Færsluflokkur: Enski boltinn

6. spámaðurinn, prófessor Ragnar

raggiprofessor.jpg
Þá er komið að  6. spámanninum í sólheimakeppni okkar Dallamanna. Klukkan 4 á laugardaginn var síðasti spámaður, Stefán, kominn með 5 af 7 rétta en því miður fyrir hann þá klikkuðu hinir þrír leikirnir þannig að sólheimaspákeppnin stendur enn undir nafni þar sem enginn hefur náð að spá fyrir um yfir helming leikja rétt.  En við skulum sjá hvað sjálfur Raggi Levi's gerir í þessum málum, aldrei að vita.....

,

, 

Bolton - Liverpool

Bolton sem hefur gefið sér frægt orð fyrir að leyfa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri tekur á móti Pistol Pete og félögum í Liverpool. Ég hef trú á að Liverpool menn sem hafa verið í fanta formi í síðustu leikjum taki þennan leik. Úrslitin verða 1-2 og skorar Pistol Pete eitt og svo rassaþjapparinn hann Garcia eitt og fagnar svo með að sjúgja á sér puttann. En einhver af ungu leikmönnumum í Bolton minnkar munin.. Smá hræddur um vörnina hjá Liverpool en spurning um að setja bara Klofið í vörnina og láta hann binda saman endana.

Charlton - Arsenal

Ég ætla að reyna að vera hlutlaus í þessari spá en ég  að hið vel mannaða Arsenal lið með besta framherja, miðjumann og varnarmann og markmann í heimi taki þennan leik gegn Hermanator og co í Charlton. Markalaus fyrri hálfleikur en svo koma 3 í seinni. Henry skorar tvö og bæði með skalla og Fabregas skorar svo eitt. Leikurinn fer 0-3. Menn Ians Dowie eða Dewie eins og ég kýs að kalla hann eiga fyrir höndum erfiðann vetur.

Chelsea - Aston Villa

Hið ógeðslega lið Chelsea sem er án efa ógeðslegasta lið heims og eru klárlega vondu kallarnir í fótboltanum í dag. Þegar ég fer með bænirnar mínir á kvöldin þá bið ég alltaf góð vin minn hann Guð almáttugann að fara að gera eitthvað í þessu og ég átti ánægjulegt spjall við hann í gær og lofaði hann mér því að hjálpa tillunum hans Marteins að vinna þennan leik. Ég hef mikla trú á óvæntum úrslitum í þessum leik og langar mér að spá sigri hjá Villa mönnum en ég sætti mig við jafntefli þar sem Angel kemur villa yfir en Shevshenko jafnar fyrir vibbana á lokamínótum leiksins. 1-1.

Everton - Man City

Einn skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Everton hafa verið að spila yfir getu það sem af er og þeir halda því áfram eitthvað fram á veturinn. Merkilegt hvað Everton eru alltaf góðir annaðhvort tímabil. Man City verða í ströggli í vetur. Ég held að Johnson skori eitt og Beatie eitt og endar þessi leikur 2-0 fyrir Everton. Pearse kemur sjálfur inn á og klúðrar víti eins og hann gerði svo skemmtilega hérna um árið gegn Þyskurunum.

Sheff Utd - Boro

Klárlega líklegustu liðin til að falla ásamt Watford og verður þetta án efa allveg drepleiðinlegur leikur. Suðurhliðið er bara of ljótur til þess að vera góður manager og held ég að hann ásamt Jol verði þeir fyrstu til að verða reknir.. Vona það allaveganna Boro vegna. Sheff.Utd er þó með ágætis vörn en hafa kannski ekki mikið úthald en það þarf svosem ekki gegn framherjum á borð við Viduka sem sást í gær á KFC að biðja um borgara með mikið af hvítu sósunni. Ég er held ég búinn að skrifa meira um þennan leik heldur en á eftir að gerast í honum. Steindautt 0-0 jafntefli.

West Ham - Reading

Þetta verður held ég skemmtilegur leikur. Ég er að fýla bæði þessi lið þó að West Ham hafi ekki verið jafn skemmtilegt og í fyrra en það þarf bara að dusta rykið af hömrunum en ég held að það gerist ekki mikið í þessum leik annað en að Tevez skorar sitt fyrsta mark. 1-0 fyrir West Ham

Blackburn - Wigan

Passið ykkur á þessum. Þessi verður B O B A, þetta verður mikill slagsmála leikur, fátt um fína drætti en barist til síðasta blóðdropa. Efa að aðalmarkmiðið hjá þessum liðum sé að spila áferðafallegann bolta.. Frekar að safna spjöldum og tönnum úr andstæðingunum. Samt alltaf gaman að sjá svona leiki. Blackburn er þó skárra lið og vinnur þennan leik 2-1. Hann Benni skorar eitt og Savage eitt en einhver górilla sleppur inn á völlin og skorar fyrir Wigan. Dómarinn í þessum leik þorir ekki annað en að dæma marki gilt vegna hræðslu um líf sitt. Verður svo myrrtur af Mark Hughes eftir leik.

Man Utd - Newcastle

Yfirleitt skemmtilegir leikir á milli þessara liða. United hefur aðeins misst dampinn eftir góða byrjun og vonandi missa þeir dampinn eitthvað áfram en hinn háaldraði Martins verður dæmdur í bann eftir þenann leik þar sem kemur í ljós að hann er með falsaða kennitölu og er í raun og veru ekki mennskur heldur er hann górilla. Þó ekki sú sama og skoraði fyrir Wigan. En að leiknum aftur þá nær skeppnan hann Rooneu sér loks á strik og skorar tvö og leggur eitt upp á Saha. Ronaldo spilar ekki þennan leik þar sem hann er nýjasti meðlimur í fræknu fjóru (quer eye for a straigt guy) og eru tökur á sama tíma og leikurinn er leikinn. Parker skorar svo eitt fyrir Newcastle. 3-1

Tottenham - Portsmouth

Sol Campell á sínum gamla heimavelli og enn verður baulað á hann, kallgreyið. Gaman að sjá hvað hann hefur öðlast nýtt líf þarna fyrir sunnan. Sama sagan um Kanu, merkilega góður og fljótur leikmaður. Ég vona að Portsmouth vinni en ég hef samt trú á að Tottenham rétti smá úr kútnum og Mido skori eina maark leiksins. Honum finnst Campbell svo lélegur líka.. Mido er nefnilega svo góður sjálfur.. Helvítis sandnegri og eyðimörka skítur.. Enginn rasimsi í þessu er það? En Tottenham vinnur því miður 1-0.

Watford - Fulham

Damn hvað ég hlakka til að helgin er búin og eftir skemmtilegan mánudagsvinnudag að koma heim og horfa á þennan þrusuleik… Vúhú.. Þetta verður Fiesta.  Watford kemur á óvart og vinnur þennan leik. P.S. EKKI HORFA Á ÞENNAN LEIK…..

,

Jæja þá er ég búinn og þakka ég bara Dalla mönnum fyrir þetta tækifæri og vonandi rætist nú eitthvað af þessu…

Raggi Levi´s


Spámaður númer 5, Stefán Örn Kárason

Félagarnir saman á Solon

Þá heldur hún áfram, Spákeppni Sólheima. Næstur í röðinni er enginn annar en Sökkurinn. Það verður fróðlegt að sjá hvort að hann standi undir nafni og hirði Júmbó sætið af félaga sínum Bjarna Jóh. Það er þó vert að taka fram að þeir sérfræðingar sem hér skrifa gera það á eigin ábyrgð og þær skoðanir sem hér koma fram endurspegla á engan hátt skoðanir Dallamanna. En ekki meira blaður, við skulum skoða spá Stefáns.

,

Liverpool - Tottenham 1

Vá þetta verður erfiður leikur og vil ég nú ekki mikið segja um hann nema hvað að ég held að ég verði að spá Liverpool sigri þar sem mörkin koma seint í þessum leik. Endar 2-0. Mörk Liverpool: Pistol Pete og Dirk Kuyt.

Wigan - Watford X

Þetta verður erfitt fyrir Watford menn. Ég held að þetta verði leikur markmannana, Ben Foster á þar eftir að eiga stórleik og halda markinu hreinu, gæti verið að Kevin Kilbane verði erfiður en Foster heldur þessu. Ég held að þessi leikur endi 0-0.

Middlesboro - Blackburn 1

Þetta á eftir að verða skemmtilegur leikur fyrir augað vegna þess að þarna mætast tvö slök lið og eitthvað verður um mörk. Það verða tveir með rautt spjald eftir slagsmál, það  verða þeir Robbie Savage og Emanuel Pogatetz. Leikurinn endar 3-2 fyrir Boro. Mörk Boro: Yakubu með 2 og Woodgate með sigurmarkið. Mörk Blackburn: Morten Gamst Pedersen setur eitt en hitt verður sjálfsmark hjá hinum annars stórgóða hægri bakverði Andrew Davis. Þó er ég ekki viss hvort þessi leikur verði spilaður, heyrði einhverstaðar að Boro hefði ákveðið að hætta að spila fótbolta og fá Bjölla-Bridds til sín og einbeita sér að bridds, eftir tapið á móti vinum Gauja Þórðar í hinu frábæra liði NOTTS COUNTY.

Man City - West Ham X

Bæði þessi lið fengu vonda endaþarmstöku um síðustu helgi (þá er ég ekki að tala um svona vont-gott Einar minn). Þetta verður opinn leikur og gæti endað á alla vegu en ég held að hann endi með jafntefli þar sem tvífari Bjarna eigi eftir að skora jöfnunarmarkð á loka mínútunni, það er að segja Marlon Harewood. Þessi endar 2-2. Mörk City: Joey Barton og Trevor Sincler. Mörk West Ham: Teves og svo auðvitað tvífari Bjölla.

Fulham - Chelsea 2

Þetta verður sennilega leiðinlegasti leikur umferðarinnar og mæli ég með að þeir sem ætla að horfa á þennan leik að stilla á RÚV og horfa á eina stuðningsmann Chelsea keppa í GÓLFI, sem sagt Tiger “Viðbjóð” Woods. Þessi leikur verður rólegur í fyrri hálfleik, þá detta inn tvö ógeðis mörk (auðvitað eitt úr horni) og þar verður það Terry sem fær hann í sig og svo skorar tippahausinn Drogba eitt mark og leikurinn endar 2-0. (Vonandi kemur Heiðar Helguson inná og meiðir Drogba)

Arsenal - Sheff Utd 1

Þessi verður auðveldur hjá apasveitinni hans Wengers þar sem þeir eru að keppa sennilega við slakasta liðið í deildinni. Þetta verður aldrei spurning. Það verður ekkert rosalega mikið að gerast nema bara 3 mörk hjá Arsenal og síðan hversu illa leikmenn Sheff Utd eiga eftir að líta út . Mörk Arsenal: Henry með 2 og Eboue gerir eitt með þrumu skalla.

Reading - Man Utd 2

Þessi leikur verður skemmtilegur, Man Utd menn búnir að vera heitir þrátt fyrir tap fyrir Nöllurnum um síðustu helgi. Reading á eftir að komast yfir í fyrri hálfleik en þá byrjar United og vinna 4-1. Mörk Man Utd: Rooney, Fletcher Aka GM Aka Tacleberry kemur þeim yfir og fagnar með plögg labbinu sem allir sakna, Solskjer kemur síðan inn á og setur 2. Mark Reading: Lita

Newcastle - Everton 1

Þessi leikur verður kaflaskiptur. Everton byrjar betur og kemst yfir með marki frá Tim Cahill, hann fer og fagnar eins og venjulega nema hvað að hornfáninn gefur honum einn á hann og hann þarf að fara útaf. Þar breytist leikurin og byrjar þá Newcastle að rúlla yfir Everton, menn sem hafa ekki getað neitt byrja að brillera og endar leikurinn 3-1. Mörk Newcastle: Babayaro, Steven Carr og auðvitað Obafemi.

Aston Villa - Charlton 1

Charlton menn hafa verið eins og hálfvitar í ár og tapað 4 leikjum. Ég held að Villa menn eigi eftir að sigra. Þetta verður baráttu sigur þar sem Ian Dowie eigi eftir að fá nóg og skipta sjálfum sér inná eða púlla Steinar Ingimundar á þetta og láta öllum illum látum. Þessi leikur endar 2-1. Mörk Villa: Angel og Melberg. Mark Charlton: Auðvitað Jimmy BigAss  

Portsmouth - Bolton X

Þetta verður skemtilegur leikur þar sem tvö sterk lið mætast og mikið skorað. Eitt á eftir að standa uppúr, þegar Jussi fær á sig klaufamark, kallgreyið. Þarna eru stórstjörnur á borð við Hráku-Diouf, Hvaðnú, Dejan Stefanovic og ekki má gleyma Idolinu hans Gunna Marteins honum Ivan Campo. Loka tölur 3-3. Mörk Portsmouth: Kanu 2 og Lua-Lua 1.

Mörk Bolton: Anelka, Diouf og Campo.

,

Kveðja S.Ö.K. 

 


4. spámaður er Heimir Magnússon

Evertonmaðurinn Heimir Magnússon

Það eina sem kemur hérna inn á þessa síðu reglulega og á réttum tíma er spá fyrir Enska Boltann. Það er með sanni hægt að segja að menn hafi ekki riðið feitum hesti frá spám sínum hér á Dallanum. Dr.GM trónir á toppnum með 50% árangur, fast á hæla hans kemur síðan Jóhann Flagar von Svíþjóð með 40% rétt. Sá sem rekur lestina er síðan Júmbó-Bjöllinn með aðeins 30% árangur. Nú er hins vegar komin röðin að Everton manninum Heimi Magnússyni og ætti ekki að vera erfitt fyrir hann að ná betri árangri en þessir þrír sérfræðingar hafa gert hingað til. Reyndar er þessi umferð bísna strembin og til marks um það þá svaraði Ragnar Sverrisson ekki í símann sinn í allan dag, hann hafði greinilega lúmskan grun um það að Dallamenn hefðu áhuga á honum í tipp eftir yfirlýsingar sínar undanfarið. Heimir lætur hins vegar slag standa og fregnir herma að hann hafi fengið sögulegt ágrip af fyrri viðureignum liðanna sem nú mætast frá GettuBetur-Steinþóri frænda sínum. Við kunnum Heimi einnig bestu þakkir fyrir það að fara ekki huldu höfði hér í kommentadálknum og valda þar usla líkt og frammara er siður. Hann hefur greinilega gert sér grein fyrir því að Dallamenn eru með Dr.GM til halds og trausts til að rekja IP-tölur. En ekki fleiri orð um það, hér er spá Heimis.

,

Charlton – Portsmouth

Hér er fyrsti leikurinn sem ég spái í. Charlton hefur farið skelfilega af stað með aðeins 1 leik unnin og 3 tapaða, á meðan Portsmouth hafa byrjað vel og unnið 3 og gert 1 jafntefli. En það er eitthvað sem segir mér að Charlton vinni þennan leik 2-1 með 2 mörkum frá Darren Bent en Kanu laumar einu inn fyrir gestina undir lokin.

Bolton – Middlesboro

Þetta eru liðin í sjötta og tólfta sæti. Bolton rétt náði að vinna Watford á heimavelli í siðustu umferð með marki úr vítaspyrnu á meðan Boro menn náðu góðu jafntefli einum færri á móti Arsenal á útivelli. Það er jafnteflisfnykur af þessum leik svo ég spái 1-1. Anelka skorar sitt fyrsta mark fyrir Bolton en Viduka skorar fyrir gestina.

Everton – Wigan

Mínir menn  í Everton unnu góðan 3–0 sigur á litla bróður um síðustu helgi og þeir eru á svakalegu skriði þessa dagana. Kilbane kemur aftur á Goodison eftir að hafa verið seldur til Wigan fyrir 2 vikum. En þetta verður einstefna allan tímann og Everton vinnur 2-0 með mörkum frá Andy Johnson og Leon Osman og fara beint í toppsætið.

Sheff. Utd – Reading

Fyrsti nýliðaslagur tímabilsins, Lítið verður að gerast í þessum leik þannig að ég spái jafntefli 0-0.

Watford – Aston Villa

Watford er þriðji nýliðinn í þessari deild. Þarna mæta þeir hinum fornfræga klúbbi Aston Villa með hinn sterka Búlgara Stilian Petrov í fararbroddi. Þetta verður erfiður leikur fyrir heimamenn. Villa verður sterkari aðilinn í leiknum og vinnur 1-2. Gavin Mahon skorar fyrir Watford en Angel og Gareth Barry skora mörkin fyrir gestina frá Birmingham. Þessi spá var fyrir þá 3 Villa stuðningsmenn sem ég þekki..

Chelsea – Liverpool

Úff, Úff. Úff… Fyrsti af tveimur stórleikjum helgarinnar. Liverpool hefur haft gott tak á Chelsea undannfarið en ég held að það verði breyting hér á. Chelsea menn með Ballack og Shevchenko í broddi fylkingar hafa ekki verið að sýna sitt besta það sem af er tímabils en þeir spýta í lófana í þessum leik og klára slakt Liverpool lið 2-0. Drogba skorar fyrra markið með því að fá boltann í sig og Shevchenko sýnir af hverju Roman keypti hann á 30 milljón pund og skorar stórglæsilegt mark. Þannig að Chelsea vélin hrekkur í gang í þessum leik…því miður.

Blackburn – Man. City

Blackburn og Man City hafa byrjað feykilega illa á þessu tímabili. Miðað við gott gengi í fyrra. Ég held að Blackburn vinni þenna leik því hungrið er meira þeim megin og gamli Everton maðurinn Francis Jeffers skori eina mark leiksins.

Tottenham – Fulham

Þetta er ekki stærsti Lundúnarslagurinn en þó Lundúnarslagur engu að síður. Fulham varð fyrir áfalli í síðasta leik þegar Jimmy Bullard meiddist og verður líklega ekkert meira með á tímabilinu sem veikir liðið mjög. Ég trúi ekki öðru en Tottenham taki þennan leik á heimavelli, enda með miklu sterkara lið. Ég spái 3-1 fyrir Tottenham með 2 mörkum frá Berbatov og 1 frá Robbie Keane. Heiðar Helguson minnkar síðan muninn úr vítaspyrnu.

West Ham – Newcastle

Hamrarnir með Zamora í banastuði mæta Newcastle.  West Ham siglir lygnan sjó um miðja deild þar sem þeir munu líklega enda, en Newcastle hafa byrjað brösulega og töpuðu á heimvelli í síðustu umferð. Newcastle eiga ekki break í þessum leik og tapa 2-0  með mörkum frá Tevez og Harewood.

Man. Utd – Arsenal

Þessir erkifjendur mætast nú á Old Trafford. Gengi liðinna  hefur verið mjög ólíkt það sem af er þessu tímabili. United trónir á toppnum en Arsenal er í ruglinu í 17. sætinu. Ég get lofað ykkur einhverjum ryskingum enda eru þessi félög þekkt fyrir það að slást þegar þau mætast. Gætum jafnvel séð 2 rauð og fjölmörg gul spjöld. En Arsenal heldur áfram að valda vonbrigðum og þeir tapa 3-1 með tveimur mörkum frá Rooney og einu frá Saha. En Van persie skorar fyrir Arsenal.

,

Heimir Orri Magnússon


Spámaður númer 3, Jóhann Flagar von Svíþjóð

Flagarinn í essinu sínu

Jæja góðir lesendur þessarar hratt vaxandi heimasíðu, Dalli.blog.is. Hérna kemur fyrsti pistill minn frá Svíþjóð sem er liður í alþjóðavæðingu Dalla og með honum fylgir spá næstu umferðar í enska boltanum. Það er mér heiður að vera fyrsti pistlahöfundurinn sem skrifar af alþjóðavettfangi.

,

Jæja nú hef ég arfleitt fyrirliðabandinu af mér, og er sestur á skólabekk á nýjan leik þó fyrr væri. Seinustu fregnir herma þó að Ragnar Sverrisson, maðurinn sem ég kvaddi fyrirliða hafi verið sviptur. Þær fréttir komu mér í opna skjöldu og harma ég það mjög að ákvörðun mín á næsta fyrirliða hafi gengið forgörðum. Fékk þó þær fréttir jafnframt að Einar “Sleggja” Finnbogason hafi verið gerður að nýjum fyrirliða og þykir mér sú ákvörðun sína að landsliðið er í réttum höndum á leið uppá við. Einar hefur veigamikla reynslu á sviði drykkju og kvennamála og held ég að liðið geti vart orðið sterkara en það er nú, nema þó jú með endurkomu fyrirliðans og eins af stofnendum þessarar nýlendu.,

Hér í Svíjaveldi er allt gott að frétta þó, fyrir þá sem hafa áhuga á gengi mínu hér. Skólinn er magnaður og fólkið gríðarferskt. Komst þó að því að Íslendingar eru ekki algengir hér á götunum, og hafði ég á orði á pöbb um daginn “ Icelander’s are as rare as pandabear’s, rare, and really georgeus to look at, but u cant touch them, they may bite” svo tók ég nett aaarrrrggghhh og það heyrðust drophljóð víða um dansgólfið!!! Ég veit fyrirliði á alþjóðavettfangi.

,

Ég veit nú ekki hvernig ég get látið þessa færslu hljóma spennandi nér fyndna... þar sem maður er hér einn eru flestar sögur kannski “had to be there” og þess vegna ætla ég ekki að vandræðast með sögur hér. Hér eru framin morð aðra hverja helgi og yfirleitt vegna afbrýðisemi eða haturs, og hef ég ákveðið að koma ekki óorði á Fjalars nafnið hérna um hríð allavega. Ætli ég geti ekki komið með skemmtilegri pistil eftir næstu helgi, en Stefán Örn Kárason og Bjarni Jóhannsson eru að lenda hér á morgun þegar þetta er skrifað. Og verða væntanlega ein eða tvær skondnar Sögur á ferðinni þá!!

,

En að spánni, og hef ég í huga að gera betur en Bjarni og Doktorinn og stefni jafnframt á að gera betur en þeir tveir til samans. Við skulum nú sjá hvernig með reiðir af, en ég hef nú sjaldan verið þekktur fyrir að vera getspár, þó ég hafi einu sinni unnið 1300kr á lengjunni.

,

Everton – Liverpool

Hér er það fyrsti alvöru nágrannaslagurinn í vetur sem fram fer á Goodison. Everton menn hafa verið í stuði nú í upphafi móts, og eru með yfirlýsingar á netinu. Liverpool menn hafa ekki verið sannfærandi í upphafi og er því óneitanlega jafnteflislykt af þessum leik og spá ég 1-1. Cahill eða Johnsson fyrir Everton og jafnvel að minn maður í Liverpool liðinu Crouch seti hann fyrir Poolara.

Arsenal – Middlesbrough

Jæja þá eru það mínir menn og þrátt fyrir slaka byrjun á mótinu, hafa þeir bætt við sig þremur nýjum leikmönnum. Boro hafa verið að spila ágætlega að utanskildu skíttapi fyrir Portsmouth um daginn. Ég verð trúr mínum mönnum, enda held ég að reynsluleysi Southgate sem þjálfara muni gera það að verkum að hann nái ekki að rífa þá upp. Babtista og Gallas spila sinn fyrsta leik á Emirates, leikurinn endar 3-1 og Henry setur 2 og Adebayor klínir einu. Einhver leikmaður yfir þrítugt mun skora fyrir Boro en ég treysti mér ekki í nefna hver.

Bolton – Watford

Hér spái ég leikmönnum Big Sam öruggan sigur þó svo þeir skori nú ekki mikið. Leikurinn endar 2-0 fyrir Bolton og að venju verður það eftir föst leikatriði. Giannakopoulus mun setja eitt með skalla og Diouf setur eitt eftir að brotið hefur verið á einhverjum gömlum í teig Watford.

Chelsea – Charlton

Jæja aldrei gaman að tala um Chelskí, en ætli maður verði ekki að gera að gera það hér. Þetta verður nú ekki strembinn leikur fyrir Rússana, 3-0 fyrir þeim, enda á heimavelli. Leikmenn Dowie hafa ekki verið að spila vel, og Hermann verður þeirra besti maður, spái að hann geri öðrum liða greiða og fótbrjóti Shevchenko eða Ballack. Mörk Chelskí í þessum leik skora Lampard, Drogba og Terry. Ashley Cole spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu og væntanlega þann síðasta, því gömul meiðsli taka sig upp á þungu og vondu grasinu á Stamford.

Newcastle – Fulham

Hér erum við með tvö lítt skemmtileg lið. Þessi leikur endar óvænt með sigri Fulham 1-2. Stjórn Newcastle hlýtur að fara að átta sig á því að ráðningar þeirra á knattspyrnustjórum er ekki upp á marga fiska. Heiðar og John setja hann fyrir Fulham, en það verður óvænt mark frá Luque sem kemur Newcastle á bragðið í þessum leik.

Portsmouth – Wigan

Leikmenn Portsmouth hafa verið að spila vel í byrjun móts og spá ég að þeir haldi því áfram hér, þó svo að Wigan sé með þokkalegt lið. Held reyndar að þessi leikur endi með Jafntefli og spá ég því 1-1 og það verður Kanu fyrrum Arsenal maðurinn sem setur hann fyrir Portsmouth, og jafnvel að nýji leikmaður Wigan Zinedine Kilbane skori úr aukaspyrnu fyrir gestina.

Sheff Utd – Blackburn

Nýliðar Sheff Utd munu ekki ríða feitum hesti frá þessari viðureign þó svo að leikmaðurinn sem kenndur er við mig, Ade Akinbyi sé að spila með þeim, þá mun Brad Friedel verja eins og berserkur frá honum. Blackburn sigra hér sinn fyrsta leik í deildinni í vetur 0-2 með mörkum frá hinm feikisterka Jason Roberts, og svo mun nýji leikmaður þeirra Shabani Nonda þrumbla inn einu.

Man Utd – Tottenham

Hér erum við komin í einn stórleik þessarar umferðar, Man Utd hafa byrjað þetta tímabil feikilega vel og andstæðingar þeirra hafa þó ollið töluverðum vonbrigðum. Spái ég því að Man Utd vinni þennann leik með 3 mörkum gegn 1. Jermain Defoe mun skora fyrir Spurs, og jafna leikinn í 1-1 en lengra komast þeir þó ekki. Michael Carrick mu jafna gegn síunm gömlu félögum, og svo mun Saha og hinn síungi Solskjaer skora fyrir Utd.

