Eru nú búnir páskar, Páskar?

Eftir því sem aldurinn færist yfir menn fara þeir jafnframt að sjá hlutina í víðara samhengi. Áherslan dreifist frá páskadagsmorgni yfir á hinar fjölmörgu nætur sem bjóða uppá talsverða neyslu áfengis. Eitt af þeim fjöldamörgu spakmælum sem Dallamenn hafa tileinkað sér, allt er gott í óhófi, á gríðarlega vel við um páskana.

Þau spakmæli voru enda fullreynd um þessa páska og verður að viðurkennast að nokkuð vel tókst til. Gildi þess að gera sér glaðan dag með óhóflegt magn af áfengi er eitthvað sem enginn getur sett verðmiða á. Nokkurs samræmis gætir í frásögn manna af páskunum en því miður er það ekki það samræmis sem við fjölmiðlamenn leitum eftir. Þetta er hið ítalskt ættaða "Mafia-syndrome" sem virkar þannig að þegar lagðar eru fyrir menn spurningar þá skyndilega man enginn neitt. Kenningum  svokallaðara vísindamanna um að þetta hafi eitthvað að gera með áfengisneyslu er hér með vísað til föðurhúsanna.

Menn eru þó ekki af baki dottnir og viðtal sem birtast mun á næstu dögum við Hafsteinn hinn nýorðna 26 ára gamla mann verður birt á næstu dögum og fylgt eftir með viðtölum við fleiri menn sem bera við minnisleysi eftir taumlausa gleði. Í fyrsta viðtalinu segir t.d. frá mjög fróðlegri "vettvangskönnun" sem sá gamli fór um sjúkrahús borgarinnar um páskahátíðina.

Fyrir hönd Dalla frænda,

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þið ættuð bara að taka myndir af mönnum og birta þær hér á síðunni  og þá geta menn ekkert borið við sig minnisleysi. Mynd segir meira en 1000 orð.

Úlli (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband