Laugardagur, 5. ágúst 2006
Fréttatilkynning:
Ákveðið hefur verið að sameina tvær af vönduðustu og vinsælustu bloggsíðum undanfarna missera, varla þarf að nefna þær en fyrir þá sem ekki hafa haft netsamband undanfarið er auðvitað verið að tala um síðurnar sleggi.blogspot.com og blog.central.is/sissmaniac. Náðst hafa samningar milli Sýslumannsins í Húsasýslu og hinnar margrómuðu Sleggju um eignaskiptahlutfall hinnar nýju síðu sem starfa mun undir merkjum Dalla. Hlutafé mun verða gefið út á næstu vikum og reiknað er með að það verði gefið út í Pesetum, þar sem tekið var upp Evruna á Spáni hefur okkur áhlotnast mikið magn af Pesetum sem ekki er hægt að nota þar lengur.
Ekki náðist að klára úthlutun embætta innan nýju síðunnar fyrir verslunarmannhelgi en línurnar liggja nokkuð ljósar fyrir. Komin eru drög að væntanlegum vinnureglum og ekki er ósennilegt að einhverjir undirmenn verði fengnir til starfa. Menn hjá dalla.blog.is vita hvað þarf til að halda fólki ánægðu og fara þar vanir menn á ferð, þannig að óþreyjufullir bloggaðdáendur geta farið að hætta að vera óþreyjufullir von bráðar og tekið gleði sína að nýju. Ekki er búist við öðru en að Sleggjan verði sem fyrr jafn beittur í sínu máli og nafni sinn Kiddi Sleggja (Kristinn H. Gunnarsson) á alþingi enda fylgir það sleggjunafninu.
Eitt af fyrstu verkefnum dalla.blog.is mun verða að taka saman verslunarmanna-helgarstemminguna vítt og breitt um landið.
Ekki er hægt að gefa meira út að svo stöddu, en ég bið fólk um að fylgjast vel með strax eftir helgi því þá mun boltinn fara að rúlla af fullum krafti.
Fyrir hönd Dalla
Sýslumaðurinn í Húsasýslu.
Athugasemdir
Ánægður með þetta framtak eitthvað sem hefur vantað á markaðinn......................... Glæsilegt
Bjarni Jó
Bjarni Jó (IP-tala skráð) 7.8.2006 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.