West Ham – Aston Villa

West Ham hafa keypt tvo ansi hreint sterka leikmenn til sín nú á síðustu dögum og mun það reynast þeim vel í vetur. Aston Villa hafa hins vegar ekkert keypt en þó fengið hinn snjalla O’Neill til liðs við sig. Villa menn hafa verið að spila vel og einnig West Ham. Þessi leikur er því erfiður, en ætla ég þó að spá West Ham sigri, þó ekki til að pirra DJ Sisqó. Þessi leikur mun enda 2-1 og verður það Abgnonhalor sem skorar fyrir Villa en þeir Harewood og Tevez, munu tryggja Hömrunum 3 stig í þessum leik.

Reading – Man City

Íslendingaliðið Reading er ekki með ýkja sterkt lið. Man City hafa verið að spila feikivel og lögðu mína menn um daginn. Þó ætla ég að spá hér jafntefli og mun þessi leikur enda 0-0. enda bæði lið ekki með neina alvöru markaskorara í sínum herbúðum. Þó myndi það ekki koma mér á óvart að þetta yrði markaleikur, en ég læt sitja við 0-0.

,

Já þá er þessari spá minni lokið, og vona ég að mér reiði betur af enn kollegum mínum  á undan. Það yrði hræðileg niðurstaða fyrir mig að lenda neðar en þessir tveir og vona ég að svo verði ekki. Nú sit ég bíð eftir að fá Bjarna og Stebba til mín hérna og er bjórinn að kólna í ískápnum akkúrat núna. Þessi helgi verður ekki aðeins station helgi hérna heldur tvöföld, því áætluð drykkja er 4 dagar. Þó verð ég að mæta í skólann meðan þessir tveir heiðursmenn munu sofa úr sér, þá næ ég því ekki og harma ég það. En þangað til næst kveðjur úr svíjaveldi.

,

Pandabjörninn Flagari!!

 


Spámaður þriðju umferðar, Boro-Bjarni

Brilli og Börv

Doktorinn lagði línurnar í síðustu viku, honum tókst ágætlega upp og náði helmings vinningshlutfalli. Núna er röðin komin að Bjarna, hans menn unnu góðan sigur í vikunni eftir óvænt tap í fyrstu umferð. Það á eftir að koma í ljós hvort að of mikið hafi ekki verið lagt í spaugið hjá Bjarna að þessu sinni og það komi niður á árangrinum hjá honum. En við skulum fjölyrða meira um það og gefum boltann yfir á sérfræðing vikunnar, Hér er spá Börv:

,

Liverpool - West Ham

Aðeins Chelsea hefur eytt meira fé í leikmannakaup en Liverpool á þessu ári, 30 milljónir punda og 6 nýjir leikmenn hafa birst. Spænska nýlendan hefur ekki virkað sannfærandi hvorki í forkeppni Meistardeildar né í fyrsta deildarleiknum. Mikil meiðsli hrjá liðið þessa stundina og sérstaklega í varnarlínunni. Gamli tréhesturinn Hyypia mun lenda í vandræðum með kjötstykkið M.Harewood sem á eftir að setja hann en eins og vanalega mun langbesti maður Liverpool, Steven Gerard jafna leikinn og bjarga deginum. 1-1

Wigan - Reading

Wigan gerðu kjarakaup með kaupa Heskey á aðeins 4 milljónir punda. Heskey mun valda usla í vörn Reading og skapa sér fullt af færum en að sjálfsögðu klúðra þeim öllum eins og venjulega. Ívar og Brynjar Björn verða væntanlega báðir í byrjunarliði Reading. Það er nú stutt síðan ég hitti Brynjar á Hverfisbarnum þar sem ég ítekaði við hann að það sé stutt í kúkinn ef menn eru ekki á tánum, ég er ekki viss um að hann muni eftir öllu sem ég sagði því hann var alveg agalega Bjölvaður. Henry þeirra Wigan manna er orðinn þreyttur á að lifa í skugganum á Arsenal-Henry og mun hann því setja hann en að sjálfsögðu jafnar góðvinur minn, Ísbjörninn Brynjar eftir klafs í teignum. 1-1

Watford - Man Utd

Já Man U hafa verið óstöðvandi þrátt fyrir að vera aðeins búnir að eyða broti af því sem Chelsea og Liverpool hafa eytt. Mikið vanmat mun samt einkenna þennan leik hjá Rauðu Djöflunum. Babyface, Norska gæðablóðið mun þó koma þeim til bjargar og setja 1 og leggja upp annað í seinni hálfleik. Það verður stanslaust púað á Ronaldo og mun það koma í veg fyrir fleiri mörk. 0-2

Tottenham - Everton

Þrátt fyrir að Tottenham hafi ekki náð að kaupa Downing frá Boro eru þeir ekki svo illa staddir. Búnir að kaupa Berbatov sem er byrjaður að hitna. Alan Stubbs og félagar í vörninni hjá Everton eiga ekki séns, þetta verður léttur sigur hjá Spurs. 3-0

