíða afhroð það kvöldið, hausinn og veskið sem tilheyrir þeim ágæta pilti.

Rekstur Gullaldarinnar ætti að vera tryggður þetta árið því hægt er að áætla að um 60 manns hafi þangað mætt, allt góðkunningjar Flagarans ógurlega sem kvaddi landið með glæsibrag þessa helgi. Flagarinn hélt góða kveðjuræðu þegar hann hafði fengið gott hljóð, þá mátti ekki heyra saumnál detta eins og vanalega heldur mátti heyra Bjöllann og Beisla rífast sem var merki um gott hljóð sem Flagarinn fékk. Dj Sisqo Gomez þeytti skífur á Öldinni okkar allra. Til marks um frammistöðuna þá var honum boðið að spila þar næstu helgi af barþjóni staðarins. Vegna anna er þó ekki víst að hann komist í það en heyrst hefur að Sony records hafi hug á að senda mann í það partý og fylgist grannt með stöðu mála. Þá er vitað um annan mann sem fylgist einnig grannt með stöðu mála, en það mun vera hinn nýjungagjarni "DJ QuickSkipRepeat Jr." sem kom sér á framfæri þetta kvöld.

Ein af helstu uppgötvunum föstudagsins var framkvæmd á barnum eins og svo oft áður og voru þar að verki bakveiki markvörðurinn og Ívar Björnsson með eyrun góðu kom ekki þar við sögu líka. Það er hið svokallaða Olís staup sem nú tröllríður öllu á skemmtistöðum borgarinnar. Olís staupið er samsett úr Rauðum Opal og Dooleys. Fyrir lesblinda og málhalta þá má benda á að þetta er nokkuð skemmtilegur leikur að orðum. Það bárust okkur dalla mönnum fregnir frá manni sem hefur langt nef fyrir svona hlutum um það að þetta hafi komið til vegna þess að Ingi hefur aldrei komið niður Opal staupum, segir að það sé allt of sterkt til að vera staupa og vill helst blanda það, þá getur verið gott að fá smá karmellukeim saman við.

En þegar að líða fór á kvöldið og staðurinn fór að opna fyrir þessum umtöluðu fastagestum fóru velunnarar Flagaranns að halda í átt að miðbæ Reykjarvíkur. Þar var Sýslumaðurinn í góðum gír meðala annars á dansgólfinu á Ólíver með Guðna Bergs og á Vegamótum og Prikinu með sínum gamla mótherja úr körfunni Jóni Arnóri Stefánssyni, og ekki þarf að taka það fram að þeir voru VIP. Ástand manna var þó mjög misjafnt og sumir líklegast nálægt eftir mörkum í ölvun þar ber helst að nefna Sleggjuna sjálfa og hinn harðgifta Dr.GM. En þrátt fyrir að vera alveg mölvaður lét Sleggjan ekki plata sig, menn sem voru að reyna að koma honum heim báru ekki erindi sem erfiði, þar sem Hvalveiðimaðurinn og Flagarinn fóru fremstir í flokki auk Gullu Fjalar. Þegar þau spurðu hann hvort að hann vildi ekki bara kíkja heim þá öskraði hann bara "HEIM? ÉG ER AÐ FARA Í BÆINN" eins og þau væru öll þrjú gjörsamlega snarbiluð.

Ekki verður haft fleiri orð um þetta góða föstudagskvöld frá okkur Dalla frændum en mönnum er frjálst að leggja orð í belg. Umfjöllun um laugardagskvöldið er síðan að vænta von bráðar og rúsínan í pulsuendanum er síðan myndasería frá þessum tveimur kvöldum sem mun birtast samtímis laugardagsumfjölluninni. Vert er að minnast á að Elvar, sem festi sig frekar í sessi sem Nebbi Grensás á afmæli í dag og er 21 árs gamall ef fæðingarvottorðinu var ekki klúðrað. Einhvernveginn kæmi það ekkert á óvart en hann fær að sjálfsögðu bestu kveðjur frá Dalla Frænda en þetta er gott í bili.

Sýsli og Sleggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sýslumaðurinn og Sleggjan

Þess ber að geta fyrir þá sem vilja vera með frasana á hreinu fyrir helgina að horft verður á íslenskar myndir alla vikuna á Sleggjustöðum, í kvöld er það Sódóma. Veglaun verðlaun verða svo veitt fyrir þann sem nær sér í dömu einungis á því að nota setningar úr íslenskum bíómyndum. Benda ber á að viðkomandi má ekki þekkja dömuna fyrir.

Kveðja,

Sleggjan

Sýslumaðurinn og Sleggjan, 15.8.2006 kl. 11:18

2 identicon

Maður þarf að fara í tan-meðferð, maður er bara fölur við hliðiná Bergsson
Sýsli

Sissi (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 12:25

3 identicon

hvenær er foxtrot sýnd?

arnar (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 13:35

4 identicon

Tudda Grein;) Og takk fyrir helgina.
Kv Ívar

Ívar (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 17:48

5 identicon

Eins og Balti sagði svo eftirminnilega í Englum alheimsins. " Mmmeirháttar".
ég er með 10 í íslbíó 303....;)
Sjáumst í kvöld.

ívar (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 17:50

6 identicon

Hvernig er það Eru menn ekki byrjaðir að plana party um menningarnótt verður ekki eitthvað um að vera hjá Dalla.Is

Bjarni J.

Bjarni Jó (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband