Föstudagur, 13. apríl 2007
Páskasaga
Jæja þá er ekki annað í stöðunni en að koma með sögu af góðri páskahelgi eins og Dallamanna er von og vísa.
Á fyrsta opinbera djammdegi páskahelgarinnar var haldið í Grafarholtið, en það var einmitt Sýsli sjálfur sem að á stóran heiður að því að þar geta vegfarendur ekið um á bílum sínum. Gerð var enn ein tilraunin til að endurvekja hið ódauðlega Hólkstokk á Hólkastöðum. Þess má geta að Hólkurinn a.k.a Da Hulk átti afmæli þennan dag og biðjum við menn að muna eftir því að ári liðnu. DJ Sisqo Gomez var þar mættur með kláða í fingurgómunum, en þegar hann sá það að hann átti að spila á 29 tommu United túbusjónvarp var hann ekki lengi að cancela gigginu. Á Hólkastöðum var baráttan um stólana mikil, þótti einna helst minna á baráttuna um þingsæti í alþingissalnum. Þarna gilti sú regla að ef að þú stóðst upp úr stólnum þá máttirðu eiga von á því að stóllinn yrði setinn þegar þú kæmir aftur að honum, þetta var raunin hjá öllum nema Sýsla og Fjalarnum sem að gerðu sér lítið fyrir og pössuðu stólana fyrir hvorn annan með kjafti og klóm, eðalmaður þar á ferðinni Fjalarinn. Sleggjan fékk einmitt að kenna á einhverjum sárum aðila sem að missti sinn stól í baráttunni, en hjartalaga stóll sem var haldið uppi af tveimur tannstönglum gaf sig og er talið að einhver hafi fjarlægt tannstöngla til að hefna sín á Sleggjunni. Sleggjan lét engan bilbug á sér finna og nappaði sér bara í næsta sæti. Eitthvað fát kom á Hólkinn undir lok kvöldsins en hann fór þó að hressast þegar að félagi hans tók sig til og sýndi öllum hversu miklu minna typpi hann væri með en sjálfur Da Hulk, enda er titillinn Hólkurinn engin tilviljun. Eftir þennan mikla samanburð var haldið til borgarinnar og kíkt VIP á heitustu skemmtistaðina, þar er ekki mikið sem telst frásögufærandi nema það að við höfum örugglega fengið svona uþb 20 ábendingar hversu blekaður Doktorinn hafi verið. Einnig var Maackarinn lengi að í bænum þetta kvöld, sögur herma að miskilnings hafi gætt í brekkunum í bláfjöllum á fimmtudagsmorguninn, menn héldu að sjálfur Bode Miller væri mættur og skíðandi wasted niður brekkurnar en þá var það skíðakennarinn geðþekki Karl Maack.
Fimmtudagurinn var að vonum rólegur en það bar hæst að Forest Withaker klúbburinn hittist heima hjá GM og horfði á nýjasta meistarverk kappans, klúbburinn samanstendur af Stebba, GM og Fuglinum. Þá fór Sleggjan á fornar slóðir og eyddi páskunum með Dalla frænda á rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður.
Á hinum langa föstudegi hittust menn á rannsóknarstofu Dr.GM í víkinni. Þar höfðu gárungarnir sest niður að spila fjárhættuspil. Það heitasta í þeim bransa í dag þykir vera pókerinn, hugmynd Sýslumannsins um að spila upp á Tefal potta og Euroshopper snakk (Chips) var felld. Í þetta skiptið var DJ Sisqo Gomez mættur með græjurnar og tryllti líðinn eins og honum einum er lagið, á rannsóknarstofunni voru það úrvals AIWA fermingagræjur sem að þóttu vel þolanlegar fyrir jafn öflugan DJ. Vegna fáfræðslu Sýslumannsins um fjárhættuspil er lítið minnst á pókerinn nema það að Elvar stóð sig einstaklega vel í ráðgjöf til Fjalarsins, en Elvar hafði þó eins og aðrir sem spiluðu ekki það sem þurfti til að leggja Pókermeistarann Bjarna Jó að velli. Það má þó deila um hversu vel þessi sigur fór í Bjöllann þar sem hann var farinn að þamba GT úr hálfslítersglasi og látandi menn heyra það ótt og títt hver hefði unnið þennan póker. Mismikil stemmingin var á mönnum þegar í bæinn var komið. Til að gera langa sögu stutta þá tókst sigurreifum Mini-Einarbárðar að loka Kofa Tómasar frænda um klukkan hálf þrjú, eitthvað sem þybbnari tvífari hans myndi kalla lögreglumál. Annað svoleiðis mál tengist DAS-aranum Hafsteini Guðbjartssyni, sú saga er víst enn í mikilli óvissu og munum við reyna að fá frekar skýringu af þeim máli. Aftur þetta kvöldið var haft á orði hversu ölvaður Doktorinn hefði verið.
