Fimmtudagur, 10. ágúst 2006
Útí Eyjum bjó Einar kaldi
Reglan það sem gerist í Eyjum verður eftir í Eyjum hefur löngu verið við líði en það er óhætt að segja að í þetta skiptið verði hún brotin. Þar sem flestir myndu ekki skilja ýmsan einkahúmor og fyndna hluti sem gerðust í þessari ferð er ekki úr vegi að stikla á stóru og rifja upp ýmsa skemmtilega hluti. Bólfarir voru að sjálfsögðu stundaðar í nokkrum mæli eins og gengur í Eyjum en þær verða látnar liggja á milli hluta í bili enda margt ekki prentvænt eða hreinlega leyndarmál.
Ferðin byrjaði ekki vel fyrir Bjöllann og virtist sem ekkert ætlaði að vera sem áður. Fyrst vantaði Calvin Klein regnjakkann og síðan strax á laugardeginum þegar vaknað var kom í ljós að ghettóblasterinn virkaði ekki lengur. Mikið var um það rætt hvað komið hefði fyrir græjuna en af einhverjum ástæðum byrjaði hann að virka síðar Bjarna til mikillar gleði.
Prófasturinn var sjóðandi heitur að vanda ekki annað hægt með menn eins og Stebbi Palla og Val í Buttercup til þjónustu reiðubúna. Sleggjan hafði það að sjálfsögðu að orði við Val að honum þætti það ljúft að sá merki tónlistarmaður hefði komist eins langt og raun bara vitni í lífinu. Það var ekki sökum að skipta að Valurinn forðaðist mig bara eins og heitan eldinn í hvert sinn sem reynt var að hóa í hann. Stebbi Palla þjónaði hópnum ófáa drykki og hlaut söng og tolleringu í dalnum fyrir, vonandi að hann verði að vinna á næsta ári.
Án þess að það verði farið of mikið útí nauðgunarsögu Elvars frá Hróarskeldu þá grætti hún stúlkur og sjálfsagt fleiri, en það ber að minnast á tvennt í því samhengi. Getnarlimurinn kom þar hvergi við sögu heldur einungis Tjaldsúla, Sinnep, Olía og Saltstengur og eigum við ekki að segja bara að ég myndi ekki hafa viljað vera aumingja dauði Svíinn.
Hafi menn verið byrjaðir að meta Magna í móti sól þá var staðgengill hans í hljómsveitinni ekki að eyðileggja fyrir því. Ingó labbaði fram og tilbaka eftir sviðinu og fór fleiri kílómetra en Marta Ernsdóttir hefur gert um ævina auk þess að tala meira en frjálsíþróttagimpið á Rúv, allt þetta í bland við að syngja minna en meðal táknmálsfréttamaður.
Eins og flestum er kunnugt um voru hvalveiðar á Íslandi voru leyfðar fram á níunda áratug síðustu aldar. Það er því aðeins einn maður í vinahópnum sem aldist upp við að slíkar veiðar væru stundaðar enda fjörgamall maðurinn. Hann var að sögn sjónarvotta hvergi nærri hættur á sunnudagskvöldinu í Vestmannaeyjum. Samkvæmt ábyggilegum heimildum Dalli.blog.is mun einn eitt skip Grænfriðunga(Greenpeace) vera á leið til Reykjavíkur til að mótmæla ólöglegum veiðum þess sem kunnugir kalla nú Hvalveiðimanninn. Spurning hvort það sé hægt að fá far hjá henni á næstu Þjóðhátíð ef ske kynni að ófært væri með flugi? Ég get því miður ekki svarað því að svo stöddu.
Maður helgarinnar er hins vegar án efa fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Þórólfur Árnason. Þvílíkur endemis meistari, alveg blekaður á þjóðhátíð og datt í það og söng með hópnum tvo daga í röð í partýtjaldinu góða. Þar sem GM vildi frekar kíkja á Sigurrós(skiljanlega) þá var partýtjaldið í þetta skiptið tvö mörk sem sett voru saman og svo plastað yfir. Ólíkt GM tjöldunum þá hékk það uppi allan tímann, maður hefur bara aldrei séð annað eins. Spurst hefur út að GM hafi farið austfjarðaleiðina tilbaka og tekið stopp á Kárahnjúkum en meira um það síðar
,
Kveðja,
Sleggjan ykkar allra
Athugasemdir
Heitir það ekki Súfistinn þar sem að Valur og Stebbi Palla vinna?
Tóti Árna er fínn kall. Ég kannast aðeins við hann. Við vorum mikið í sambandi þegar hann var borgarstjóri, það voru þá málefni sem þurftu bæði álit borgarstjóra og sýslumanns.
sissi
Sissi (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 13:42
æii snilld :) hehe vill fá fleiri sögur inn :)
KV Eyrún
Eyrún Huld Harðardóttir (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 13:42
samkvæmt vitnum var þetta ekki hvalur, heldur flóðhestur. þeir teljast til dýra í útrýmingarhættu í vestmannaeyjum og er því lögreglan að leita gamla mannsins. hann er nú í felum e-s staðar á norðanverðu hálendinu.
arnar (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 17:39
ég vil ekki sjá hana, þú mátt bara fá hana þvú hún er alltof feit....
Raggi (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.