Færsluflokkur: Þjóðarsálin
Föstudagur, 25. ágúst 2006
Þjóðarsálin: Mótmælendur
Það var ákveðið á síðasta stjórnarfundi Dalla Group að reyna gera Þjóðarsálina að vikulegum pistli þar sem þemað er að kvarta yfir hlutunum, svona í anda gömlu Þjóðarsálarinnar sem var á dagskrá Rásar 2 hér á árum áður. Það má hins vegar deila um hversu góðar undirtektirnar voru við fyrstu Þjóðarsálinni ef að tekið er mið af athugasemdunum við þá færslu. Einu athugasemdirnar voru deilur milli Stebba og Bjarna, en það er reyndar alveg í anda þjóðarsálarinnar og ekki verra að vera með óþarfa tuð í kommentadálknum eins og Bjöllanum tókst svo vel til í Pizza Hut færslunni.
Að þessu sinni viljum við Dallafrændur kvarta yfir Dr.GM og öðrum svokölluðum mótmælendum. En eins og flestir vita fór Doktorinn á Sigurrósar tónleikana í Ásbyrgi um verslunarmannahelgina. Hann fór austurleiðina heim og kom við á Kárahnjúkum og er meðfylgjandi mynd þaðan, á henni má sjá lögregluna á Reyðarfirði reyna að hafa hemil á doktornum.
Til að kynna sér gaumgæfilega heim mótmælenda fóru Dallamanna til Helga Hóseassonar, eina atvinnumótmælenda Íslands, en hann undirbýr nú óvenju kraftmikla herferð gegn því illa í heiminum. Að þessu sinni segist Helgi aðallega ætla að beita herferðinni á Langholtsveginum og berja landsmönnum baráttuhug í brjóst, ef ekki þá skvetta á menn baráttuhuginn enda búinn að koma upp heilli geymslu af skyri fyrir herferðina góðu. Þegar Dallamenn reyndu að ná af frekara honum tali gargaði Helgi einkunnarorð herferðinnar nýju en hér má sjá mynd af honum með skiltið góða. Dalli vill því eindregið benda þessum amatörum fyrir austan að læra af meistaranum mótmæla einhverju sem skiptir máli og bæta við nokkrum skyrskvettum ef illa gengur. Það hefur engan drepið, svo er skyrið líka svo hollt. Myndin af nýja slagorðinu má sjá hér að neðst ef ýtt er á linkinn "fleiri myndir"
Megnið af þessum mótmælendum ku vera Skotar og ekki er ólíklegt að þetta sé eitthvað lið sem að Dr.GM hefur dregið með sér þaðan. Þeir örfáu Íslendingar sem þarna eru hafa örugglega fæstir séð Kárahnjúka áður og örugglega varla vitað hvað Kárahnjúkar voru, efast um að þeir hafa farið út úr póstnúmeri 101. Hvernig væri fyrir þetta lið að leggja hasspípunni og fara að fá sér vinnu, taka sér félaga sinn Dr.GM til fyrirmyndar sem vinnur eins og enginn sé morgundagurinn og getur samt mótmælt. Einhverjir kynnu þó að kalla Dr.GM frístundamótmælenda en við hlustum ekki á svoleiðis.
Að vísu hefur minna borið á þessu pakki undanfarna daga, en með hverjum rólegum deginum sem líður þá styttist í að ná þurfa í GM og skoska gólfbræður hans enn eina ferðina uppí krana. Doktornum til varnar þá fer hann ekki uppí hvaða krana sem er heldur bara tegundir sem honum líkar vel við en hann hefur oft verið staðinn af því að neita vegna þess að hann vill ekki fara í svona djöfulsins drasl.
Mótmælendurnir kvörtuðu mikið yfir harðræði lögreglunnar, að lögreglunni hafi dirfst að ýta í þá eða handtaka þegar þau neituðu að verða við skipunum löggunar. Einna harðast í þeim ásökunum gekk lögfræðingurinn Ragnar Aðalsteinsson sem tíndi til einhver atvik án þess að hafa þau í neinu samhengi, hann flutti einnig lygasögur frá mótmælendunum sjálfum og var engu líkara en hann hefði bara verið á staðnum sem hann var auðvitað ekki. Það er það sama með hann og Doug Ellis fyrrverandi eiganda Aston Villa, þeir eru orðnir allt of gamlir og ruglaðir fyrir þetta.
Af hverju geta þessir mótmælendur ekki bara farið til Íraks og mótmælt þar, spurning hvort að þeir myndu ekki týna tölunni einn af öðrum.
Hvernig væri það að fara þarna austur og mótmæla mótmælunum? Gætu mótmælendurnir verið eitthvað fúlir út af því? Bara svona pæling, greinilega einhverjir fleiri sem hafa pælt í því, grípum hér niðrí frétt af austurlandid.is (http://www.austurlandid.is/?frett_id=401) : Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sátu tveir úr hópnum Saving Iceland við veginn um 500 metra frá álverslóðinni og fylgdust með félögum sínum uppi í kranabómunum. Þá kom að bíll og fólk í bílnum gerði sér lítið fyrir og hellti úr 2 lítra Kókflösku yfir mótmælendurna og ók síðan áfram. Þetta verður að teljast nokkuð gott framtak og er eitthvað sem að aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar.
Við Dallamenn viljum mótmæla mótmælendunum og endum á orðum Helga Hós því til stuðnings. (endilega kíkið á snillinginn hér að neðan undir "fleiri myndir")
Krosslafur blæti RÍÓ smollin kríaði mömmu sína!
Lifið heil.
Dallamenn
Þjóðarsálin | Breytt 26.8.2006 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. ágúst 2006
Þjóðarsálin: Pizza Hut
Á miðvikudaginn síðastliðin ákváðum ég og Arion Piparsveinninn Charlie Maack að rifja upp gamla tíma frá því í MS þar sem að við vorum vanir að hringja inn og panta borð nr. 21 á Pizza Hut Sprengisandi og bragða okkur á hádegisverðarhlaðborði. Það gerðum við ásamt þvílíkum eðalmönnum á borð við Sinfurious, Ísskápinn, 12 Tomma og Les Digitales, einstaka sinnum fylgdu með þeir félagar JónA og Jesser Pallafat. Í þetta sinn vorum það einungis við Maackarinn sem að kíktum en ákváðum hins vegar að bjóða hvalveiðimanninum Haffa með, okkur þótti nokkuð líklegt að hann myndi vilja koma þar sem að hann var búinn að nefna það við okkur að draumadísin sín ætti það víst til að bregða sér þangað annað slagið og gúffa. Hann var game í það en eitthvað babb hefur komið í hvalveiðibátinn því að enginn Haffi var sjáanlegur við Sprengisandinn sem kom okkur Kalla einstaklega illa þar sem að við pöntuðum okkur könnu af gosi í góðri trú um að Hvalveiðimaðurinn myndi mæta. Við Maackakvikindið höfum farið fram á skaðabótakrföfu á hendur Haffa upp á 150 kr. á haus.
,
En það er nú ekki það sem að ég ætlaði að kvarta yfir. Við vorum semsagt mættir þarna tveir ég og Maacki, það var farin að myndast ágætis röð af fólki sem beið eftir að verða vísað til sætis, síðan var einhver einn við afgreiðsluborðið að borga. Þjónninn þar virtist vera orðinn smá stressaður enda röðin byrjuð að lengjast eftir borði. Eftir smá stund kemur hann fyrir framan röðina og segir: Það er eitthvað vesen með tölvukerfið hjá okkur, þannig að ef þið gætuð kíkt annað hvort á Pizza Hut á Suðurlandsbraut eða í Smáralind, það gengur betur fyrir sig þannig. Fólkið í röðinni horfði svona hvort á annað og nokkrir fóru bara, ég og Kalli fórum út fyrir og ætluðum að bíða þar eftir Haffa. En eftir smá bið ákváðum við bara að skella okkur aftur inn, þá var röðin búin og lítið sem ekkert virtist ama að tölvunum.
,
Hlaðborðið sjálft var síðan eitthvað það slappasta sem sögur fara af. Það var svona helmingurinn af Pizzusneiðunum sem var í boði sem að vantaði bæði allt álegg á og var heldur enginn ostur á þeim, bara sósan. Svo voru einungis tveir meðalgáfaðir menn að vinna í salnum, plús auðvitað Nenni níski í eldhúsinu sem sá um að baka pizzurnar.
,
Þetta rifjaði upp hjá mér sögu sem ég heyrði af svipuðum raunum. Man nú reyndar ekki alveg hver það var en það var einhver sem var að fara út að borða með fjölskyldunni og ferðinni var heitið á Pizza Hut. Þá var tekið á móti þeim með þeim fregnum að þau yrðu vinsamlegast að fara eitthvað annað því að það væri búið allt deigið hjá þeim.
,
Það er spurning hvort að sá sem rekur þennan stað þurfi ekki að taka hausinn úr rassgatinu á sér (eins og fleiri) og fara að vinna sína vinnu. Ég held að það sé það síðasta sem að svona fyrirtæki eins og Pizza Hut vilja er að vera að vísa fólki burt hvort sem að það sé tölvukerfið sem sé bilað eða að deigið sé búið.
,
Fyrir hönd Dalla.blog.is
Sýslumaðurinn í Dallasýslu.
,
P.s. er að spá í að senda afrit af þessu til Togga Tempó og félaga í Reykjavík síðdegis.
Þjóðarsálin | Breytt 21.8.2006 kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)