Laugardagurinn var líkt og fimmtudagurinn rólegur. Þá kom saman Söndru Bullock klúbburinn heima hjá GM. Hugmyndir eru uppi um að sameinina Söndru Bullock klúbinn og Forest Whitaker klúbbinn, enda eru þessir klúbbar skipaðir sömu meðlimum. Þar bauð sonur Rifjakóngsins (MG) upp á búffalóvængi, og er hann nú nefndur Vængjaprinsinn (GM).
Páskadagur, bara svona til að lýsa yfir fáfræðslu okkar þá auglýsum eftir einhverjum sem getur frætt okkur frændurna hvað það var nákvæmlega sem á að hafa gerst á páskadag. Sússi var krossfestur á föstudaginn langa og steig upp til himna á uppstigningardegi (er það ekki annars?), en hvað skeði á páskadag?
Ekki bara það að fjárhættuspil séu ólögleg á íslandi þá er auðvitað gjörsamlega siðlaust að vera að spila þau á sjálfan páskadag. En það hindraði menn þó ekki til að stunda þá iðju á tilraunastofu Dr.GM, nú ætluðu menn að sjá til þess að Bjarni myndi ekki hirða allan pottinn og var hann sendur annað að spila póker með Magga Kára og félögum. Í fjarveru Bjarna kom póker-nýliðinn Raggi Svepp öllum á óvart og hirti dágóðan skerf af summunni, potturinn mun hafa verið styrktur duglega af verðbréfagúrúinu Karli Maack. Hvorki Sleggjan né Sýslumaðurinn voru í bænum þetta kvöld þannig að ekki er hægt að fullyrða mikið um það sem gerðist þar. Hins vegar bárust fréttir af því að einn úr hópnum hafi tekið sig til og látið langþráðan draum rætast og rakað af sér hárið á höfðinu klukkan 6 um morguninn þegar hann kom heim úr bænum. Þetta mun hafa verið Sökkurinn en hann er núna byrjaður að klæðast köflóttum skyrtum og líkist skuggalega mikið Linc "the Sink" Burrows. Við höfum reyndar ekkert heyrt af ástandi Doktorsins þetta kvöld en efumst ekki um að hann hafi verið góður á því.
Hvað gerðist síðan annan í páskum? Af hverju er sá dagur eitthvað hátíðlegur?
Á annan dag páska var síðan leigð ræma af nokkrum velvöldum kvikmyndaspekúlöntum. Fyrir valinu varð stórmyndin Snakes on a Plane þar sem að Samúel L. Jackson fer á kostum. Eitthvað fór þó Samúel í taugarnar á Stefáni sem að kvaðst ekki hafa fengið neina kvikmyndafullnægjingu í lok þessarar myndar.
Að lokum viljum við óska Litlu-Sleggju, Femba sem er 13 ára núna föstudaginn 13. hjartanlega til hamingju með daginn og dagurinn gangi skakkafallalaust fyrir sig hjá kallinum. Annars segjum við þetta bara gott í bili og biðjum menn vel að lifa.
Kveðja Dallamenn.
Athugasemdir
Vill réttilega benda á það að fuglinn kom ekkert nálægt Withager klúbbnum, það var mun merkilegri maður að nafni Ragnar Sverrisson sem á það heiðurssæti...
Ragnar Sverrisson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 15:20
Flott færsla hjá dallamönnum.
Fulinn (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 18:41
Hver er þessi fulinn?? er þetta Gm Blekaður enþá?? En bara svo menn viti það þá er ég búinn að opna hárgreiðslustofu í Logafold 135, þar sem eru menn i vinnu sem er eingöngu speciaíst í fangelsisklippingum, ´Það er reyndar bara opið einn til tvo daga í viku þá er opnunartímar eftirfarandi Laugadags morgna milli 4-7 og Sunnudagsmrgna milli 5-7. En vil benda áhugasömum á að það er langur biðlisti á þessa hárgreiðslustofu........
Mr.Brúnkóvic (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 20:00
Góð grein Sýsli. Ágætis leið til stytta manni aldurinn svona í skammdeginu..;)
ivar (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:04
ég hélt að stebbi væri eins og gaurinn í the shield?
addi (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 00:02
Rólegir að segja ég sé eins og Einar Bárða. Þá er nú betra að Líkjast Harewood. Shit hvað stebbi líkist þessum shield Gaur hljóta vera eitthvaÐ skildir.
Góður pistill
Bjarni Joh (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.