Fulham - Sheffield Utd

Fulham eru eitraðir heima, þetta verður öruggur sigur þar sem Heiðar Helgu verður með 2 eftir föst leikatriði og Brian McBride 1. Þrátt fyrir það er einn maður sem Jóhanni Fjalari hefur oft verið líkt við á velli, Ade Akynbi í Sheff Utd.  Eftir frábæra frammistöðu á móti Liverpool Er Ade orðinn einn heitasti framherjinn á Englandi. Það er ekki nóg að vera með einn góðan mann í liðinu eins og við Íslendingar þekkjum en hann mun staðfest setja 1 mark en því miður er það ekki nóg. 3-1

Charlton - Bolton

Verður steindautt jafntefli þar sem Hermann Hreiðars mun éta öll þessi löngu innköst frá Bolton. Ian Dowie mun öskra allan leikinn en líkt og Hjá Palace mun það skila litlum árangri. Hasselbaink á eftir að vaða uppi og mata félaga sína sem eiga eftir að klúðra öllum færunum. 0-0

Man City - Arsenal

Engin Ashley Cole og engin Reyes, en það er líf eftir þá. Galdramaðurinn Henry mun flengja Richard Dunne og smella 2. Ruddinn Ben Thatcer mun reyna kyrkja dómarann en hann sleppur með gult enda gæðablóð utanvallar. Þrátt fyrir að sakna Ray Parlour mikið í þessum leik munu Arsenal klára þetta, Parlour til heiðurs. 0-2

Aston Villa - Newcastle

Fyrrum Evrópumeistarar Aston Villa eru enn að sleikja sárin eftir að hafa selt alla sínu bestu menn til Boro. Southgate, Boateng og Ugo E eru fyrirmyndir sem leikmenn Villa reyna að líkjast með litlum árangri. Árangur Villa hefur verið niður á við undanfarin ár svo ákveðið var að stokka upp. Marteinn var ráðinn Knattspyrnustjóri  þó ekki hinn eini sanni Marteinn G eða MG eins og hann er kallaður. Liðið var líka selt hæstbjóðanda eftir að elliærin D. Ellis hafði tapað veðmáli naumlega að Markus Alback myndi setja fleiri mörk með Villa en Henry með Arsenal. Nýr sjóri og nýjir eigendur en bíddu við, það gleymdist eitt nýjir leikmenn æjæjæjæ. Já Villa er eina liðið sem fékk enga nýja leikmenn fyrir utan 16 ára síamstvíbura frá Sviss sem eiga víst að vera mikið efni. En þeir eiga ennþá Milan Bjarnos sem mun setja hann á laugardag ef hann verður með, en það dugar skammt gegn undrabarniu Obafemi sem mun setja 3. 1-3

Blackburn - Chelsea

Leikmenn Chelsea eru enn að skeina sér eftir að hafa verið teknir í þurrt seinasta miðvikudag. En Chelsea tapa einfaldlega ekki tvisvar í röð. Þetta verður léttur sigur hjá Chelsea 3-0, þar sem Lampard setur 2 og Úkraínumaðurinn 1. Blackburn fá að minnsta kosti 1 rautt spjald í leiknum sem þykir lítið á þeim bænum, kæmi ekki á óvart ef það væri Lucas Neill. Chelsea tapar ekki leik næstu 15 leikjum spái ég og hampa titilnum í vor.

Boro - Portsmouth

Eftir léttan æfingaleik í vikunni verður bara formsatriði að klára Chelsea-wannabe. Að vera með Rússa sem eiganda er tískubóla sem löngu er sprungin. Harry Houdini gerði samt eitt gott í sumar að fá Kanu sem ég er virkilega ánægður með. ”Hvað nú, ha Kanu Toppstriker”, isss þetta er móment sem iljar manni alltaf um hjartarætur. Ef Boro verður ekki með vanmat þá verður þetta öruggur sigur, spurning samt hvort Kanu laumi ekki einu. 3-1

,

Kveðja, Bjarni Jóh (ekki fyrrverandi þjálfari Blika samt)

Spámaður fyrstu umferðar, Dr.GM

Doktorinn

Þá fer senn að líða að því að þjóðaríþrótt okkar Íslendinga (fyrir utan handbolta hjá Íslenska landsliðinu á stórmótum) hefjist. Menn teljast ekki menn með mönnum nema að þeir fjalli um Enska boltann. Við Dallamenn höfum ákveðið að hafa reglulega spá fyrir komandi umferð, þar verðum við hverju sinni með sérfræðing sem fjallar um leiki umferðarinnar. Sérfræðingurinn mun spá um úrslit leikjanna, segja af hverju hann spáir svo, hverjir munu hugsanlega skora og fjalla stutt um hvað sé að gerast hjá liðunum hverju sinni. Það skal þó tekið fram að skoðanir viðkomandi spámanns endurspegla á engan hátt skoðanir dalla.blog.is og eru á eigin ábyrgð. Ef mönnum finnst þessar spár einhverjar langlokur þá geta menn farið yfir þetta á hundavaði eða rýnt einungis í áhugaverðari leiki og leiki síns liðs. Við munum reyna að halda einhverri tölu á því hvernig til tekst svo hjá viðkomandi spámanni og hver sé sá getspakasti. Mönnum er velkomið að segja sína skoðun á spánum í athugasemdunum.

,

Fyrsti spámaður okkar dalla.blog.is er enginn annar en sjálfur Doktorinn. Okkur fannst vel við hæfi að hann myndi opna þetta fyrir okkur og við sjáum sko sannarlega ekki eftir því að hafa falið honum þetta verkefni, þvílík fagmennska þar á bæ að sjaldan hefur annað eins sést. En lesendur góðir hér er spá Dr.GM gjöruði svo vel.

,

Sheffield United – Liverpool

Dr.GM©: Sameinaða liðið frá skítaborgini geta ekkert og þurfa Bítlarnir því ekki að hafa áhyggjur. Nú veit ég ekki hvort hinn undurfagri hollendingur Dirk Kuyt verði með en hann á eftir að detta á andlitið í þessum leik ef svo er. Stevie Gjí setur tvö og Crouch tæklar eitt inn. 0-3 

Arsenal – Aston Villa

Dr.GM©: Villa menn koma sterkir inn eftir að Deadly Doug var skipt út. Þeir eru hinsvegar ekki búnir að versla neitt merkilegt í sumar og eiga eftir að lenda í vandræðum. Arsenal gera hins vegar í brækurnar á nýja Arabaleikvanginum sínum og leikurinn endar 0-0 

Everton – Watford

Dr.GM©: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Everton hafa sennilega gert kaup ársins. Fyrst (á láni) Tim Howard sem ég kýs að kalla blinda Ameríkanann í markið og síðan gerðu þeir kjarakaup á Andy Johnson á aðeins 8.6M punda. Everton menn eiga eftir að brillera á á Goodison. Andy Johnson setur tvö úr víti eins og vanalega. 2-0 

Newcastle – Wigan

Dr.GM©: Shearer er hættur. Duff inn sem voru góð kaup en hann á eftir að gera upp á bak. Owen verður meiddur og Newcastle verða í bullandi rugli í vetur. Reyndar verða Wigan menn það líka þar sem þeir seldu einn sinn besta mann Jason Roberts og keyptu ístrubelgin Emilie Heskey í staðinn.Ekki horfa á þennan leik. 0-0 

Portsmouth – Blackburn

Dr.GM©:Harry Redknapp er gjörsamlega búinn að missa það. Kaupir rugludallinn Sol Campbell, lélegasta markmanninn David James og manninn sem getur ekki einu sinni potað honum inn þrátt fyrir að nota skó númer ca. 52, Kanu. Mark Hughes mætti kenna Fergie eitthvað í sambandi við að kaupa framherja en hann hefur keypt þrjá slíka og þar af meðal ekki ómerkari eyru en Francis Jeffers. Jason Roberts er hinsvegar nautsterkur og á eftir að slátra Sol Campbell í þessum leik. 0-2 Roberts með eitt og David James sparkar í eigið mark. 

Reading – Middlesboro

Dr.GM©: Reading geta væntanlega lítið þrátt fyrir að vera með Ívar Ingimars í liðinu. Búnir að styrkja liðið lítið fyrir tímabilið og þekki ég ekki þá kauða. Middlesborough verða með allt niðrum sig í vetur eftir að hafa misst Jimmy Floyd Hasselbaink og Colin Cooper. Andleysi Boro manna verður algjört og nýliðarnir merja þetta 1-0. 

West Ham – Charlton

Dr.GM©: It’s Hammer time! Komnir með Carlton Cole og Jonathan Spector sem verður að vísu ekki með samkvæmt nýjustu fregnum. Charlton menn keyptu eina leikmann Boro sem gat eitthvað síðast þegar ég sá þá á ferðinni. Cole og Hasselbaink setja hann í sitthvort markið. 1-1 

Bolton – Tottenham

Dr.GM©: Sem fyrr hefur tvífari Sýslumannsins BIG SAM styrkt liðið með ævagömlum leikmönnum. Spurninginn er hvort að honum takist þetta enn einu sinni. Þeir náðu að halda Nolan sem verður allt í öllu hjá þeim og setur eitt mark í þessum leik. Hinsvegar eru Tottenham sterkir og lenda í 5. sæti í vetur og verður það Dimitar Berbatov sem á eftir að setja hann grimmt í vetur og byrjar það með tvennu. 1-2 fyrir Spurs. 

Man Utd – Fulham

Dr.GM©: úff úff úff...mínir menn verða vægast sagt í basli í vetur en ekki þó í þessum leik. Luis Saha á eftir að verða erfiður gegn sínum gömlu félögum í Fulham. Ronaldo verður með og skeinuhættur þrátt fyrir að hafa gleymt að skeina sér á HM. 3-0 fyrir heimamönnum verða lokatölur, Saha, Scholes og Ronaldo setj’ann.

Chelsea – Man City

Dr.GM©: Cjitty men ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir keyptu nú í sumar útbrunninn skoskan landsliðsmann að nafni Paul Dickov á meðan Chelsea fara leiðinlegu leiðina og eyða fúlgum í drulluhala eins og Shevchenko og Ballack. Heyrst hefur að Gallas verði með í vörninni í leiknum í treyju númer 99 smelli honum í eigið net og allt verður vitlaust. Andreas Isaksson á eftir að fara á kostum og verja helling frá bláu ógeðunum en Frank the Tank Lampard nær að smyrja inn tveim fyrir utan teig. Andy Cole kemur sífellt á óvart og setur eitt eftir herfileg mistök Cudicini, 2-1. Svona til að enda þetta vil ég ásamt fótboltaáhugamönnum um land allt óska Chelsea alls hins versta á tímabilinu.

,

Með fótboltakveðju Dr.GM©

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband